Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar 27. janúar 2025 11:01 Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú hefur komið í ljós að bæði Flokkur fólksins og Vinstri græn fengu styrki sem eru ætlaðir stjórnmálasamtökum – án þess að flokkarnir væru skráðir stjórnmálasamtök í stjórnmálasamtakaskrá hjá Skattinum. Sem er afdráttarlaust og ótvírætt skilyrði styrkveitingarinnar. Hvað segir stjórnsýslufræðingur í slíku máli? Um er að ræða 240 milljónir til Flokks fólksins og til Vinstri grænna fóru „amk. 207 milljónir” – skv. Morgunblaðinu 27. jan 2025. Vinstri græn virðast hafa skráð sig í stjórnmálasamtakaskrá í lok mars 2023 – hafi flokkurinn hins vegar gert það eftir 25. janúar 2024 fékk hann auk þess 100 milljónir heimildarlaust. Í þessu efni gerist tvennt: Fjársýsla ríkisins gerir mistök með því að greiða út styrki án heimildar og viðkomandi flokkar tóku við fé sem þeim bar ekki. Hið opinbera – sem jafnvel umfram aðrar skyldur ber að fara vel með almannafé – getur ekki annað gert en að afturkalla styrkina og krefjast endurgreiðslu. Það getur ekki sleppt því að sækja málið. Um háar upphæðir er að ræða til aðila sem óhjákvæmilega verða vegna stöðu sinnar gagnvart almenningi að hafa allt sitt á hreinu. Raunar líka þótt svo væri ekki. Má minna á ofgreiðslur til æðstu embættismanna ríkisins í fyrra, en það mál fór til dómstóla. Það unnu reyndar embættismennirnir, m.a. á þeirri forsendu að þeir hefðu verið í góðri trú, en ekki tekið vísvitandi við ofgreiðslu. Tæplega gildir það sama um Flokk fólksins og Vinstri græn og gilti um embættismennina því skilyrði styrkveitingarinnar eru skýrt og greinilega tilgreint efst í lögunum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Þau lög hafa flokksmenn orðið að lesa, bæði vegna þessa styrks og annarra styrkja sem veittir eru á grundvelli þeirra laga. Þau lög eru biblía stjórnmálaframboða. Æðstu embættismenn ríkisins höfðu engar sambærilegar upplýsingar og gátu ekki séð fyrir að launagreiðslur þeirra væru of háar. Í þessu felst svo afdráttarlaus munur að telja verður víst að ríkið ynni dómsmál gegn Flokki fólksins og Vinstri grænum. Þá er ljóst að starfsmenn Fjársýslu ríkisins hafa gert sig seka um vanrækslu – þeir áttu að kanna hvort skilyrðum fjárveitingarinnar væri fullnægt – og þeir gera það óneitanlega þegar þeir greiða aðra styrki og til síður mikilvægra aðila. Svo stórt er þetta mál – upp á 400-500 milljónir kr. – að eðlilegt er að forstöðumaður Fjársýslunnar verði áminntur fyrir vanrækslu í starfi. Hvað geta flokkarnir gert? Hið augljósa svar er að þeir verða að leita til félagsmanna sinna eftir styrkveitingum. Það er hin heiðarlega og siðlega leið. Hins vegar gæti það verið erfitt – og hin íslenska leið, að fara í gjaldþrot, gæti orðið þrautaráðið. Það liggur beint við hjá Vinstri grænum sem ekki hefur marga fylgismenn lengur (endurgreiðslur flokksmanna yrðu 41.616 kr. pr. hvert atkvæði sem flokkurinn fékk 30. nóv. s.l. eða 61.720 ef flokkurinn skráði sig eftir 25. jan. 2024). Flokkur fólksins hefur hins vegar mikið fleiri fylgismenn, en honum er leikur einn að leggja niður flokksfélagið sem þarf að endurgreiða ríkinu og stofna ný stjórnmálasamtök á næsta landsfundi – þ.e. hafa kennitöluskipti. Þótt flokkurinn sem bauð fram hverfi þannig af sjónarsviðinu hefur það engin áhrif á þingmennsku þingmanna flokksins – þeir eru orðnir alþingismenn og það verður ekki af þeim tekið. Þá er það ósagt – sem mörgum mun þykja skemmtilegt – að stjórnmálasamtök sem voru rétt skráð á árunum sem um ræðir eiga tvímælalausan rétt á að fá frá ríkinu það fé sem ofgreitt var til Flokks fólksins og Vinstri grænna. Morgunblaðið hefur reiknað þessar kröfur út og gefum því orðið: „Sjálfstæðisflokkurinn var hlunnfarinn um 115-145 milljónir, eftir því hvenær árs 2024 VG hlaut skráningu hjá Skattinum, Framsóknarflokkurinn um 81-103 milljónir, Samfylkingin [varð] af 47-59 milljónum, Píratar af 40-51 milljón, Viðreisn af 39-49 milljónum, Miðflokkurinn af 26-33 milljónum og Sósíalistaflokkurinn af 19-24 milljónum.“ (Mbl. 27. jan. 2025). Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar