TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:42 Deshaun Watson gerði risasamning við Cleveland Browns en hefur ekki staðið undir honum. Hann er fyrir vikið mjög óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Getty/Nick Cammett Deshaun Watson á eftir tvö ár af risasamningi sínum við NFL liðið Cleveland Browns. Watson á að fá 92 milljónir dollara í laun fyrir þessu tvö ár en svo gæti farið að samfélagsmiðlafíkn hans og kærustunnar komi í veg fyrir að þessir þrettán milljarðar íslenskra króna endi inn á bankareikningi hans. Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible) NFL TikTok Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjá meira
Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible)
NFL TikTok Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjá meira