Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 19:44 Donald Trump segir miklar líkur á því að eigendum Tiktok verði gefinn 90 daga frestur til að selja fyrirtækið. Getty Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir. Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lögin síðasta vor, en á þeim tíma nutu þau mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af Tiktok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Donald Trump studdi það að banna Tiktok í Bandaríkjunum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að lögin sem samþykkt voru síðasta vor væru lögleg, og bannið muni því taka gildi á morgun sunnudag. Biden hefur sagst ekkert ætla aðhafast í málinu og ákvörðunin verði því á höndum Trump. Í viðtali við CNN í gær sagði hann að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. „Mjög líklegt“ að veittur verði 90 daga frestur Í viðtali við NBC í dag sagði Trump verulegar líkur á því að gildistöku laganna verði frestað um að minnsta kosti 90 daga. Hann hafi eftir sem áður ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Eigendur Tiktok hefðu þá 90 daga til viðbótar til að selja miðilinn til eigenda utan Kína, ellegar sæta banni. „Það er klárlega valkostur sem við horfum til. Níutíu daga framlengingin er eitthvað sem verður að öllum líkindum niðurstaðan, hún er viðeigandi. Þú veist, hún er viðeigandi. Við þurfum að horfa á þetta varlega, þetta er mjög stórt ástand,“ sagði Trump. „Ef þetta verður ákvörðunin mun ég tilkynna um hana á mánudaginn.“ Óvíst hvað gerist á morgun Þrátt fyrir að Biden og ríkisstjórn hans hafi ítrekað lýst því yfir að þau muni ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hafa eigendur Tiktok ekki viljað treysta því að lögunum verði ekki framfylgt. Í yfirlýsingu frá teymi Tiktok var sagt að ríkisstjórninni hefði mistekist að útskýra það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum, sem taka gildi á morgun. Þess vegna séu þau tilneydd til að loka fyrir Tiktok í Bandaríkjunum strax á morgun. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna eru með Tiktok í sínum tækjum. Statement on Possible ShutdownThe statements issued today by both the Biden White House and the Department of Justice have failed to provide the necessary clarity and assurance to the service providers that are integral to maintaining TikTok's availability to over 170 million…— TikTok Policy (@TikTokPolicy) January 18, 2025 Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Kína Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lögin síðasta vor, en á þeim tíma nutu þau mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af Tiktok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Donald Trump studdi það að banna Tiktok í Bandaríkjunum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að lögin sem samþykkt voru síðasta vor væru lögleg, og bannið muni því taka gildi á morgun sunnudag. Biden hefur sagst ekkert ætla aðhafast í málinu og ákvörðunin verði því á höndum Trump. Í viðtali við CNN í gær sagði hann að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. „Mjög líklegt“ að veittur verði 90 daga frestur Í viðtali við NBC í dag sagði Trump verulegar líkur á því að gildistöku laganna verði frestað um að minnsta kosti 90 daga. Hann hafi eftir sem áður ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Eigendur Tiktok hefðu þá 90 daga til viðbótar til að selja miðilinn til eigenda utan Kína, ellegar sæta banni. „Það er klárlega valkostur sem við horfum til. Níutíu daga framlengingin er eitthvað sem verður að öllum líkindum niðurstaðan, hún er viðeigandi. Þú veist, hún er viðeigandi. Við þurfum að horfa á þetta varlega, þetta er mjög stórt ástand,“ sagði Trump. „Ef þetta verður ákvörðunin mun ég tilkynna um hana á mánudaginn.“ Óvíst hvað gerist á morgun Þrátt fyrir að Biden og ríkisstjórn hans hafi ítrekað lýst því yfir að þau muni ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hafa eigendur Tiktok ekki viljað treysta því að lögunum verði ekki framfylgt. Í yfirlýsingu frá teymi Tiktok var sagt að ríkisstjórninni hefði mistekist að útskýra það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum, sem taka gildi á morgun. Þess vegna séu þau tilneydd til að loka fyrir Tiktok í Bandaríkjunum strax á morgun. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna eru með Tiktok í sínum tækjum. Statement on Possible ShutdownThe statements issued today by both the Biden White House and the Department of Justice have failed to provide the necessary clarity and assurance to the service providers that are integral to maintaining TikTok's availability to over 170 million…— TikTok Policy (@TikTokPolicy) January 18, 2025
Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Kína Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira