Mbl greindi fyrst frá en í samtali við Vísi staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, þetta við Vísi. Um er að ræða A-380 Airbus-vél, enga smásmíði, en það er stærsta farþegaþota sem framleidd hefur verið.
„Þarna er vél sem er á leið yfir hafið. Þá gerist það iðulega, ef farþegi þarf að komast undir læknishendur, að vélinni er beint til Keflavíkur. Þá er lent hér og sjúklingi komið undir læknishendur,“ segir Guðjón.
Hann segir tilvik sem þetta koma upp þó nokkrum sinnum á ári.
„Vélin átti að lenda hér um tíu mínútur í tvö. Hún er þá væntanlega farin eða að fara núna,“ segir Guðjón.