Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 14:49 Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis. Dómurinn hefur nú verið birtur og hann má lesa hér. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfir Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. Landeigendur höfðuðu málið Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf. Leyfi áður fellt úr gildi Leyfið sem Orkustofnun gaf út í fyrra var ekki fyrsta leyfið sem Landsvirkjun fær fyrir Hvammsvirkjun. Orkustofnun gaf út slíkt leyfi árið 2022 en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að það bryti í bága við lög um stjórn vatnamála. Landsvirkjun hlaut síðar undanþágu Umhverfisstofnunar á reglum um breytingar á vatnshlotum og Orkustofnun tók umsókn um virkjunarleyfi til meðferðar á ný. Ellefu landeigendur við Þjórsá höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu og Landsvirkjun til þess að koma í veg fyrir leyfisveitingu. Orkustofnun gaf eins og áður segir út virkjanaleyfi í september í fyrra. Þá bættu landeigendur kröfu um ógildingu þess við kröfugerð sína í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis. Dómurinn hefur nú verið birtur og hann má lesa hér. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfir Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. Landeigendur höfðuðu málið Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf. Leyfi áður fellt úr gildi Leyfið sem Orkustofnun gaf út í fyrra var ekki fyrsta leyfið sem Landsvirkjun fær fyrir Hvammsvirkjun. Orkustofnun gaf út slíkt leyfi árið 2022 en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að það bryti í bága við lög um stjórn vatnamála. Landsvirkjun hlaut síðar undanþágu Umhverfisstofnunar á reglum um breytingar á vatnshlotum og Orkustofnun tók umsókn um virkjunarleyfi til meðferðar á ný. Ellefu landeigendur við Þjórsá höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu og Landsvirkjun til þess að koma í veg fyrir leyfisveitingu. Orkustofnun gaf eins og áður segir út virkjanaleyfi í september í fyrra. Þá bættu landeigendur kröfu um ógildingu þess við kröfugerð sína í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56