Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 13:31 Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar