Handbolti

Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viktor lýsir eftir hárgreiðslumanni fyrir komandi átök.
Viktor lýsir eftir hárgreiðslumanni fyrir komandi átök. Samsett/Vísir/Vilhelm/Instagram

Viktor Gísli Hallgrímsson, hetja gærkvöldsins hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, leitar hárgreiðslumanns í króatísku höfuðborginni.

Viktor Gísli átti frábæran leik er Ísland vann 23-18 sigur á Slóveníu í síðasta leik riðlakeppninnar á HM karla í handbolta í gær. Hann varði 17 skot af þeim 35 sem hann fékk á sig, mörg þeirra dauðafæri. Hann var valinn maður leiksins, verðskuldað.

Viktor Gísli birti þessa fyrirspurn í sögu sinni á samfélagsmiðlinum Instagram.Instagram/@viktorhallgrimsson

Viktor var vinsæll eftir leik. Hann fór í viðtal hjá öllum íslenskum miðlum og fjölmörgum erlendum einnig. Aðrir leikmenn liðsins voru löngu farnir saman inn í klefa þegar Viktor stóð vaktina á fjölmiðlasvæðinu.

Daginn eftir hetjudáðirnar leitar Viktor Gísli hins vegar hárgreiðslumanns. Það er spurning hvort Viktor hafi verið ósáttur við hárið sem birtist landanum á öllum ljósmyndunum í íslenskum miðlum. Eða hvort hann leiti eins slíks fyrir liðsfélaga í landsliðinu.

„Ef einhver barber/klippari er að fara að mæta á milliriðlana máttu endilega senda mér skilaboð,“ segir Viktor í sögu sinni á Instagram.


Tengdar fréttir

Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn

Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt.

Mynda­syrpa frá mögnuðum varnar­sigri á Slóveníu

Ísland vann magnaðan sigur á Slóveníu í lokaleik sínum í riðlakeppni HM karla í handbolta. Vörnin lagði grunninn að sigrinum sem þýðir að strákarnir okkar fara með fullt hús stiga í milliriðil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×