Handbolti

Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Einar Örn skýrir fyrir fréttamanni TV2, sem bar þó enga ábyrgð á fréttinni, að þeir dönsku hafi ruglast á honum og nafna hans.
Einar Örn skýrir fyrir fréttamanni TV2, sem bar þó enga ábyrgð á fréttinni, að þeir dönsku hafi ruglast á honum og nafna hans. Vísir/Vilhelm

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, þurfti að leiðrétta fréttir danska miðilsins TV2 þegar honum voru eignuð orð sem hann lét aldrei falla.

TV2 birti frétt á miðlum sínum í gær þess efnis að Einar Örn hefði gagnrýnt landsliðsfyrirliða Íslands, Elliða Snæ Viðarsson, vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Íslands við Grænhöfðaeyjar á HM í Zagreb.

Danski miðillinn vísaði þar í frétt Vísis en hafði ruglað saman mönnum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, lét ummælin falla í Besta sætinu er leikurinn var gerður upp en þeir dönsku héldu að um fyrrum landsliðsmanninn og starfsmann RÚV væri að ræða.

Fréttin uppgötvaðist þegar blaðamenn voru saman komnir á hóteli íslenska karlalandsliðsins hér í Zagreb í gær en þar voru starfsmenn TV2 einnig að störfum. Einar Örn gat því leiðrétt misskilninginn við fréttamann danska miðilsins.

Fjallað var um málið í þættinum HM í dag sem má sjá í spilaranum. Þar má sjá þegar Einari Erni bárust tíðindin af fréttinni og þegar hann ræðir málið við starfsmann TV2.

Einar Jónsson gagnrýndi landsliðsfyrirliðann Elliða í Besta sætinu eftir leik Íslands og Grænhöfðaeyja en nafna hans Einari Erni Jónssyni, voru eignuð orð Framarans.Vísir/Anton Brink


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×