Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. janúar 2025 07:46 Merz þykir líklegur til þess að verða næsti kanslari Þýskalands. AP Photo/Martin Meissner Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Þýskalandi hefur nú lofað því að herða landamæraeftirlit og flýta fyrir brottvísunum hælisleitenda úr landi ef hann verður næsti kanslari Þýskalands. Friedrich Merz leiðir Kristilega demókrataflokkinn í Þýskalandi og samkvæmt könnunum er hann líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum í Þýskalandi að loknum kosningum sem fram fara fram í næsta mánuði. Ummælin lét Merz falla á kosningafundi daginn eftir að 28 ára afganskur maður stakk tvo til bana í hnífaárás. Hinn grunaði er í haldi lögreglu en hann á langa sögu geðsjúkdóma og ofbeldis að baki. Merz hefur hert mjög orðræðu Kristilegra demókrata frá því sem var þegar Angela Merkel stjórnaði flokknum. Þannig segist hann ætla að snúa öllum ólöglegum flóttamönnum sem vilja koma til Þýskalands við á landamærunum, burtséð frá því hverskonar aðstæður þeir eru að flýja. Þá vill hann fjölga lokuðum búsetuúrræðum fyrir flóttamenn og segir að vel sé hægt að nýta tóm vöruhús eða ónotaðar herstöðvar til þess að hýsa flóttafólk á öruggan hátt. Leiðtoginn hefur einnig gagnrýnt flóttamannamál innan Evrópusambandsins harðlega og vill meðal annars gera miklar breytingar á reglunum um frjálsa för innan Evrópusambandsins sem rúmast innan Schengen samstarfsins. Þannig heitir hann því að taka upp mun harðara eftirlit á öllum landamærum Þýskalands, en níu ríki eiga landamæri að þessu víðfema Evrópulandi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Friedrich Merz leiðir Kristilega demókrataflokkinn í Þýskalandi og samkvæmt könnunum er hann líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum í Þýskalandi að loknum kosningum sem fram fara fram í næsta mánuði. Ummælin lét Merz falla á kosningafundi daginn eftir að 28 ára afganskur maður stakk tvo til bana í hnífaárás. Hinn grunaði er í haldi lögreglu en hann á langa sögu geðsjúkdóma og ofbeldis að baki. Merz hefur hert mjög orðræðu Kristilegra demókrata frá því sem var þegar Angela Merkel stjórnaði flokknum. Þannig segist hann ætla að snúa öllum ólöglegum flóttamönnum sem vilja koma til Þýskalands við á landamærunum, burtséð frá því hverskonar aðstæður þeir eru að flýja. Þá vill hann fjölga lokuðum búsetuúrræðum fyrir flóttamenn og segir að vel sé hægt að nýta tóm vöruhús eða ónotaðar herstöðvar til þess að hýsa flóttafólk á öruggan hátt. Leiðtoginn hefur einnig gagnrýnt flóttamannamál innan Evrópusambandsins harðlega og vill meðal annars gera miklar breytingar á reglunum um frjálsa för innan Evrópusambandsins sem rúmast innan Schengen samstarfsins. Þannig heitir hann því að taka upp mun harðara eftirlit á öllum landamærum Þýskalands, en níu ríki eiga landamæri að þessu víðfema Evrópulandi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira