Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 13:31 Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun