Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2025 21:03 Nýja hótelið verður allt hið glæsilegasta með 68 herbergjum. Pro-Ark teiknistofa Selfossi Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“