Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg, Margrét Edda Gnarr og Hannes Daði Haraldsson skrifa 20. janúar 2025 11:02 Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”. Lokanir vegna manneklu hafa verið algengar á Múlaborg frá upphafi skólaársins haustið 2024, þ.e. eftir að sumarlokun ’24 lauk. Til að byrja með voru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita af lokun með skilaboðum og/eða símtali sama morgun. Fljótlega varð ljóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða og hafa lokanir því verið ákveðnar fram í tímann til þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika á starfseminni. Á þessu um hálfa ári hafa lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins. Tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir kl.12.00 á hádegi. Það vakti því undrun stjórnarinnar þegar það birtist frétt þess efnis að stækka ætti leikskólann Múlaborg og fjölga þar plássum um 48-120. Í dag eru alls 128 börn í skólanum og er því um að ræða allt að tvöföldun á fjölda barna. Vissulega þarf að horfa til framtíðar og útbúa fleiri pláss fyrir stækkandi þjóð en nauðsynlegt er að horfa á þá stöðu sem uppi er og hefur viðgengist lengur en þetta hálfa ár sem talið er til.Ekki hefur tekist að manna leikskólann fyrir það skólastarf sem á að vera starfrækt í dag, hvernig á þá að finna kennara fyrir þessa stækkun, þessi börn 48-120 til viðbótar við þau 128 sem vantar fleiri kennara nú þegar? Í 21 skipti hafa foreldrar/forsjáraðilar þurft að gera ráðstafanir fyrir barnið því það getur ekki verið á leikskólanum vegna manneklu - starfsdagar og aðrar lokanir sem tilheyra venjulegu leikskólastarfi eru ekki inn í þessari tölu. Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða. Múlaborg er leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar eru því börn sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir breytingu á rútínu og þurfa að fá sína sérkennslu. Að halda uppi faglegu starfi í þessum aðstæðum fylgir mikið álag. Skv. frétt Vísis frá 8. okt 2024 voru 140 pláss ónýtt vegna manneklu. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það kostar að uppræta vandamálið en eins og staðan er nú þá er álaginu og kostnaðinum velt yfir á foreldra/forsjáraðila. Gjöld eru felld niður fyrir skertan vistunartíma en það er klink miðað við það tekjutap sem heimilin hafa þurft að taka á sig vegna þessara síendurteknu lokana, þar ber sérstaklega að nefna þau heimili sem hafa ekki sterkt bakland og hafa því þurft að taka launalaust frí að öllu eða hluta í a.m.k.21 dag (aftur, þar sem starfsdagar eru fyrir utan þessa tölu). Hafa ber í huga að sumarleyfisdagar á vinnumarkaði eru yfirleitt á bilinu 20-30 talsins og duga þar með oft rétt fyrir þeirri leikskólalokun sem er á sumrin (sumarfríi barnanna). Lokanirnar hafa einnig í för með sér breyttan vinnutíma starfsfólks og takmarkanir á sveigjanleika þeirra varðandi styttingu vinnuvikunnar, sem þrengir þar með að kjörum þeirra. Starfsmannaveltan veldur auknu álagi á alla, starfsfólk og börn. Vert er að undirstrika að með þessum skrifum er ekki verið að gagnrýna stjórnendur Múlaborgar né heldur annað starfsfólk leikskólans, heldur þvert á móti. Þau eiga þakkir skilið og standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Aðstæðum þar sem ekki eru veitt þau verkfæri sem til þarf til þess að styrkja starfið og halda utan um stöðugleika í því námi sem fram fer í leikskólanum. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það þarf að ráðast að rót vandans og bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Tóm pláss leysa ekki vandann, ekkert frekar en tóm loforð. Höfundar sitja í stjórn Foreldrafélags Múlaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”. Lokanir vegna manneklu hafa verið algengar á Múlaborg frá upphafi skólaársins haustið 2024, þ.e. eftir að sumarlokun ’24 lauk. Til að byrja með voru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita af lokun með skilaboðum og/eða símtali sama morgun. Fljótlega varð ljóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða og hafa lokanir því verið ákveðnar fram í tímann til þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika á starfseminni. Á þessu um hálfa ári hafa lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins. Tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir kl.12.00 á hádegi. Það vakti því undrun stjórnarinnar þegar það birtist frétt þess efnis að stækka ætti leikskólann Múlaborg og fjölga þar plássum um 48-120. Í dag eru alls 128 börn í skólanum og er því um að ræða allt að tvöföldun á fjölda barna. Vissulega þarf að horfa til framtíðar og útbúa fleiri pláss fyrir stækkandi þjóð en nauðsynlegt er að horfa á þá stöðu sem uppi er og hefur viðgengist lengur en þetta hálfa ár sem talið er til.Ekki hefur tekist að manna leikskólann fyrir það skólastarf sem á að vera starfrækt í dag, hvernig á þá að finna kennara fyrir þessa stækkun, þessi börn 48-120 til viðbótar við þau 128 sem vantar fleiri kennara nú þegar? Í 21 skipti hafa foreldrar/forsjáraðilar þurft að gera ráðstafanir fyrir barnið því það getur ekki verið á leikskólanum vegna manneklu - starfsdagar og aðrar lokanir sem tilheyra venjulegu leikskólastarfi eru ekki inn í þessari tölu. Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða. Múlaborg er leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar eru því börn sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir breytingu á rútínu og þurfa að fá sína sérkennslu. Að halda uppi faglegu starfi í þessum aðstæðum fylgir mikið álag. Skv. frétt Vísis frá 8. okt 2024 voru 140 pláss ónýtt vegna manneklu. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það kostar að uppræta vandamálið en eins og staðan er nú þá er álaginu og kostnaðinum velt yfir á foreldra/forsjáraðila. Gjöld eru felld niður fyrir skertan vistunartíma en það er klink miðað við það tekjutap sem heimilin hafa þurft að taka á sig vegna þessara síendurteknu lokana, þar ber sérstaklega að nefna þau heimili sem hafa ekki sterkt bakland og hafa því þurft að taka launalaust frí að öllu eða hluta í a.m.k.21 dag (aftur, þar sem starfsdagar eru fyrir utan þessa tölu). Hafa ber í huga að sumarleyfisdagar á vinnumarkaði eru yfirleitt á bilinu 20-30 talsins og duga þar með oft rétt fyrir þeirri leikskólalokun sem er á sumrin (sumarfríi barnanna). Lokanirnar hafa einnig í för með sér breyttan vinnutíma starfsfólks og takmarkanir á sveigjanleika þeirra varðandi styttingu vinnuvikunnar, sem þrengir þar með að kjörum þeirra. Starfsmannaveltan veldur auknu álagi á alla, starfsfólk og börn. Vert er að undirstrika að með þessum skrifum er ekki verið að gagnrýna stjórnendur Múlaborgar né heldur annað starfsfólk leikskólans, heldur þvert á móti. Þau eiga þakkir skilið og standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Aðstæðum þar sem ekki eru veitt þau verkfæri sem til þarf til þess að styrkja starfið og halda utan um stöðugleika í því námi sem fram fer í leikskólanum. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það þarf að ráðast að rót vandans og bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Tóm pláss leysa ekki vandann, ekkert frekar en tóm loforð. Höfundar sitja í stjórn Foreldrafélags Múlaborgar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar