Frá þessu er greint á sportveiðivefnum Veiðum. Þar segir að liðinu muni standa til boða að koma til veiða í ánni 24. til 27. júní, nái þeir tilsettum árangri.
„Þjálfurum og öðru teymi liðsins verður boðið sér í veiði, verða líklega komnir með nóg af drengjunum okkar. Hér með skora ég á önnur fyrirtæki að heita á drengina okkar, 8 liða, 4 liða, undanúrslit og úrslit. Fórna hollinu mínu fyrir drengina,“ er haft eftir Finni Harðarsyni, leigutaka í Stóru-Laxá.
Ljóst er að til mikils er að vinna fyrir strákana okkar, þar sem áin þykir með þeim betri sem laxveiðimenn komast í hérlendis. Eflaust eru liðsmenn misspenntir fyrir tilhugsuninni, en telja verður líklegt að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson sé með áhugasamari mönnum. Vísir fjallaði hér um árið um afrek hans í laxveiðinni:
Íslenska liðið hefur varla stigið feilspor á HM hingað til, og komst í milliriðil með fullt hús stiga. Í fyrsta leik milliriðilsins unnu strákarnir svo frækinn sigur á Egyptum, liðið miðvikudagskvöld. Næsti leikur er í kvöld klukkan 19:30 gegn heimamönnum í Króatíu. Á sunnudag lýkur milliriðlinum svo með leik við Argentínu klukkan 14:30.