Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 14:13 Maðurinn ók um Austurveg á Selfossi, bæði drukkinn og undir áhrifum kannabiss. Þar má finna Héraðsdóm Suðurlands, þar sem hann var dæmdur til greiðslu hárrar sektar. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu 1,29 milljóna króna fyrir endurtekin umferðarlagabrota framin sama kvöldið á Selfossi. Hann var stöðvaður tvisvar sitt hvoru megin við veitingastað KFC í bænum. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp þann 13. janúar en hefur ekki verið birtur, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, öll framin aðfaranótt sunnudagsins 17. mars 2024: með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um Austurveg við KFC á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 1,91 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um bifreiðastæði aftan við KFC við Austurveg á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,26 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, austur Austurveg á Selfossi og þaðan skamman spöl um Gaulverjabæjarveg í Sveitarfélaginu Árborg, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,31 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 4,0 ng/ml. Þá segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 20. nóvember síðastliðinn, ásamt fyrirkalli þar sem þess hafi verið getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms og útivistardómur kveðinn upp í því í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála þess efnis. Sannað teldist að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og refsing hans væri hæfilega ákveðin 1.290.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem honum beri að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ellegar sæta fangelsi í 44 daga. Þá væri hann svitpur ökuréttindum í fimm ár og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 511 þúsund krónur. Árborg Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp þann 13. janúar en hefur ekki verið birtur, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, öll framin aðfaranótt sunnudagsins 17. mars 2024: með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um Austurveg við KFC á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 1,91 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, um bifreiðastæði aftan við KFC við Austurveg á Selfossi, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,26 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 5,7 ng/ml. með því að hafa ekið bifreið, án þess að hafa öðlast ökurétt, austur Austurveg á Selfossi og þaðan skamman spöl um Gaulverjabæjarveg í Sveitarfélaginu Árborg, undir áhrifum áfengis, vínandamagn í blóði 2,31 ‰, og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Í blóði hafi mælst tetrahýdrókannabínól 4,0 ng/ml. Þá segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 20. nóvember síðastliðinn, ásamt fyrirkalli þar sem þess hafi verið getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms og útivistardómur kveðinn upp í því í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála þess efnis. Sannað teldist að maðurinn hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og refsing hans væri hæfilega ákveðin 1.290.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem honum beri að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms, ellegar sæta fangelsi í 44 daga. Þá væri hann svitpur ökuréttindum í fimm ár og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 511 þúsund krónur.
Árborg Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira