Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 15. janúar 2025 20:46 Arnar Gunnlaugsson er þriðji Skagamaðurinn sem stýrir íslenska karlalandsliðinu á eftir Guðjóni Þórðarsyni og Ríkharði Jónssyni. vísir/anton Arnar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann hefur þjálfað Víking frá haustinu 2018. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sjá meira