Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar 22. janúar 2025 13:03 Það var löngu kominn tími til að einhver tæki af skarið og opnaði á umræðuna varðandi stöðuna innan veggja menntastofnana í landinu. Takk Sigrún Ólöf skólastjóri Hörðuvallaskóla fyrir að vera sá fagaðili sem það gerði. Við vitum það öll sem störfum í þessum geira að ástandið hefur farið versnandi á undanförnum árum en ástæðurnar fyrir því eru bæði margar og fjölbreyttar sem hafa þar áhrif. Ef ekki er opnað á umræðuna og steinum velt við þá festumst við í þessum fasa og sökkvum enn dýpra þar til ekki verður ráðið neitt við neitt. Við þurfum að sjá viðhorfsbreytingu í samfélaginu okkar hvað varðar kennarastéttina. Það er alls ekki eðlilegt að eiga orðið erfitt með að segja frá því með stolti að maður sé kennari eða stjórnandi í skóla. Ég þekki það á eigin skinni hvernig það er að standa frammi fyrir nemendum sem koma illa fram við kennara og sýna ógnandi hegðun, segja og gera það sem þeim sýnist, kalla þá öllum illum nöfnum m.a. barnaníðinga, perra, helvítis tussu o.fl. Kennurum hefur verið hótað barsmíðum og jafnvel hafa nemendur leitað uppi upplýsingar um fjölskyldu þeirra og haft í hótunum við þá sem tengist börnum þeirra. Þetta er auðvitað alls ekki í lagi og við líðum ekki framkomu sem þessa en á sama tíma og við beitum þeim verkfærum sem við höfum innan skólanna, þ.e. förum eftir agaferlum, þá er úrræðaleysi að gera út af við okkur í stærri málum. Raunveruleg staða er því miður sú að það er ósköp lítið og máttlaust batterí sem grípur okkur þegar við erum að glíma við stór og flókin mál. Það má nefnilega aldrei kosta neitt! Skólinn á að vera griðastaður nemenda og þar á að ríkja friður og ró með „eðlilegum“ pústrum inn á milli. Bæði nemendum og starfsfólki á að líða vel í skólanum og finna til öryggis. Skólinn er fyrst og fremst menntastofnun, ekki uppeldis- eða meðferðastofnun. Kennarar eiga að hafa næði til að mennta börnin okkar, ýta undir vöxt þeirra og þroska og aðstoða þau við að ná persónulegum árangri. Það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur eða að finna til kvíða fyrir deginum sem framundan er í skólanum, hvorki nemendum, starfsfólki né foreldrum/forsjárfólki. Jákvætt samstarf og traust er lykillinn af farsælu og faglegu lærdómssamfélagi. Við þurfum öll að vinna saman þvert á stig og með foreldrum/forsjárfólki. Kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði og eru alla jafna vel færir til þeirra starfa sem krafist er af þeim. Foreldrar/forsjárfólk þarf að treysta því að kennarar sinni sínum skyldum gagnvart börnum þeirra eins og lög gera ráð fyrir hvað varðar menntun og daglega leiðsögn á skólatíma. Uppeldishlutverkið er að mestu leyti í höndum foreldra/forsjárfólks og það er á ábyrgð þeirra að fylgjast með námi barna sinna og halda utan um það. Það skiptir gríðarlega miklu máli í öllu þessu hvernig talað er um skólann og starfsfólk skóla heima við eldhúsborðið. Ef við höfum ekkert gott og jákvætt að segja þá skulum við frekar þegja. Öll mál sem upp geta komið eru til þess að leysa þau og til þess að það náist á farsælan hátt þarf jákvæð samvinna að vera til staðar og hlusta þarf á allar hliðar máls áður en dómur er kveðinn. Við þurfum að segja hlutina eins og þeir eru og hætta að tala undir rós því það er svo margt sem þarf að bæta í starfsumhverfi kennara sem hefur bein áhrif á það hvernig staðan er orðin í dag. Vandinn sem við okkur blasir hvað varðar að ráða menntaða kennara til starfa í leikskólana er alls ekki nýr af nálinni, þetta hefur verið staðan í nokkuð mörg ár og nú er sama staða komin upp í grunnskólunum. Þetta er mjög dapurlegt þar sem starfið er bæði skemmtilegt og gefandi en á sama tíma krefjandi fyrir allt of lág laun þar sem menntun er ekki metin til launa. Kjarasamningsviðræður eru nú í gangi sem sér ekki fyrir endann á og eins og Sigrúnu Ólöf bendir á í grein sinni, þá er stéttin nú stödd í miðjum hvirfilbyl og það er spurning hvoru megin við komum út úr honum. Ég tek undir það með henni að það þurfi að ganga frá mannsæmandi kjarasamningi við alla kennara og skólastjórnendur landsins sem fyrst. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Grandaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. 21. janúar 2025 09:38 Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Árið 2020 hóf ég störf í nýjum skóla, skólanum sem ég starfa við í dag. Þegar ég kom til starfa var ljótt orðbragð og ofbeldi mikið. Ég var í fæðingarorlofi þegar covid byrjaði og missti svolítið af því sem gerðist í skólastarfinu frá árinu 2019 þar til ég mætti til starfa aftur haustið 2020. 21. janúar 2025 09:31 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var löngu kominn tími til að einhver tæki af skarið og opnaði á umræðuna varðandi stöðuna innan veggja menntastofnana í landinu. Takk Sigrún Ólöf skólastjóri Hörðuvallaskóla fyrir að vera sá fagaðili sem það gerði. Við vitum það öll sem störfum í þessum geira að ástandið hefur farið versnandi á undanförnum árum en ástæðurnar fyrir því eru bæði margar og fjölbreyttar sem hafa þar áhrif. Ef ekki er opnað á umræðuna og steinum velt við þá festumst við í þessum fasa og sökkvum enn dýpra þar til ekki verður ráðið neitt við neitt. Við þurfum að sjá viðhorfsbreytingu í samfélaginu okkar hvað varðar kennarastéttina. Það er alls ekki eðlilegt að eiga orðið erfitt með að segja frá því með stolti að maður sé kennari eða stjórnandi í skóla. Ég þekki það á eigin skinni hvernig það er að standa frammi fyrir nemendum sem koma illa fram við kennara og sýna ógnandi hegðun, segja og gera það sem þeim sýnist, kalla þá öllum illum nöfnum m.a. barnaníðinga, perra, helvítis tussu o.fl. Kennurum hefur verið hótað barsmíðum og jafnvel hafa nemendur leitað uppi upplýsingar um fjölskyldu þeirra og haft í hótunum við þá sem tengist börnum þeirra. Þetta er auðvitað alls ekki í lagi og við líðum ekki framkomu sem þessa en á sama tíma og við beitum þeim verkfærum sem við höfum innan skólanna, þ.e. förum eftir agaferlum, þá er úrræðaleysi að gera út af við okkur í stærri málum. Raunveruleg staða er því miður sú að það er ósköp lítið og máttlaust batterí sem grípur okkur þegar við erum að glíma við stór og flókin mál. Það má nefnilega aldrei kosta neitt! Skólinn á að vera griðastaður nemenda og þar á að ríkja friður og ró með „eðlilegum“ pústrum inn á milli. Bæði nemendum og starfsfólki á að líða vel í skólanum og finna til öryggis. Skólinn er fyrst og fremst menntastofnun, ekki uppeldis- eða meðferðastofnun. Kennarar eiga að hafa næði til að mennta börnin okkar, ýta undir vöxt þeirra og þroska og aðstoða þau við að ná persónulegum árangri. Það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur eða að finna til kvíða fyrir deginum sem framundan er í skólanum, hvorki nemendum, starfsfólki né foreldrum/forsjárfólki. Jákvætt samstarf og traust er lykillinn af farsælu og faglegu lærdómssamfélagi. Við þurfum öll að vinna saman þvert á stig og með foreldrum/forsjárfólki. Kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði og eru alla jafna vel færir til þeirra starfa sem krafist er af þeim. Foreldrar/forsjárfólk þarf að treysta því að kennarar sinni sínum skyldum gagnvart börnum þeirra eins og lög gera ráð fyrir hvað varðar menntun og daglega leiðsögn á skólatíma. Uppeldishlutverkið er að mestu leyti í höndum foreldra/forsjárfólks og það er á ábyrgð þeirra að fylgjast með námi barna sinna og halda utan um það. Það skiptir gríðarlega miklu máli í öllu þessu hvernig talað er um skólann og starfsfólk skóla heima við eldhúsborðið. Ef við höfum ekkert gott og jákvætt að segja þá skulum við frekar þegja. Öll mál sem upp geta komið eru til þess að leysa þau og til þess að það náist á farsælan hátt þarf jákvæð samvinna að vera til staðar og hlusta þarf á allar hliðar máls áður en dómur er kveðinn. Við þurfum að segja hlutina eins og þeir eru og hætta að tala undir rós því það er svo margt sem þarf að bæta í starfsumhverfi kennara sem hefur bein áhrif á það hvernig staðan er orðin í dag. Vandinn sem við okkur blasir hvað varðar að ráða menntaða kennara til starfa í leikskólana er alls ekki nýr af nálinni, þetta hefur verið staðan í nokkuð mörg ár og nú er sama staða komin upp í grunnskólunum. Þetta er mjög dapurlegt þar sem starfið er bæði skemmtilegt og gefandi en á sama tíma krefjandi fyrir allt of lág laun þar sem menntun er ekki metin til launa. Kjarasamningsviðræður eru nú í gangi sem sér ekki fyrir endann á og eins og Sigrúnu Ólöf bendir á í grein sinni, þá er stéttin nú stödd í miðjum hvirfilbyl og það er spurning hvoru megin við komum út úr honum. Ég tek undir það með henni að það þurfi að ganga frá mannsæmandi kjarasamningi við alla kennara og skólastjórnendur landsins sem fyrst. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Grandaskóla.
Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. 21. janúar 2025 09:38
Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Árið 2020 hóf ég störf í nýjum skóla, skólanum sem ég starfa við í dag. Þegar ég kom til starfa var ljótt orðbragð og ofbeldi mikið. Ég var í fæðingarorlofi þegar covid byrjaði og missti svolítið af því sem gerðist í skólastarfinu frá árinu 2019 þar til ég mætti til starfa aftur haustið 2020. 21. janúar 2025 09:31
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar