Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 23:02 Ragnar Auðun Árnason er framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Vinstri græn Framtíðin verður að leiða í ljós hvað verður um Vinstri græn og raunar vinstrið í heild sinni að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Flokkurinn fær engin fjárframlög frá ríkinu þetta kjörtímabilið. Bæði Píratar og Vinstri grænir duttu af þingi í kosningunum í lok nóvember. Vinstri græn höfðu verið á þingi frá stofnun flokksins árið 1999 og Píratar frá árinu 2013. Þegar flokkarnir voru hvað stærstir voru VG með fjórtán þingmenn og Píratar tíu. Fulltrúar VG á sveitarstjórnarstigi eru níu og Píratar eiga þrjá. Nú taka við öðruvísi tímar hjá flokkunum tveimur, sérstaklega Vinstri grænum, sem fengu einungis 2,4 prósent atkvæða í þingkosningunum og eiga því ekki rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Næstu skref flokksins verða ákveðin á flokksráðsfundi 22. febrúar. „Við erum að horfa fram á veruleika þar sem við erum að færa okkur yfir í að vera meiri grasrótarsamtök en við höfum verið undanfarin ár. Hver nákvæm framtíð hreyfingarinnar er verða almennir félagar að ákveða á þessum flokksráðsfundi og næstu fundum eftir það,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Sem stendur eru þrír starfsmenn á launum hjá flokknum. Ljóst er að seinna á árinu verði þeir núll og bróðurpartur starfsins fari fram í sjálfboðaliðavinnu. Það hafi verið ákveðið áfall fyrir flokkinn að vera undir tveimur og hálfu prósenti. „Ég held að það sé ákveðin depurð, sjokk, en líka smá spenningur um hvað gerist næst,“ segir Ragnar. „Ég held að framtíðin verði að leiða það í ljós hvað verður bæði um hreyfinguna og vinstrið á Íslandi.“ Vinstri græn Píratar Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bæði Píratar og Vinstri grænir duttu af þingi í kosningunum í lok nóvember. Vinstri græn höfðu verið á þingi frá stofnun flokksins árið 1999 og Píratar frá árinu 2013. Þegar flokkarnir voru hvað stærstir voru VG með fjórtán þingmenn og Píratar tíu. Fulltrúar VG á sveitarstjórnarstigi eru níu og Píratar eiga þrjá. Nú taka við öðruvísi tímar hjá flokkunum tveimur, sérstaklega Vinstri grænum, sem fengu einungis 2,4 prósent atkvæða í þingkosningunum og eiga því ekki rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Næstu skref flokksins verða ákveðin á flokksráðsfundi 22. febrúar. „Við erum að horfa fram á veruleika þar sem við erum að færa okkur yfir í að vera meiri grasrótarsamtök en við höfum verið undanfarin ár. Hver nákvæm framtíð hreyfingarinnar er verða almennir félagar að ákveða á þessum flokksráðsfundi og næstu fundum eftir það,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Sem stendur eru þrír starfsmenn á launum hjá flokknum. Ljóst er að seinna á árinu verði þeir núll og bróðurpartur starfsins fari fram í sjálfboðaliðavinnu. Það hafi verið ákveðið áfall fyrir flokkinn að vera undir tveimur og hálfu prósenti. „Ég held að það sé ákveðin depurð, sjokk, en líka smá spenningur um hvað gerist næst,“ segir Ragnar. „Ég held að framtíðin verði að leiða það í ljós hvað verður bæði um hreyfinguna og vinstrið á Íslandi.“
Vinstri græn Píratar Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira