Körfubolti

Njarð­vík fær Svía frá Egypta­landi en Viso kveður

Sindri Sverrisson skrifar
Paulina Hersler er orðin leikmaður Njarðvíkur.
Paulina Hersler er orðin leikmaður Njarðvíkur. Njarðvík

Njarðvík hefur gert breytingar á kvennaliði sínu í körfubolta. Ena Viso er farin frá félaginu en í hennar stað kemur hin sænska Paulina Hersler.

Viso kom fyrst til Njarðvíkur haustið 2023 og hefur verið í nokkuð stóru hlutverki en hún var með 11,9 stig að meðaltali í leik í fyrra, og 6,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar. Í vetur hefur hún skorað að meðaltali 11,3 stig, tekið 4,5 fráköst og átt 4,6 stoðsendingar.

Hersler er 190 sentímetra framherji sem síðast lék í Egyptalandi. Hún var í UCLA háskólanum í Bandaríkjunum árin 2013-17, og svo í Florida háskólanum 2017-18. Síðan þá hefur hún spilað á Spáni, Slóveníu, Ítalíu, Tyrklandi, Ísrael, Bretlandi og svo aftur á Spáni á síðustu leiktíð.

Vonir standa til þess að Hersler verði klár í næsta leik Njarðvíkur sem er við Hamar/Þór í Hveragerði næsta miðvikudagskvöld.

Keflavík og Njarðvík eru í 3. og 4. sæti Bónus-deildarinnar með 20 stig, Þór Akureyri með 22 og Haukar efstir með 24 stig, nú þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×