Handbolti

HM í dag: Ferða­lok og síðasti sundspretturinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll gera upp dvölina í Zagreb í lokaþættinum.
Henry Birgir og Valur Páll gera upp dvölina í Zagreb í lokaþættinum.

Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag.

Henry Birgir og Valur Páll tóku þáttinn upp á blaðamannasvæðinu í Zagreb Arena eftir leikinn gegn Argentínu í gær. Skyldusigur á meðan allir voru enn að jafna sig á tapinu gegn Króötum. Það eyðilagði mótið fyrir okkar mann.

Strákarnir renna yfir þessa svekkjandi niðurstöðu í þætti dagsins og tala einnig frá hjartanu um hverju þeir muni sakna mest frá Króatíu.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: HM í dag #12 - Ferðalok og síðasti sundspretturinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×