Hagnaðurinn dregst saman Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 16:25 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára. Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira