Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 13:33 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, ríður feitum hesti frá mánaðarmótunum sé litið til þess sem hið opinbera er að borga henni í laun. vísir/vilhelm RÚV greindi frá því nú rétt í þessu að borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nýafstöðnum kosningum fengu hver um sig hátt í fimm milljóna króna launagreiðslur um mánaðamótin. Samkvæmt frétt RÚV var það oddviti Flokks fólksins sem fékk hæstu greiðslurnar. Þing er ekki komið saman en nýkjörnir þingmenn fengu engu að síður greidd laun um síðustu mánaðamót. Og það sem meira er, þingmennirnir fengu raunar tvöfalda launagreiðslu nú þegar nýtt ár gekk í garð því Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desembermánuð og framvirk fyrir janúar. „Þingfararkaup alþingismanna er rúmlega 1525 þúsund krónur.“ Í fréttinni kemur fram að tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi hafi verið kjörnir til þings í nýafstöðnum kosningum en þeir hafi ekki beðist lausnar í borginni. Því fengu þeir fullar launagreiðslur bæði frá borginni og Alþingi. Í samantektinni kemur fram að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, hafi verið launahæst borgarfulltrúanna, með 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg. „Með þingfararkaupinu hljóða laun hennar upp á tæplega 3,2 milljónir króna, og þegar framvirkt þingfararkaupið bætist við eru það um 4,7 milljónir króna.“ Á hæla henni koma svo þeir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar má vel við una. Hann var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Rekstur hins opinbera Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV var það oddviti Flokks fólksins sem fékk hæstu greiðslurnar. Þing er ekki komið saman en nýkjörnir þingmenn fengu engu að síður greidd laun um síðustu mánaðamót. Og það sem meira er, þingmennirnir fengu raunar tvöfalda launagreiðslu nú þegar nýtt ár gekk í garð því Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desembermánuð og framvirk fyrir janúar. „Þingfararkaup alþingismanna er rúmlega 1525 þúsund krónur.“ Í fréttinni kemur fram að tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi hafi verið kjörnir til þings í nýafstöðnum kosningum en þeir hafi ekki beðist lausnar í borginni. Því fengu þeir fullar launagreiðslur bæði frá borginni og Alþingi. Í samantektinni kemur fram að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, hafi verið launahæst borgarfulltrúanna, með 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg. „Með þingfararkaupinu hljóða laun hennar upp á tæplega 3,2 milljónir króna, og þegar framvirkt þingfararkaupið bætist við eru það um 4,7 milljónir króna.“ Á hæla henni koma svo þeir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar má vel við una. Hann var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin.
Rekstur hins opinbera Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira