Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar 15. janúar 2025 15:30 Leikskólakerfið á Íslandi er ein af mikilvægum stoðum samfélagsins, þar sem markmiðið er að börn fái öruggt umhverfi til að þroskast og læra með leikinn sem námsleið. Á sama tíma stendur menntakerfið frammi fyrir áskorunum sem krefjast dýpri umræðu. Kjarasamningar hjá Kennarasambandi Íslands eru í hnút og yfirvofandi verkföll á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastigi undirstrika hversu mikilvægt það er að taka umræðu um gildi menntunar í íslensku samfélagi. Verkfallsváin sýnir hversu mikil spenna er í kerfinu og hversu brýnt er að viðurkenna störf kennara á öllum skólastigum. Það sem vekur sérstaka athygli í þessari stöðu er að nokkrir sveitarstjórnarmenn sem nú sitja við samningaborðið og eiga erfitt með að mæta kröfum kennara um betri starfsskilyrði, eru frumkvöðlar í því að leita til stórfyrirtækja um að byggja og reka leikskóla. Þetta sjálfskapaða tvöfalda hlutverk vekur spurningar um forgangsröðun og hvernig samfélagsleg ábyrgð er skilgreind. Kjarabarátta og samfélagsleg ábyrgð Kjarabarátta Kennarasambands Íslands snýst ekki aðeins um laun. Hún snýst um virðingu fyrir störfum kennara, bættum starfsskilyrðum og gæðum í menntakerfinu. Þegar sveitarstjórnarmenn sitja við samningaborðið í þessari baráttu, með ábyrgð á að tryggja sjálfbært kerfi fyrir alla, vekur það áleitnar spurningar að þeir leiti um leið til einkaaðila til að leysa leikskólavandann. Hvernig getur sami hópurinn, sem á í erfiðleikum með að fjármagna bætt starfsskilyrði kennara, réttlætt að stórfyrirtæki án tengsla við menntun séu kölluð til að reka leikskóla með skattfé almennings? Hagræðing og hagnaður: Hver nýtur góðs? Þegar stórfyrirtæki taka þátt í rekstri leikskóla, er markmið þeirra sjaldnast samfélagslegt – það er fjárhagslegt. Þótt þau kynni verkefnin sem „samfélagslega ábyrg“ og „win-win“ fyrir alla aðila, liggur í augum uppi að fyrirtæki starfa til að skila hagnaði. Þetta vekur áleitnar spurningar um hverjir raunverulega njóta góðs af slíkri nálgun og hverjir gætu orðið útundan. Tökum dæmi: Fyrirtæki með 400 starfsmenn og 210 þeirra eiga samanlagt 240 börn á leikskólaaldri, gerir samning við sveitarfélag um rekstur leikskóla með 200 plássum. Af þessum plássum eru 100 tryggð fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins. Strax vakna spurningar: Hver fær forgang? Eru plássin fyrst og fremst fyrir börn stjórnenda eða sérfræðinga? Eða er þeim ætlað að styðja við lægst launuðu starfsmennina, svo sem þá sem sinna ræstingu eða öðrum þjónustustörfum? Hverjir verða skildir eftir? Ef láglaunastörfin eru boðin út og þeir sem sinna þeim eru ekki beinir starfsmenn fyrirtækisins, hvaða rétt hafa þeir á plássum í þessum leikskólum? Hvernig tryggjum við jafnvægi og réttlæti? Í þessu fyrirkomulagi er hætta á að óvissa skapist um aðgengi, þar sem sumir njóta góðs af sértækum samningum en aðrir ekki. Þetta sýnir hvernig fyrirkomulag sem byggir á hagræðingu og hagnaði getur auðveldlega skapað ójafnvægi. Það er ekki aðeins óljóst hvernig aðgangur er tryggður fyrir alla, heldur er einnig hætta á að gæði þjónustunnar verði sett í annað sæti þegar hagkvæmni er í fyrirrúmi. Samfélagsheildin þarf að vera í forgrunni Leikskólakerfið er ekki vettvangur fyrir hagræðingu og arðsemi. Það er vettvangur þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á að tryggja jafnan aðgang, gæði og réttindi barna. Þess vegna er nauðsynlegt að: Styrkja sveitarfélögin: Þau eiga að geta sinnt ábyrgð sinni á rekstri leikskóla án þess að þurfa að leita til fyrirtækja sem setja hagnað í forgang. Tryggja jafnan aðgang: Skýr lög og reglur þurfa að tryggja að enginn verði útundan þegar einkaaðilar taka þátt í rekstri leikskóla. Varðveita gæðin: Leikskólar eiga að byggjast á faglegri forystu og samfélagslegum gildum, ekki fjárhagslegum markmiðum fyrirtækja. Þegar stórfyrirtæki stíga inn á vettvang leikskólakerfisins, sem á að þjóna samfélagsheildinni, er hætt við að markmið þeirra rekstrar stangist á við samfélagsgildi. Skattfé almennings fer í fjármögnun þessa reksturs, en hvernig er tryggt að hann þjóni öllum börnum jafnt? Með þessu fyrirkomulagi er hætta á að leikskólakerfið verði vettvangur sértækra lausna sem gagnast aðeins ákveðnum hópum á meðan aðrir eru skildir eftir. Spurningin er ekki hvort leikskólarekstur eigi að vera í höndum hvaða aðila sem er. Hún snýst um það hvernig við tryggjum að leikskólarnir okkar þjóni samfélagsheildinni – ekki aðeins ákveðnum hópum eða fyrirtækjum sem sjá tækifæri til að hámarka hagnað. Þeir sem móta þessar ákvarðanir verða að leggja áherslu á samfélagsleg gildi fram yfir hagkvæmni og fjárhagslegan ávinning. Það á ekki að snúast um hvort þetta sé „win-win“ fyrir einhverja aðila, heldur hvernig þetta verður raunverulegur sigur fyrir samfélagið í heild. Kjarabarátta Kennarasambands Íslands dregur enn frekar fram nauðsyn þess að setja réttlæti og gæði í forgrunn við mótun framtíðar leikskólakerfisins. Vanfjármögnun og áhersla á skammtímalausnir hafa þegar skapað óstöðugleika í kerfi sem er ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessi barátta er áminning um að áherslan þarf að vera á langtímagildi menntunar – ekki á skammtímahagsmuni vinnumarkaðarins eða hagkvæmni fyrirtækja. Að lokum Þegar sveitarstjórnarmenn, sem bera ábyrgð á kjarasamningum kennara og framtíð leikskólakerfisins, leita til stórfyrirtækja um rekstur leikskóla, er brýnt að spyrja hvort samfélagsgildin séu í raun í forgrunni. Við verðum að tryggja að leikskólarnir haldi áfram að vera staðir þar sem leikur, lærdómur og félagslegur þroski fá að njóta sín – ekki vettvangur fyrir hagnað og ójafnvægi. Þetta er ekki bara spurning um það sem gerist í dag; þetta snýst um hvernig við viljum móta framtíðina okkar. Höfundur er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Leikskólakerfið á Íslandi er ein af mikilvægum stoðum samfélagsins, þar sem markmiðið er að börn fái öruggt umhverfi til að þroskast og læra með leikinn sem námsleið. Á sama tíma stendur menntakerfið frammi fyrir áskorunum sem krefjast dýpri umræðu. Kjarasamningar hjá Kennarasambandi Íslands eru í hnút og yfirvofandi verkföll á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastigi undirstrika hversu mikilvægt það er að taka umræðu um gildi menntunar í íslensku samfélagi. Verkfallsváin sýnir hversu mikil spenna er í kerfinu og hversu brýnt er að viðurkenna störf kennara á öllum skólastigum. Það sem vekur sérstaka athygli í þessari stöðu er að nokkrir sveitarstjórnarmenn sem nú sitja við samningaborðið og eiga erfitt með að mæta kröfum kennara um betri starfsskilyrði, eru frumkvöðlar í því að leita til stórfyrirtækja um að byggja og reka leikskóla. Þetta sjálfskapaða tvöfalda hlutverk vekur spurningar um forgangsröðun og hvernig samfélagsleg ábyrgð er skilgreind. Kjarabarátta og samfélagsleg ábyrgð Kjarabarátta Kennarasambands Íslands snýst ekki aðeins um laun. Hún snýst um virðingu fyrir störfum kennara, bættum starfsskilyrðum og gæðum í menntakerfinu. Þegar sveitarstjórnarmenn sitja við samningaborðið í þessari baráttu, með ábyrgð á að tryggja sjálfbært kerfi fyrir alla, vekur það áleitnar spurningar að þeir leiti um leið til einkaaðila til að leysa leikskólavandann. Hvernig getur sami hópurinn, sem á í erfiðleikum með að fjármagna bætt starfsskilyrði kennara, réttlætt að stórfyrirtæki án tengsla við menntun séu kölluð til að reka leikskóla með skattfé almennings? Hagræðing og hagnaður: Hver nýtur góðs? Þegar stórfyrirtæki taka þátt í rekstri leikskóla, er markmið þeirra sjaldnast samfélagslegt – það er fjárhagslegt. Þótt þau kynni verkefnin sem „samfélagslega ábyrg“ og „win-win“ fyrir alla aðila, liggur í augum uppi að fyrirtæki starfa til