„Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. janúar 2025 21:38 Jakob Örn fer yfir málin. Vísir/Anton Brink KR lagði Þór í miklum spennuleik í Bónus-deild karla í kvöld en fyrir leikinn voru liðin í 6. og 7. sæti en eru nú jöfn að stigum og KR með yfirhöndina innbyrðis eftir að hafa unnið bæði einvígi liðanna. Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, var virkilega sáttur í leikslok og hrósaði liðsheildinni þar sem fjölmargir leikmenn voru að leggja í púkkið. „Bara geggjaður leikur, geggjaður körfuboltaleikur. Mikið fram og til baka. Ég er bara mjög ánægður með hvernig við stigum upp í lokin og í seinni hálfleik. Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur. Þetta var ekki einhver einn eða tveir. Allir sem voru inn á voru að skila einhverju framlagi. Þannig að bara geggjaður sigur.“ KR endaði fyrstu tvo leikhlutuna á flautukörfum. Litlu hlutirnir virtust vera að detta með liðinu en í seinni hálfleik fór allt á fullt sóknarlega. „Mér fannst við varnarlega vera svolítið á hælunum í fyrri hálfleik ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég var ekki nógu sáttur við að við vorum eftir á í öllum þeirra aðgerðum. Við vorum að bregðast við og þeir voru að komast framhjá okkur og gátu svolítið valið sendingar og skot. Ég var ekki nógu sáttur við það en í seinni hálfleik var þetta allt annað varnarlega.“ „Við gerðum rosalega vel á Tomsick og bara vorum miklu virkari. Vorum meira líkamlegir, þeir voru ekki að fá þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá í fyrri hálfleik og ég var bara mjög ánægður með það. Það er lykillinn, þannig fengum við þennan hraða leik sem við viljum spila. Náðum góðum varnarstoppum, náðum boltanum og keyrðum í bakið á þeim.“ Hraður leikur er það sem Jakob leggur upp með en hann var ekkert endilega viss um að Þórsarar hefðu verið ósáttir með þennan mikla hraða, en leikurinn var á köflum eins og borðtennisleikur fram og til baka. „Ég er ekkert viss um það, ég held að þeir séu líka alveg sáttir við að hlaupa upp og niður. En klárlega er þetta eitthvað sem mér finnst við þrífast í. Sóknarlega erum við frábærir, liðið er svolítið sett saman með það í huga að spila hratt. Við erum með leikmenn sem líður vel á opnum velli, keyra upp með boltann og skapa þannig. Hentar okkur rosa vel að spila svona leik.“ Má ekki færa þennan sigur til bókar sem algjöran lykilsigur, í jafnri deild gegn liðinu sem var í næsta sæti fyrir ofan KR? „Alveg klárlega, alveg klárlega. Hver umferð í þessari deild býður uppá rosalega mikilvæga leiki. Annað hvort ferðu upp um tvö þrjú sæti eða dettur bara niður um fimm. Þetta er það jafnt. Auðvitað er þetta risa sigur fyrir okkur, bæði að jafna þá og eigum innbyrðis á þá. En það eru fleiri svona leikir að koma núna, við eigum Álftanes, við eigum Keflavík svo það er mjög mikilvægt að við höldum rétt á spöðunum núna og höldum fókus.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira