„Fannst við eiga vinna leikinn” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. janúar 2025 22:02 Þorleifur var ekki sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Grindavík tapaði fyrir Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-82. Þorleifur Ólafsson þjálfari liðsins var svekktur með tapið eftir leik þar sem þær köstuðu frá sér forystu á loka mínútum leiksins. „Keflavík steig upp í restina og hitti úr góðum skotum og við vorum í erfiðleika með að skora og búa okkur til færi. Þannig þetta er svekkjandi.” Grindavík er á botni deildarinnar með þrjá sigra og mættu í dag Keflavíkur liði sem er á hinum enda töflunnar. Það hlýtur þá að vera ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leik sem var svona jafn. „Mér fannst við eiga vinna leikinn en það bara tókst ekki. Við spiluðum bara virkilega vel í svona 38 mínútur. Þetta er bara leikur af ‘rönnum’, þær voru bara svolítið sterkar á svellinu og við ekki. Við erum komin með frekar nýtt lið í hendurnar og erum enn að slípa okkur saman. Framhaldið lítur bara vel út og ég er bara mjög bjartsýnn.” Daisha Bradford átti stórleik fyrir Grindavík þar sem hún setti 34 stig og var með 16 fráköst. Þorleifur er ánægður með hana þrátt fyrir að sumt má enn fara betur. Daisha Bradford í harðri baráttu við leikmenn Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er ánægður með hana en Anna Ingunn má ekki taka skotið og hún var að dekka hana í restina, hún fékk tvö galopin skot. Þannig við getum sagt að hún vann næstum því leikinn en tapaði honum næstum því líka. Sóknarlega og sem karakter er hún frábær en þetta er liðs íþrótt og við þurfum að standa okkur báðum megin á vellinum. Það er geggjað að fá loksins leikmann sem er til í að spila og vera með okkur og ekki vera með eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún er klár, hún á eftir að verða betri og slípa sig betur inn í liðið. Við verðum bara stórhættulegar þegar úrslitakeppnin byrjar.” Þrátt fyrir að Grindavík sé á botni deildarinnar þá telur Þorleifur að þær eiga enn möguleika að komast í úrslitakeppnina. „Í upphafi tímabils þá ætluðum við að vinna þetta allt saman, það hefur ekki gengið upp. Það er sem betur fer nóg eftir og við getum rifið okkur upp. Við getum samt ekki verið að tapa svona leikjum ef við ætlum ofar, við þurfum að vinna til að fara ofar og það er planið.” Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Keflavík steig upp í restina og hitti úr góðum skotum og við vorum í erfiðleika með að skora og búa okkur til færi. Þannig þetta er svekkjandi.” Grindavík er á botni deildarinnar með þrjá sigra og mættu í dag Keflavíkur liði sem er á hinum enda töflunnar. Það hlýtur þá að vera ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leik sem var svona jafn. „Mér fannst við eiga vinna leikinn en það bara tókst ekki. Við spiluðum bara virkilega vel í svona 38 mínútur. Þetta er bara leikur af ‘rönnum’, þær voru bara svolítið sterkar á svellinu og við ekki. Við erum komin með frekar nýtt lið í hendurnar og erum enn að slípa okkur saman. Framhaldið lítur bara vel út og ég er bara mjög bjartsýnn.” Daisha Bradford átti stórleik fyrir Grindavík þar sem hún setti 34 stig og var með 16 fráköst. Þorleifur er ánægður með hana þrátt fyrir að sumt má enn fara betur. Daisha Bradford í harðri baráttu við leikmenn Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er ánægður með hana en Anna Ingunn má ekki taka skotið og hún var að dekka hana í restina, hún fékk tvö galopin skot. Þannig við getum sagt að hún vann næstum því leikinn en tapaði honum næstum því líka. Sóknarlega og sem karakter er hún frábær en þetta er liðs íþrótt og við þurfum að standa okkur báðum megin á vellinum. Það er geggjað að fá loksins leikmann sem er til í að spila og vera með okkur og ekki vera með eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún er klár, hún á eftir að verða betri og slípa sig betur inn í liðið. Við verðum bara stórhættulegar þegar úrslitakeppnin byrjar.” Þrátt fyrir að Grindavík sé á botni deildarinnar þá telur Þorleifur að þær eiga enn möguleika að komast í úrslitakeppnina. „Í upphafi tímabils þá ætluðum við að vinna þetta allt saman, það hefur ekki gengið upp. Það er sem betur fer nóg eftir og við getum rifið okkur upp. Við getum samt ekki verið að tapa svona leikjum ef við ætlum ofar, við þurfum að vinna til að fara ofar og það er planið.”
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum