Innlent

Á­fellis­dómur á stjórn­sýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem segir úrskurðinn hafa komið sér í opna skjöldu.

Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög er komin í algeran hnút og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamót. Við ræðum við formann samninganefndar sveitarfélaga.

Innflytjendur í Bandaríkjunum eru óttaslegnir vegna þeirra skrefa sem Donald Trump hefur tekið á fyrstu dögum sínum í embætti. Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi kemur og rýnir í stöðuna vestanhafs í beinni útsendingu.

Við ræðum við leikhússtjóra Tjarnarbíós vegna meints fjárdráttar fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem leikhúsið hyggst kæra til lögreglu. Og við verðum í beinni útsendingu frá opnunarhátíð árlegs fjáröflunarátaks Krafts.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 23. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×