Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 21. janúar 2025 09:31 Árið 2020 hóf ég störf í nýjum skóla, skólanum sem ég starfa við í dag. Þegar ég kom til starfa var ljótt orðbragð og ofbeldi mikið. Ég var í fæðingarorlofi þegar covid byrjaði og missti svolítið af því sem gerðist í skólastarfinu frá árinu 2019 þar til ég mætti til starfa aftur haustið 2020. Ég hugsaði fyrst hvaða agaleysi væri í þessum skóla og af hverju er ofbeldið svona mikið? Ég fór á námskeið ári síðar, ásamt samstarfskonu minni, þar sem skólastjórnendur um land allt hittust. Við höfðum miklar áhyggjur af auknu ofbeldi í okkar skóla og vildum ræða það við stjórnendur úr öðrum skólum. Svörin sem við fengum komu okkur á óvart en við vorum einnig fegnar. Það könnuðust allir við sama vanda hjá sér. Þetta svar átti líka við um litla skóla úti á landi. Hvað er að gerast í íslensku samfélagi? Af hverju eru börnin okkar að beita svona miklu ofbeldi? Við heyrum þetta líka frá starfsfólki leikskóla. Börnin þar byrja fyrr að vera með ljótt orðbragð og beita ofbeldi. Eftir þetta fórum við að velta fyrir okkur hvernig við gætum tekið á þessu hjá okkur. Það hefur tekið tíma að ná niður ofbeldinu og það hefur minnkað gríðarlega en það hefur ekki tekist nema með skýrari verkferlum og aðkomu sérfræðinga eins og atferlisráðgjafa. Skólar í dag stæra sig af því að vera með atferlisráðgjafa í 100% stöðu í sínum skóla. Atferlisráðgjafa! Hvert er samfélagið komið ef hver og einn skóli þarf atferlisráðgjafa í 100% stöðu? Fyrir tæplega 20 árum síðan var líka ofbeldi í skólum. Við skulum ekki gleyma því. En í dag er orðið mjög algengt að stjórnendur þurfa að grípa starfsfólk sem hefur lent í því að vera beitt ofbeldi af hálfu nemenda. Starfsfólk er missterkt að takast á við slíkt. Það er mikið áfall að vera beittur ofbeldi. Sama hver það er sem beitir ofbeldinu. Því á alltaf að taka alvarlega. Starfsfólk hefur farið í veikindaleyfi í kjölfar ofbeldisatvika og sumir fara í langtímaveikindi. Kennarar eyða löngum stundum í að leysa úr agamálum á kostnað kennslunnar. Miðað við þróunina síðustu tuttugu ár er íslenskt samfélag ekki á réttri braut. Við erum komin út af sporinu og verðum að leita allra leiða til að komast aftur á rétt spor. Agaleysi samfélagsins er aukið álag á kennarana okkar og stjórnendur skóla um land allt. Þetta hefur áhrif á starfsumhverfið og á veikindafjarvistir starfsfólks. Þurfum við að ráða atferlisráðgjafa í alla skóla? Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun? Þurfum við ekki að skoða aðeins hvort við séum á réttri braut? Í byrjun janúar fór ég á varnarviðbragðanámskeið ásamt nokkrum úr starfsmannahópnum. Slík námskeið kenna starfsmönnum rétt viðbrögð og aðferðir við aðstæðum þar sem nemandi er að setja sjálfan sig eða aðra í hættu. Ég var búin að hugsa það í nokkur ár að ég þyrfti að fara á slíkt námskeið. Ég hef farið inn í allskonar aðstæður. Aðstæður þar sem ég hef ekki upplifað mig örugga í starfi, aðstæður þar sem ég hef óttast um öryggi annarra barna, aðstæður þar sem ég hef þurft að bregðast við þegar barn hefur stofnað sér eða öðrum börnum í hættu. Starfsfólk í sérskólum þekkir þetta og er vant þessum vinnubrögðum. Það hvarflaði ekki að mér fyrir tuttugu árum síðan að ég þyrfti á svona námskeiði að halda í mínu starfi. Ég hef velt ýmsu fyrir mér varðandi agaleysi í íslensku samfélagi. Hvað er það í íslensku samfélagi sem leiðir til þessa agaleysis sem starfsfólk skóla upplifir á hverjum degi? Hvað hefur breyst? Af hverju er agaleysið meira hjá okkur en í öðrum löndum? Íslenskir foreldrar vinna mjög mikið. Það er engum blöðum um það að fletta að það hefur áhrif á skólakerfið. Margir foreldrar hafa engan tíma fyrir börnin sín. Ég fór í bíó fyrir stuttu með yngsta barninu mínu. Við ætluðum að eiga gæðastund saman. Þegar myndin var nýbyrjuð varð ég vör við það að þrjú börn byrjuðu að hlaupa upp og niður tröppurnar í bíósalnum. Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Síðan heyrði ég: ,,þú ert hann“. Voru börnin virkilega í eltingaleik í miðri bíómynd? Þarna kom kennarinn upp í mér og ég þurfti að skipta mér af. Ég gat ekki horft upp á þau eyðileggja upplifun bíógestanna. Börnin voru ein í bíó og engir forsjáraðilar. Við gerum ráð fyrir að foreldrar kenni börnum sínum grunnreglur samfélagsins eins og hvernig eigi að haga sér í bíó. Staðan er ekki þannig í dag. Ég bað börnin að hætta og sagði við þau að það væri bannað að hlaupa í bíó á meðan bíómyndin væri í gangi. Þau settust niður en fóru fljótt aftur af stað. Það skipti þau engu máli að einhver kona í bíó væri að skamma þau. Börn eru farin að færa sig meira upp á skaftið. Það skilar sér inn í skólana í agaleysi. Fullorðið fólk í dag þorir varla að svara börnum ef þau eru með dónaskap úti í búð. Þeim er svarað til baka fullum hálsi. Hvar erum við ef við erum orðin hrædd við börnin í samfélaginu? Ef við höldum áfram að sleppa því að skipta okkur af þá versnar ástandið. Við verðum að skipta okkur af. Einn hluti af hraða samfélagsins er markaleysi. Börnum þarf að setja mörk, það eiga foreldrarnir að gera. Foreldrum þarf líka að setja mörk. Hver á að gera það? Meðan stærsti hluti foreldrahópsins er í frábæru samstarfi við skóla barna sinna eru aðrir foreldrar sem eru farnir að skipta sér of mikið af því sem er að gerast í skólanum og setja háar kröfur á ranga fókuspunkta. ,,Getur þú passað upp á að barnið mitt setji jógúrtið aftur í nestisboxið eftir nestistímann svo það fari ekki út um alla tösku?“ Á meðan kennarinn er að passa að jógúrtið sé í nestisboxinu hefði hann getað hlustað á einn nemanda lesa fyrir sig. Stjórnandi hringir heim: ,,Barnið þitt kallaði kennarann barnaníðing í dag og lamdi bekkjarfélaga sinn í frímínútum.“ ,,Nei, barnið mitt gerir ekki svoleiðis, ég ætla að fá hlið barnsins míns þegar ég kem heim.“ Daginn eftir er hringt. ,,Ég ræddi við barnið mitt og það kannast ekki við að hafa gert þetta og upplifði þetta ekki svona.“ Er starfsfólk skólanna ekki að segja satt? Eru kennarar og skólastjórnendur virkilega að hringja heim til að láta foreldra vita af einhverju bulli? Nei, þetta er það sem er að gerast í skólanum. Foreldrar verða að trúa okkur. Ég held að allir foreldrar kannist við að hafa ekki alltaf sagt sínum foreldrum satt. Börn eru alveg klár líka í dag. Við foreldrar sjáum aðeins okkar börn en horfum ekki á heildarmyndina. Síminn hringir, það er foreldri á hinni línunni sem er bálreitt. Barn foreldrisins hafði læst sig inn á klósetti og hringt heim úr símanum sínum til að láta vita af því að einhver væri að stríða sér. Skólinn fær að heyra að ekkert sé gert í þessu máli. Margir stjórnendur hafa lent í því að fá fréttir af atviki frá foreldrum áður en þeir fá tækifæri til að leysa úr því með börnunum. Það er vegna þess að börnin hringja strax heim úr sínum síma á meðan starfsfólk er að finna út úr því hvað kom fyrir. Þurfa foreldrar ekki að fá frið í vinnunni? Þeir verða að treysta skólanum að geta unnið úr málunum. Símar barnanna verða að vera heima á skólatíma, því þeir skapa vanda í skólanum. Foreldrasamskipti og samstarf er mikilvægt, en það er þessi fína lína hvenær foreldrar ganga of langt á fagfólk skólanna. Það má ekki gleyma því að margir foreldrar eru að standa sig gríðarlega vel og eru í frábæru samstarfi við starfsfólk skólanna en hinn hlutinn er því miður að stækka.Hvert stefnir íslenskt samfélag? Við náðum að taka höndum saman og fara í herferð gegn reykingum ungmenna fyrir mörgum árum síðan. Það tókst. Við þurfum kannski að fá Þorgrím Þráins til aðstoðar. Börnin okkar þurfa ró, meiri tíma með foreldrum sínum, meiri samveru og nánd. Þá finna þau að stressið er minna, þau finna að þau skipta máli. Það þarf ekki að vera stanslaus dagskrá alla daga. Ef foreldrar gefa börnunum sínum meiri tíma og setja þeim mörk, myndi þá agaleysi, ljótt orðbragð, ofbeldi og virðingarleysi minnka? Verðum við íslenska samfélagið ekki að fara að taka höndum saman og ná betri ró í samfélagið? Skólinn gerir þetta ekki einn. Ég hef verið spurð af hverju kennarar geta ekki svarað tölvupóstum utan vinnutíma því jú, vinnutími þeirra eru tæpar 43 klukkustundir á viku. Ég hef biðlað til minna kennara að skoða ekki tölvupóstinn sinn eftir að vinnutíma lýkur, á kvöldin og um helgar, og alls ekki svara tölvupóstum ef þau óvart skoða póstinn sinn. Kennarar hafa oft ekki getað sofið eða haft áhyggjur heila helgi af því að þeir opnuðu tölvupóstinn sinn. Ástæðan fyrir því er að þar beið þeirra mjög orðljótur tölvupóstur frá foreldri. Kennarar þurfa valdið til baka og fá að taka stjórn aftur. Það er ekki staðan í dag. Við þurfum að setja foreldrum mörk og foreldrar verða að treysta okkur. Samfélagsmiðlahópar loga oft á tíðum með einhliða sögum úr skólastarfinu og spurningum á borð við: ,,hvernig get ég kært kennarann eða skólastjórann?“ Er þetta spennandi starf þegar þú veist að þetta er umræðan? Er ekki betra að heyra í skólanum og fá hina hlið málsins í stað þess að henda öllu strax á samfélagsmiðla og hrauna yfir starfsfólk skólanna þar. Ef kennarinn eða stjórnendur eru ekki að standa sig og hlusta ekki á foreldra verða foreldrar að byrja á því að tala við næsta yfirmann kennarans eða stjórnandans. Það væri kannski ágætis skref áður en farið er í kæruferli. Af hverju þarf þessi heift að vera? Okkur vantar meira traust í samfélaginu. Það er erfitt að byggja það upp ef þetta er umræðan á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða að stíga eitt skref til baka. Það blasir við kennaraskortur. Undanfarin ár er orðið erfiðara að fá menntaða kennara til starfa í skólum landsins. Að ráða inn leikskólakennara á leikskóla er eins og finna nál í heystakk. Staðan er farin að verða eins í grunnskólunum. Stjórnendur í skólum landsins standa frammi fyrir því að ráða ófaglært starfsfólk til starfa til að sinna kennslu og í dag er nánast ómögulegt að fá menntaða kennara til starfa. Það er áhyggjuefni sem hefur mikil áhrif á námsárangur nemenda. Það þarf að bæta kjör kennara og starfsaðstæður. Ég tel að núverandi kjarasamningaviðræður kennara og stjórnenda séu þær dýrmætustu fyrr og síðar. Við erum í miðjum hvirfilbyl og það er spurning hvoru megin við komum út. Náum við góðum samningi þannig að hægt sé að ýta ungu og efnilegu fólki í kennaranám eða verður þetta sama tuggan áfram þannig að fólk velur sér aðrar námsleiðir og æ færri menntaðir kennarar skila sér út í skóla landsins? Við erum á hálum ís. Það verður að ganga frá mannsæmandi kjarasamningi við alla kennara og skólastjórnendur landsins sem fyrst. