Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar 15. janúar 2025 13:30 Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar