Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.
Þar segir einnig að lögregla hafi verið kölluð til vegna umferðarslyss þar sem ekið var á gangandi vegfaranda. Viðkomandi var með meðvitund og andaði eðlilega þegar lögreglu bar að en ekki er vitað um ástand hans að öðru leyti.
Lögregla var fjórum sinnum kölluð til vegna þjófnaðar í verslunum en í öllum tilvikum voru málin leyst á vettvangi. Þá var tilkynnt að rúða hefði verið brotin á heimili í borginni og er það mál í rannsókn.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars vegna óheimilar ljósanotkunar og notkunar símtækja án handfrjáls búnaðar.