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 hóf ég störf í nýjum skóla, skólanum sem ég starfa við í dag. Þegar ég kom til starfa var ljótt orðbragð og ofbeldi mikið. Ég var í fæðingarorlofi þegar covid byrjaði og missti svolítið af því sem gerðist í skólastarfinu frá árinu 2019 þar til ég mætti til starfa aftur haustið 2020. Ég hugsaði fyrst hvaða agaleysi væri í þessum skóla og af hverju er ofbeldið svona mikið? Ég fór á námskeið ári síðar, ásamt samstarfskonu minni, þar sem skólastjórnendur um land allt hittust. Við höfðum miklar áhyggjur af auknu ofbeldi í okkar skóla og vildum ræða það við stjórnendur úr öðrum skólum. Svörin sem við fengum komu okkur á óvart en við vorum einnig fegnar. Það könnuðust allir við sama vanda hjá sér. Þetta svar átti líka við um litla skóla úti á landi. Hvað er að gerast í íslensku samfélagi? Af hverju eru börnin okkar að beita svona miklu ofbeldi? Við heyrum þetta líka frá starfsfólki leikskóla. Börnin þar byrja fyrr að vera með ljótt orðbragð og beita ofbeldi. Eftir þetta fórum við að velta fyrir okkur hvernig við gætum tekið á þessu hjá okkur. Það hefur tekið tíma að ná niður ofbeldinu og það hefur minnkað gríðarlega en það hefur ekki tekist nema með skýrari verkferlum og aðkomu sérfræðinga eins og atferlisráðgjafa. Skólar í dag stæra sig af því að vera með atferlisráðgjafa í 100% stöðu í sínum skóla. Atferlisráðgjafa! Hvert er samfélagið komið ef hver og einn skóli þarf atferlisráðgjafa í 100% stöðu? Fyrir tæplega 20 árum síðan var líka ofbeldi í skólum. Við skulum ekki gleyma því. En í dag er orðið mjög algengt að stjórnendur þurfa að grípa starfsfólk sem hefur lent í því að vera beitt ofbeldi af hálfu nemenda. Starfsfólk er missterkt að takast á við slíkt. Það er mikið áfall að vera beittur ofbeldi. Sama hver það er sem beitir ofbeldinu. Því á alltaf að taka alvarlega. Starfsfólk hefur farið í veikindaleyfi í kjölfar ofbeldisatvika og sumir fara í langtímaveikindi. Kennarar eyða löngum stundum í að leysa úr agamálum á kostnað kennslunnar. Miðað við þróunina síðustu tuttugu ár er íslenskt samfélag ekki á réttri braut. Við erum komin út af sporinu og verðum að leita allra leiða til að komast aftur á rétt spor. Agaleysi samfélagsins er aukið álag á kennarana okkar og stjórnendur skóla um land allt. Þetta hefur áhrif á starfsumhverfið og á veikindafjarvistir starfsfólks. Þurfum við að ráða atferlisráðgjafa í alla skóla? Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun? Þurfum við ekki að skoða aðeins hvort við séum á réttri braut? Í byrjun janúar fór ég á varnarviðbragðanámskeið ásamt nokkrum úr starfsmannahópnum. Slík námskeið kenna starfsmönnum rétt viðbrögð og aðferðir við aðstæðum þar sem nemandi er að setja sjálfan sig eða aðra í hættu. Ég var búin að hugsa það í nokkur ár að ég þyrfti að fara á slíkt námskeið. Ég hef farið inn í allskonar aðstæður. Aðstæður þar sem ég hef ekki upplifað mig örugga í starfi, aðstæður þar sem ég hef óttast um öryggi annarra barna, aðstæður þar sem ég hef þurft að bregðast við þegar barn hefur stofnað sér eða öðrum börnum í hættu. Starfsfólk í sérskólum þekkir þetta og er vant þessum vinnubrögðum. Það hvarflaði ekki að mér fyrir tuttugu árum síðan að ég þyrfti á svona námskeiði að halda í mínu starfi. Ég hef velt ýmsu fyrir mér varðandi agaleysi í íslensku samfélagi. Hvað er það í íslensku samfélagi sem leiðir til þessa agaleysis sem starfsfólk skóla upplifir á hverjum degi? Hvað hefur breyst? Af hverju er agaleysið meira hjá okkur en í öðrum löndum? Íslenskir foreldrar vinna mjög mikið. Það er engum blöðum um það að fletta að það hefur áhrif á skólakerfið. Margir foreldrar hafa engan tíma fyrir börnin sín. Ég fór í bíó fyrir stuttu með yngsta barninu mínu. Við ætluðum að eiga gæðastund saman. Þegar myndin var nýbyrjuð varð ég vör við það að þrjú börn byrjuðu að hlaupa upp og niður tröppurnar í bíósalnum. Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Síðan heyrði ég: ,,þú ert hann“. Voru börnin virkilega í eltingaleik í miðri bíómynd? Þarna kom kennarinn upp í mér og ég þurfti að skipta mér af. Ég gat ekki horft upp á þau eyðileggja upplifun bíógestanna. Börnin voru ein í bíó og engir forsjáraðilar. Við gerum ráð fyrir að foreldrar kenni börnum sínum grunnreglur samfélagsins eins og hvernig eigi að haga sér í bíó. Staðan er ekki þannig í dag. Ég bað börnin að hætta og sagði við þau að það væri bannað að hlaupa í bíó á meðan bíómyndin væri í gangi. Þau settust niður en fóru fljótt aftur af stað. Það skipti þau engu máli að einhver kona í bíó væri að skamma þau. Börn eru farin að færa sig meira upp á skaftið. Það skilar sér inn í skólana í agaleysi. Fullorðið fólk í dag þorir varla að svara börnum ef þau eru með dónaskap úti í búð. Þeim er svarað til baka fullum hálsi. Hvar erum við ef við erum orðin hrædd við börnin í samfélaginu? Ef við höldum áfram að sleppa því að skipta okkur af þá versnar ástandið. Við verðum að skipta okkur af. Einn hluti af hraða samfélagsins er markaleysi. Börnum þarf að setja mörk, það eiga foreldrarnir að gera. Foreldrum þarf líka að setja mörk. Hver á að gera það? Meðan stærsti hluti foreldrahópsins er í frábæru samstarfi við skóla barna sinna eru aðrir foreldrar sem eru farnir að skipta sér of mikið af því sem er að gerast í skólanum og setja háar kröfur á ranga fókuspunkta. ,,Getur þú passað upp á að barnið mitt setji jógúrtið aftur í nestisboxið eftir nestistímann svo það fari ekki út um alla tösku?“ Á meðan kennarinn er að passa að jógúrtið sé í nestisboxinu hefði hann getað hlustað á einn nemanda lesa fyrir sig. Stjórnandi hringir heim: ,,Barnið þitt kallaði kennarann barnaníðing í dag og lamdi bekkjarfélaga sinn í frímínútum.“ ,,Nei, barnið mitt gerir ekki svoleiðis, ég ætla að fá hlið barnsins míns þegar ég kem heim.“ Daginn eftir er hringt. ,,Ég ræddi við barnið mitt og það kannast ekki við að hafa gert þetta og upplifði þetta ekki svona.“ Er starfsfólk skólanna ekki að segja satt? Eru kennarar og skólastjórnendur virkilega að hringja heim til að láta foreldra vita af einhverju bulli? Nei, þetta er það sem er að gerast í skólanum. Foreldrar verða að trúa okkur. Ég held að allir foreldrar kannist við að hafa ekki alltaf sagt sínum foreldrum satt. Börn eru alveg klár líka í dag. Við foreldrar sjáum aðeins okkar börn en horfum ekki á heildarmyndina. Síminn hringir, það er foreldri á hinni línunni sem er bálreitt. Barn foreldrisins hafði læst sig inn á klósetti og hringt heim úr símanum sínum til að láta vita af því að einhver væri að stríða sér. Skólinn fær að heyra að ekkert sé gert í þessu máli. Margir stjórnendur hafa lent í því að fá fréttir af atviki frá foreldrum áður en þeir fá tækifæri til að leysa úr því með börnunum. Það er vegna þess að börnin hringja strax heim úr sínum síma á meðan starfsfólk er að finna út úr því hvað kom fyrir. Þurfa foreldrar ekki að fá frið í vinnunni? Þeir verða að treysta skólanum að geta unnið úr málunum. Símar barnanna verða að vera heima á skólatíma, því þeir skapa vanda í skólanum. Foreldrasamskipti og samstarf er mikilvægt, en það er þessi fína lína hvenær foreldrar ganga of langt á fagfólk skólanna. Það má ekki gleyma því að margir foreldrar eru að standa sig gríðarlega vel og eru í frábæru samstarfi við starfsfólk skólanna en hinn hlutinn er því miður að stækka.Hvert stefnir íslenskt samfélag? Við náðum að taka höndum saman og fara í herferð gegn reykingum ungmenna fyrir mörgum árum síðan. Það tókst. Við þurfum kannski að fá Þorgrím Þráins til aðstoðar. Börnin okkar þurfa ró, meiri tíma með foreldrum sínum, meiri samveru og nánd. Þá finna þau að stressið er minna, þau finna að þau skipta máli. Það þarf ekki að vera stanslaus dagskrá alla daga. Ef foreldrar gefa börnunum sínum meiri tíma og setja þeim mörk, myndi þá agaleysi, ljótt orðbragð, ofbeldi og virðingarleysi minnka? Verðum við íslenska samfélagið ekki að fara að taka höndum saman og ná betri ró í samfélagið? Skólinn gerir þetta ekki einn. Ég hef verið spurð af hverju kennarar geta ekki svarað tölvupóstum utan vinnutíma því jú, vinnutími þeirra eru tæpar 43 klukkustundir á viku. Ég hef biðlað til minna kennara að skoða ekki tölvupóstinn sinn eftir að vinnutíma lýkur, á kvöldin og um helgar, og alls ekki svara tölvupóstum ef þau óvart skoða póstinn sinn. Kennarar hafa oft ekki getað sofið eða haft áhyggjur heila helgi af því að þeir opnuðu tölvupóstinn sinn. Ástæðan fyrir því er að þar beið þeirra mjög orðljótur tölvupóstur frá foreldri. Kennarar þurfa valdið til baka og fá að taka stjórn aftur. Það er ekki staðan í dag. Við þurfum að setja foreldrum mörk og foreldrar verða að treysta okkur. Samfélagsmiðlahópar loga oft á tíðum með einhliða sögum úr skólastarfinu og spurningum á borð við: ,,hvernig get ég kært kennarann eða skólastjórann?“ Er þetta spennandi starf þegar þú veist að þetta er umræðan? Er ekki betra að heyra í skólanum og fá hina hlið málsins í stað þess að henda öllu strax á samfélagsmiðla og hrauna yfir starfsfólk skólanna þar. Ef kennarinn eða stjórnendur eru ekki að standa sig og hlusta ekki á foreldra verða foreldrar að byrja á því að tala við næsta yfirmann kennarans eða stjórnandans. Það væri kannski ágætis skref áður en farið er í kæruferli. Af hverju þarf þessi heift að vera? Okkur vantar meira traust í samfélaginu. Það er erfitt að byggja það upp ef þetta er umræðan á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða að stíga eitt skref til baka. Það blasir við kennaraskortur. Undanfarin ár er orðið erfiðara að fá menntaða kennara til starfa í skólum landsins. Að ráða inn leikskólakennara á leikskóla er eins og finna nál í heystakk. Staðan er farin að verða eins í grunnskólunum. Stjórnendur í skólum landsins standa frammi fyrir því að ráða ófaglært starfsfólk til starfa til að sinna kennslu og í dag er nánast ómögulegt að fá menntaða kennara til starfa. Það er áhyggjuefni sem hefur mikil áhrif á námsárangur nemenda. Það þarf að bæta kjör kennara og starfsaðstæður. Ég tel að núverandi kjarasamningaviðræður kennara og stjórnenda séu þær dýrmætustu fyrr og síðar. Við erum í miðjum hvirfilbyl og það er spurning hvoru megin við komum út. Náum við góðum samningi þannig að hægt sé að ýta ungu og efnilegu fólki í kennaranám eða verður þetta sama tuggan áfram þannig að fólk velur sér aðrar námsleiðir og æ færri menntaðir kennarar skila sér út í skóla landsins? Við erum á hálum ís. Það verður að ganga frá mannsæmandi kjarasamningi við alla kennara og skólastjórnendur landsins sem fyrst. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar