Fótbolti

„Hluti af mér sem per­sónu að hafa smá skap“

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Gunnlaugsson fór yfir víðan völl á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem hann var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Gunnlaugsson fór yfir víðan völl á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem hann var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands. vísir/Anton

Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur.

Arnar var spurður að því á blaðamannafundinum í dag, þar sem hann var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára hið minnsta, hvort að hann þyrfti að vanda sig betur við að anda ofan í kviðinn á hliðarlínunni í nýja starfinu:

„Ég þarf að gera það. Landsliðsþjálfari þarf að hafa sterkt „presence“ á hliðarlínunni. Ég tel mig hafa það. Einn af mínum kostum sem þjálfari. Missti ég mig aðeins of mikið? Já, klárlega. En mér til varnar gerði ég mig aldrei að fífli nema kannski 1-2 sinnum í viðtölum eftir leiki. Ég var fljótur niður. Ég tel að VAR-umhverfið hjálpi mér klárlega, eins og sést í Evrópuleikjum Víkings þar sem ég fékk varla tiltal,“ sagði Arnar.

„Ég hef því ekki áhyggjur af því í landsliðsumhverfinu – ætla samt ekki að lofa neinu – að skapofsi minn muni verða til þess að ég geri mig að fífli fyrir hönd þjóðarinnar. Þetta er hluti af mér sem persónu, að hafa smá skap, en þetta er klárlega þáttur sem mig langar að bæta. Ég get þó ekki lofað því,“ sagði Arnar.

Klippa: Arnar langar að bæta skapið

Greinin er í vinnslu...


Tengdar fréttir

Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×