að skila hagnaði. Þetta vekur áleitnar spurningar um hverjir raunverulega njóta góðs af slíkri nálgun og hverjir gætu orðið útundan. Tökum dæmi: Fyrirtæki með 400 starfsmenn og 210 þeirra eiga samanlagt 240 börn á leikskólaaldri, gerir samning við sveitarfélag um rekstur leikskóla með 200 plássum. Af þessum plássum eru 100 tryggð fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins. Strax vakna spurningar: Hver fær forgang? Eru plássin fyrst og fremst fyrir börn stjórnenda eða sérfræðinga? Eða er þeim ætlað að styðja við lægst launuðu starfsmennina, svo sem þá sem sinna ræstingu eða öðrum þjónustustörfum? Hverjir verða skildir eftir? Ef láglaunastörfin eru boðin út og þeir sem sinna þeim eru ekki beinir starfsmenn fyrirtækisins, hvaða rétt hafa þeir á plássum í þessum leikskólum? Hvernig tryggjum við jafnvægi og réttlæti? Í þessu fyrirkomulagi er hætta á að óvissa skapist um aðgengi, þar sem sumir njóta góðs af sértækum samningum en aðrir ekki. Þetta sýnir hvernig fyrirkomulag sem byggir á hagræðingu og hagnaði getur auðveldlega skapað ójafnvægi. Það er ekki aðeins óljóst hvernig aðgangur er tryggður fyrir alla, heldur er einnig hætta á að gæði þjónustunnar verði sett í annað sæti þegar hagkvæmni er í fyrirrúmi. Samfélagsheildin þarf að vera í forgrunni Leikskólakerfið er ekki vettvangur fyrir hagræðingu og arðsemi. Það er vettvangur þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á að tryggja jafnan aðgang, gæði og réttindi barna. Þess vegna er nauðsynlegt að: Styrkja sveitarfélögin: Þau eiga að geta sinnt ábyrgð sinni á rekstri leikskóla án þess að þurfa að leita til fyrirtækja sem setja hagnað í forgang. Tryggja jafnan aðgang: Skýr lög og reglur þurfa að tryggja að enginn verði útundan þegar einkaaðilar taka þátt í rekstri leikskóla. Varðveita gæðin: Leikskólar eiga að byggjast á faglegri forystu og samfélagslegum gildum, ekki fjárhagslegum markmiðum fyrirtækja. Þegar stórfyrirtæki stíga inn á vettvang leikskólakerfisins, sem á að þjóna samfélagsheildinni, er hætt við að markmið þeirra rekstrar stangist á við samfélagsgildi. Skattfé almennings fer í fjármögnun þessa reksturs, en hvernig er tryggt að hann þjóni öllum börnum jafnt? Með þessu fyrirkomulagi er hætta á að leikskólakerfið verði vettvangur sértækra lausna sem gagnast aðeins ákveðnum hópum á meðan aðrir eru skildir eftir. Spurningin er ekki hvort leikskólarekstur eigi að vera í höndum hvaða aðila sem er. Hún snýst um það hvernig við tryggjum að leikskólarnir okkar þjóni samfélagsheildinni – ekki aðeins ákveðnum hópum eða fyrirtækjum sem sjá tækifæri til að hámarka hagnað. Þeir sem móta þessar ákvarðanir verða að leggja áherslu á samfélagsleg gildi fram yfir hagkvæmni og fjárhagslegan ávinning. Það á ekki að snúast um hvort þetta sé „win-win“ fyrir einhverja aðila, heldur hvernig þetta verður raunverulegur sigur fyrir samfélagið í heild. Kjarabarátta Kennarasambands Íslands dregur enn frekar fram nauðsyn þess að setja réttlæti og gæði í forgrunn við mótun framtíðar leikskólakerfisins. Vanfjármögnun og áhersla á skammtímalausnir hafa þegar skapað óstöðugleika í kerfi sem er ein af grunnstoðum samfélagsins. Þessi barátta er áminning um að áherslan þarf að vera á langtímagildi menntunar – ekki á skammtímahagsmuni vinnumarkaðarins eða hagkvæmni fyrirtækja. Að lokum Þegar sveitarstjórnarmenn, sem bera ábyrgð á kjarasamningum kennara og framtíð leikskólakerfisins, leita til stórfyrirtækja um rekstur leikskóla, er brýnt að spyrja hvort samfélagsgildin séu í raun í forgrunni. Við verðum að tryggja að leikskólarnir haldi áfram að vera staðir þar sem leikur, lærdómur og félagslegur þroski fá að njóta sín – ekki vettvangur fyrir hagnað og ójafnvægi. Þetta er ekki bara spurning um það sem gerist í dag; þetta snýst um hvernig við viljum móta framtíðina okkar. Höfundur er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun