Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 19. janúar 2025 11:03 Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum. Í þeim málaflokki ætlar ,,Valkyrjustjórnin“ að ná markmiðum sínum með...,,því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum....Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati“ (Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, 2024). Þetta eru stór orð. Á sama tíma (núna) er hins vegar allt botnfrosið í viðræðum Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga. Og hver er ástæðan? Jú, ,,hið opinbera“ vill ekki efna loforð sem það gaf menntunarstéttum þessa lands árið 2016 og kvað á um jöfnun launa á milli markaða, þ.e.a.s. að opinberir starfsmenn sem vinna við menntunarstörf (og eru sérfræðingar á sínu sviði) fái sömu launakjör og sérfræðingar á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnmálamenn eru mjög góðir í því að gefa loforð, en því miður eru þeir alveg jafngóðir (jafnvel betri) í að svíkja þau. Hér virðist það vera raunin og framhaldsskólakennarar eru nú búnir að vera samningslausir frá því síðasta vor. Og eru fúlir, það er bara þannig. Enda finnst fólki ekkert gaman að fá loforð, sem ekki eru efnd. Eiga kennarar svo bara að hefja ,,sókn í menntamálum“? Hvers konar ,,taktík“ er það eiginlega? Eiga allir að mæta brosandi í vinnuna og ekkert gerist í kjaramálum? Er þetta stuðningurinn til að ,,efla menntun og nýsköpun“? Er svona farið að því? Ó, nei. Í raun má segja að kjaramál kennara (og þeirra einfalda beiðni um að orð skuli standa) sé fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar hún að falla á því prófi? Vonandi ekki. Það væri að minnsta kosti mun skemmtilegra að geta gefið stjórninni hreina tíu fyrir vel unnið verk(efni), þ.e.a.s. að semja við kennara og uppfylla gefin loforð. Eigum við ekki að stefna á það Kristrún, Inga og Þorgerður (fyrrum menntamálaráðherra)? Koma svo...! Höfundur er framhaldsskólakennari og annar trúnaðarmanna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum. Í þeim málaflokki ætlar ,,Valkyrjustjórnin“ að ná markmiðum sínum með...,,því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum....Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati“ (Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, 2024). Þetta eru stór orð. Á sama tíma (núna) er hins vegar allt botnfrosið í viðræðum Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga. Og hver er ástæðan? Jú, ,,hið opinbera“ vill ekki efna loforð sem það gaf menntunarstéttum þessa lands árið 2016 og kvað á um jöfnun launa á milli markaða, þ.e.a.s. að opinberir starfsmenn sem vinna við menntunarstörf (og eru sérfræðingar á sínu sviði) fái sömu launakjör og sérfræðingar á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnmálamenn eru mjög góðir í því að gefa loforð, en því miður eru þeir alveg jafngóðir (jafnvel betri) í að svíkja þau. Hér virðist það vera raunin og framhaldsskólakennarar eru nú búnir að vera samningslausir frá því síðasta vor. Og eru fúlir, það er bara þannig. Enda finnst fólki ekkert gaman að fá loforð, sem ekki eru efnd. Eiga kennarar svo bara að hefja ,,sókn í menntamálum“? Hvers konar ,,taktík“ er það eiginlega? Eiga allir að mæta brosandi í vinnuna og ekkert gerist í kjaramálum? Er þetta stuðningurinn til að ,,efla menntun og nýsköpun“? Er svona farið að því? Ó, nei. Í raun má segja að kjaramál kennara (og þeirra einfalda beiðni um að orð skuli standa) sé fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar hún að falla á því prófi? Vonandi ekki. Það væri að minnsta kosti mun skemmtilegra að geta gefið stjórninni hreina tíu fyrir vel unnið verk(efni), þ.e.a.s. að semja við kennara og uppfylla gefin loforð. Eigum við ekki að stefna á það Kristrún, Inga og Þorgerður (fyrrum menntamálaráðherra)? Koma svo...! Höfundur er framhaldsskólakennari og annar trúnaðarmanna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun