Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2025 12:33 Blóm, blöðrur og minningarorð um fórnarlömb árásarinar í Southport. AP/Darren Staples Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum. Stunguárásin í Southport þar sem árásamaður réðst á stúlkur sem voru á Taylor Swift-dansnámskeiði varð kveikjan að óeirðum víða á Englandi og Norður-Írlandi vegna lygasagna sem fóru á flug um að ódæðismaðurinn væri hælisleitandi sem hefði verið nýkominn til Bretlands með bát yfir Ermarsund. Axel Rudakubana, sem er sonur innflytjenda frá Rúanda og fæddist í Wales, játaði óvænt sekt þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool í morgun. Stúlkurnar þrjár sem hann stakk til bana voru sex, sjö og níu ára gamlar. Þá særði hann átta aðrar stúlkur á aldrinu sjö til þrettán ára ásamt leiðbeinanda þeirra og manni sem reyndi að stöðva árásina. Dómari sagði Rudakubana geta átt yfir höfði sér lífstíðardóm þegar dómur verður kveðinn upp á fimmtudag. Verjandi hans segist ætla að leggja fram gögn um geðheilsu Rudakubana sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Sjálfur hefur Rudakubana neitað að tjá sig fyrir dómi. Saksóknarar og lögregla hafa ekki sagt hvað hún telur að Rukdakubana hafi gengið til. Hann hafi ekki verið ákærður fyrir hryðjuverk vegna þess. Nokkrum mánuðum eftir að hann var handtekinn var hann ákærður fyrir að framleiða rísín og vörslu á leiðarvísi í tölvu sinni sem var talinn geta nýst þeim sem ætlaði sér að fremja hryðjuverk, að sögn AP-fréttastofunnar. Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Stunguárásin í Southport þar sem árásamaður réðst á stúlkur sem voru á Taylor Swift-dansnámskeiði varð kveikjan að óeirðum víða á Englandi og Norður-Írlandi vegna lygasagna sem fóru á flug um að ódæðismaðurinn væri hælisleitandi sem hefði verið nýkominn til Bretlands með bát yfir Ermarsund. Axel Rudakubana, sem er sonur innflytjenda frá Rúanda og fæddist í Wales, játaði óvænt sekt þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool í morgun. Stúlkurnar þrjár sem hann stakk til bana voru sex, sjö og níu ára gamlar. Þá særði hann átta aðrar stúlkur á aldrinu sjö til þrettán ára ásamt leiðbeinanda þeirra og manni sem reyndi að stöðva árásina. Dómari sagði Rudakubana geta átt yfir höfði sér lífstíðardóm þegar dómur verður kveðinn upp á fimmtudag. Verjandi hans segist ætla að leggja fram gögn um geðheilsu Rudakubana sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna. Sjálfur hefur Rudakubana neitað að tjá sig fyrir dómi. Saksóknarar og lögregla hafa ekki sagt hvað hún telur að Rukdakubana hafi gengið til. Hann hafi ekki verið ákærður fyrir hryðjuverk vegna þess. Nokkrum mánuðum eftir að hann var handtekinn var hann ákærður fyrir að framleiða rísín og vörslu á leiðarvísi í tölvu sinni sem var talinn geta nýst þeim sem ætlaði sér að fremja hryðjuverk, að sögn AP-fréttastofunnar.
Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10. ágúst 2024 13:51
Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. 4. ágúst 2024 23:01
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30