Körfubolti

Jón Axel og fé­lagar spila til úr­slita

Ágúst Orri Arnarson skrifar
CCE53E4092C5D0CAD6013FBFADF575CB73E5C5ACE175255643F589D06CE501A1_713x0

Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos munu spila úrslitaleik á morgun í bikarkeppni neðri deilda Spánar. Það varð ljóst eftir 101-79 útisigur í undanúrslitum gegn Odilo Cartagena í kvöld.

Jón Axel skoraði fimm stig á þeim sextán mínútum sem hann spilaði, auk þess að grípa þrjú fráköst. 

Fljótt sást í hvað stefndi, San Pablo vann sér upp afgerandi forystu í fyrri hálfleik og lét ekki undan í seinni hálfleik. 

Andstæðingurinn í úrslitaleiknum verður Monbus Obradoiro sem vann Real Betis fyrr í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun klukkan níu að kvöldi á íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×