Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 11:10 Hér má sjá yfirlitsmynd af slysstað. RNSA Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn. Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn.
Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira