Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 20. janúar 2025 12:02 Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að ekki seinna en árið 2027 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja skuli aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Þetta er stór ákvörðun sem mun hafa víðtæk áhrif á framtíð Íslands. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur bent á mikilvægi þess að taka umræðuna um aðildarviðræður út fyrir þingið og færa hana nær almenningi. Í ljósi þess er brýnt að finna leiðir til að efla upplýsta og sanngjarna umræðu áður en gengið er að kjörborðinu. Þátttaka hagsmunasamtaka í opinberri umræðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er bæði eðlileg og þörf. Slík samtök leggja fram mikilvægt sjónarhorn og koma með vel ígrunduð og rökstudd sjónarmið. Hins vegar þarf að hafa í huga að þau tala út frá afmörkuðum hagsmunum og því skiptir máli að almenningur fái einnig tækifæri til að hlusta á mismunandi sjónarmið og mynda sér heildstæða skoðun. Með þetta í huga gætu stjórnvöld nýtt aðferðir rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ein aðferð sem hefur verið notuð með góðum árangri víða um heim er borgaraþing – lýðræðislegur vettvangur þar sem hópur slembivalinna borgara ræðir stór mál út frá öllum hliðum. Hvað er borgaraþing? Borgaraþing er vettvangur þar sem slembivalinn hópur sem endurspeglar þjóðina lýðfræðilega (til dæmis með tilliti til aldurs, kyns og búsetu) kemur saman til að ígrunda og ræða ákveðið málefni. Þátttakendur fá aðgang að fjölbreyttum upplýsingum frá sérfræðingum, hagsmunaaðilum og öðrum sem hafa mismunandi sjónarmið á málið. Í lokin kjósa þátttakendur um ákveðin atriði og/eða gefa út skýrslu með niðurstöðum sínum og rökstuðningi. Skýrslan er oft nýtt af stjórnvöldum til að styðja við frekari ákvarðanatöku – stundum leiðir hún til tillagna sem eru samþykktar á þingi, stundum er ekkert gert með þær og stundum fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í framhaldinu. Alþjóðleg fordæmi Írland hefur verið í fararbroddi í notkun borgaraþinga í opinberri stefnumótun. Þar er reglulega haldið borgaraþing til að ræða alls konar mál. Til að mynda var haldið borgaraþing árin 2016-217 með 100 þátttakendum sem ræddu breytingu á stjórnarskrárákvæði sem bannaði þungunarrof. Þingið kom saman fimm helgar yfir sex mánaða tímabil og niðurstöður þess lögðu grunn að þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2018, þar sem banninu var aflétt. Í Bandaríkjunum hefur Oregon-fylki innleitt aðferði sem kallast Citizens’ Initiative Review (CIR). Þar koma 18-24 borgarar saman í fimm daga til að ræða afmarkað málefni sem er á kjörseðli í beinni atkvæðagreiðslu í fylkinu. Í lok umræðunnar gefa þátttakendur út stutta yfirlýsingu sem greinir frá lykilatriðum og rökum fyrir og á móti málinu, sem er síðan dreift til kjósenda. Mögulega væri hægt að blanda þessum aðferðum saman hér á landi. Það mætti halda borgaraþing eins og á Írlandi, þar sem stór hópur slembivalinna borgara ræðir málefni yfir lengri tíma. Hins vegar gæti tilgangur slíks þings hér verið eingöngu að veita almenningi hlutlægar og áreiðanlegar upplýsingar – ekki að hafa áhrif á stefnumótun þingsins eins og gengur og gerist oftast með borgaraþing. Hvað getur Ísland lært? Stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega hvort aðferðir rökræðulýðræðis gætu nýst hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027. Markmiðið er að tryggja að þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta afstöðu byggða á traustum og heildstæðum upplýsingum. Með því mætti efla lýðræðislega umræðu og leggja sterkari grunn að farsælli ákvarðanatöku um framtíð Íslands. Höfundur er doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun