Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 14:33 Helena Sverrisdóttir tók þessa mynd af litlu systur sinni og birti á samfélagsmiðlum. Guðbjörg með viðurkenningu sína sem leikjahæsta kona efstu deildar. @helenasverris Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta þegar hún lék sinn 383. deildarleik á ferlinum. Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267 Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira