Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar 23. janúar 2025 11:29 Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar