„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 14:55 Arnar Gunnlaugsson fór yfir víðan völl á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem hann var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands. vísir/Anton Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. Arnar var spurður að því á blaðamannafundinum í dag, þar sem hann var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára hið minnsta, hvort að hann þyrfti að vanda sig betur við að anda ofan í kviðinn á hliðarlínunni í nýja starfinu: „Ég þarf að gera það. Landsliðsþjálfari þarf að hafa sterkt „presence“ á hliðarlínunni. Ég tel mig hafa það. Einn af mínum kostum sem þjálfari. Missti ég mig aðeins of mikið? Já, klárlega. En mér til varnar gerði ég mig aldrei að fífli nema kannski 1-2 sinnum í viðtölum eftir leiki. Ég var fljótur niður. Ég tel að VAR-umhverfið hjálpi mér klárlega, eins og sést í Evrópuleikjum Víkings þar sem ég fékk varla tiltal,“ sagði Arnar. „Ég hef því ekki áhyggjur af því í landsliðsumhverfinu – ætla samt ekki að lofa neinu – að skapofsi minn muni verða til þess að ég geri mig að fífli fyrir hönd þjóðarinnar. Þetta er hluti af mér sem persónu, að hafa smá skap, en þetta er klárlega þáttur sem mig langar að bæta. Ég get þó ekki lofað því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar langar að bæta skapið Arnar fór yfir víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Hann lofaði meðal annars að halda í þá hefð sem skapaðist á gullaldarskeiðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerbäck, um að mæta á Ölver fyrir heimaleiki Íslands, tilkynna þar byrjunarliðið og ræða við stuðningsmenn. Eins og fyrr segir gildir samningur hans við KSÍ til ársins 2028 en þá fer EM fram í Bretlandi og Írlandi, og ljóst að Arnar stefnir þangað. Hann stefnir raunar fyrst á HM 2026 í Ameríku og segir möguleika Íslands klárlega til staðar í undankeppninni næsta haust. Fyrst á dagskrá eru þó leikirnir tveir við Kósovó í mars, í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Vonast eftir því að vera hérna mjög lengi“ Arnar, sem er 51 árs gamall, segist helst vilja vera landsliðsþjálfari mjög lengi: „Já, vonandi. Ég geri mér grein fyrir því að það eru allir spenntir núna en að það er fljótt að fara ef að úrslitin ganga ekki eftir. En vonandi verð ég hérna lengi. Þetta er draumastarf fyrir alla þjálfara. Ég hafði vonast eftir því, í hinum fullkomna heimi, að þetta kæmi í lok ferilsins en tíminn er núna fullkominn fyrir mig og maður velur ekki hvenær maður tekur við draumastarfinu. Ég vonast eftir því að vera hérna mjög lengi,“ sagði Arnar en fundinn í dag má sjá í heild hér að neðan. Finnur fyrir góðu „væbi“ í samfélaginu „Ég er gríðarlega stoltur af þessu tækifæri. Þetta er draumastarf íslenskra þjálfara. Þú færð ekki stærra starf í þessum geira. Að sama skapi eru blendnar tilfinningar. Víkingar hafa verið mín fjölskylda síðustu sex ár og ég hef upplifað ótrúlegt samstarf og ævintýri í Víkinni. En ég er fullur sjálfstrausts og vonandi eigum við eftir að standa okkur vel. Ég finn fyrir góðu „væbi“. Það er samstaða innan stjórnar KSÍ og ég finn líka fyrir góðu „væbi“ úti í samfélaginu. En ég veit að það er fljótt að fara ef að leikurinn við Kósovó tapast 5-0. Það er bara eðli leiksins. En hingað til finnst mér eins og allir séu mjög ánægðir með þessa ráðningu, sem er mér mjög mikilvægt. Að það sé komin góð samstaða strax í byrjun. Vonandi heldur sú jákvæðni áfram,“ sagði Arnar. „Skil vel að það eru 380.000 landsliðsþjálfarar“ Arnar verður með Davíð Snorra Jónasson sem aðstoðarþjálfara og heldur sig að langmestu leyti við sama teymi og Åge Hareide forveri hans var með. Hins vegar er ljóst að Sölvi Geir Ottesen, sem er að taka við af Arnari hjá Víkingi eftir að hafa verið aðstoðarmaður hans, mun ekki sjá um föstu leikatriðin hjá landsliðinu lengur. En hver er sýn Arnars með íslenska liðið? Hann segist ekki vilja binda sig við neina stefnu í þeim efnum: „Eftir öll þessi ævintýri hjá Víkingi langar mig bara að Ísland verði gott í öllum þáttum leiksins. Að leikmenn skilji hvað þarf til að ná árangri á alþjóða vettvangi. Við erum núna með gríðarlega mikið magn af „potential“ frábærum leikmönnum, leikmönnum sem eru þegar orðnir góðir og spila í stórum deildum, svo ég hef ekki áhyggjur af að þeir skilji ekki umfang verkefnisins. Ég vil ekki skilgreina okkar landslið út frá einhverri sérstakri tegund af fótbolta. Við gerum hvað sem er til að ná í úrslit. Vonandi með góðum fótbolta, rómantískum í bland við pragmatískan, og leggjumst á eitt við að fá fólkið með okkur til baka. Ég skynja það að síðustu ár hafi verið mjög jákvæð. Ég tek við mjög góðu búi af Åge Hareide og er mjög þakklátur. Það þarf ekki mikið til þess að komast aftur á þann stað sem við vorum á fyrir nokkrum árum síðan, en það þurfa allir að standa saman. Ég skil vel að það eru 380.000 landsliðsþjálfarar, allir hafa sína skoðun og það er frábært. En um leið og hópurinn er tilkynntur þá vonast ég í minni barnslegu einlægni til þess að þá sé bara búið að ákveða hópinn og að við stöndum þá saman til að vinna þann ákveðna leik.“ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19 Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Arnar var spurður að því á blaðamannafundinum í dag, þar sem hann var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára hið minnsta, hvort að hann þyrfti að vanda sig betur við að anda ofan í kviðinn á hliðarlínunni í nýja starfinu: „Ég þarf að gera það. Landsliðsþjálfari þarf að hafa sterkt „presence“ á hliðarlínunni. Ég tel mig hafa það. Einn af mínum kostum sem þjálfari. Missti ég mig aðeins of mikið? Já, klárlega. En mér til varnar gerði ég mig aldrei að fífli nema kannski 1-2 sinnum í viðtölum eftir leiki. Ég var fljótur niður. Ég tel að VAR-umhverfið hjálpi mér klárlega, eins og sést í Evrópuleikjum Víkings þar sem ég fékk varla tiltal,“ sagði Arnar. „Ég hef því ekki áhyggjur af því í landsliðsumhverfinu – ætla samt ekki að lofa neinu – að skapofsi minn muni verða til þess að ég geri mig að fífli fyrir hönd þjóðarinnar. Þetta er hluti af mér sem persónu, að hafa smá skap, en þetta er klárlega þáttur sem mig langar að bæta. Ég get þó ekki lofað því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar langar að bæta skapið Arnar fór yfir víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Hann lofaði meðal annars að halda í þá hefð sem skapaðist á gullaldarskeiðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerbäck, um að mæta á Ölver fyrir heimaleiki Íslands, tilkynna þar byrjunarliðið og ræða við stuðningsmenn. Eins og fyrr segir gildir samningur hans við KSÍ til ársins 2028 en þá fer EM fram í Bretlandi og Írlandi, og ljóst að Arnar stefnir þangað. Hann stefnir raunar fyrst á HM 2026 í Ameríku og segir möguleika Íslands klárlega til staðar í undankeppninni næsta haust. Fyrst á dagskrá eru þó leikirnir tveir við Kósovó í mars, í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. „Vonast eftir því að vera hérna mjög lengi“ Arnar, sem er 51 árs gamall, segist helst vilja vera landsliðsþjálfari mjög lengi: „Já, vonandi. Ég geri mér grein fyrir því að það eru allir spenntir núna en að það er fljótt að fara ef að úrslitin ganga ekki eftir. En vonandi verð ég hérna lengi. Þetta er draumastarf fyrir alla þjálfara. Ég hafði vonast eftir því, í hinum fullkomna heimi, að þetta kæmi í lok ferilsins en tíminn er núna fullkominn fyrir mig og maður velur ekki hvenær maður tekur við draumastarfinu. Ég vonast eftir því að vera hérna mjög lengi,“ sagði Arnar en fundinn í dag má sjá í heild hér að neðan. Finnur fyrir góðu „væbi“ í samfélaginu „Ég er gríðarlega stoltur af þessu tækifæri. Þetta er draumastarf íslenskra þjálfara. Þú færð ekki stærra starf í þessum geira. Að sama skapi eru blendnar tilfinningar. Víkingar hafa verið mín fjölskylda síðustu sex ár og ég hef upplifað ótrúlegt samstarf og ævintýri í Víkinni. En ég er fullur sjálfstrausts og vonandi eigum við eftir að standa okkur vel. Ég finn fyrir góðu „væbi“. Það er samstaða innan stjórnar KSÍ og ég finn líka fyrir góðu „væbi“ úti í samfélaginu. En ég veit að það er fljótt að fara ef að leikurinn við Kósovó tapast 5-0. Það er bara eðli leiksins. En hingað til finnst mér eins og allir séu mjög ánægðir með þessa ráðningu, sem er mér mjög mikilvægt. Að það sé komin góð samstaða strax í byrjun. Vonandi heldur sú jákvæðni áfram,“ sagði Arnar. „Skil vel að það eru 380.000 landsliðsþjálfarar“ Arnar verður með Davíð Snorra Jónasson sem aðstoðarþjálfara og heldur sig að langmestu leyti við sama teymi og Åge Hareide forveri hans var með. Hins vegar er ljóst að Sölvi Geir Ottesen, sem er að taka við af Arnari hjá Víkingi eftir að hafa verið aðstoðarmaður hans, mun ekki sjá um föstu leikatriðin hjá landsliðinu lengur. En hver er sýn Arnars með íslenska liðið? Hann segist ekki vilja binda sig við neina stefnu í þeim efnum: „Eftir öll þessi ævintýri hjá Víkingi langar mig bara að Ísland verði gott í öllum þáttum leiksins. Að leikmenn skilji hvað þarf til að ná árangri á alþjóða vettvangi. Við erum núna með gríðarlega mikið magn af „potential“ frábærum leikmönnum, leikmönnum sem eru þegar orðnir góðir og spila í stórum deildum, svo ég hef ekki áhyggjur af að þeir skilji ekki umfang verkefnisins. Ég vil ekki skilgreina okkar landslið út frá einhverri sérstakri tegund af fótbolta. Við gerum hvað sem er til að ná í úrslit. Vonandi með góðum fótbolta, rómantískum í bland við pragmatískan, og leggjumst á eitt við að fá fólkið með okkur til baka. Ég skynja það að síðustu ár hafi verið mjög jákvæð. Ég tek við mjög góðu búi af Åge Hareide og er mjög þakklátur. Það þarf ekki mikið til þess að komast aftur á þann stað sem við vorum á fyrir nokkrum árum síðan, en það þurfa allir að standa saman. Ég skil vel að það eru 380.000 landsliðsþjálfarar, allir hafa sína skoðun og það er frábært. En um leið og hópurinn er tilkynntur þá vonast ég í minni barnslegu einlægni til þess að þá sé bara búið að ákveða hópinn og að við stöndum þá saman til að vinna þann ákveðna leik.“
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19 Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19
Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti