Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:49 Leiðtogarnir funduðu fyrst í danska forsætisráðuneytinu og borðuðu svo kvöldmat heima hjá Mette. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðaði til með skyndi í Kaupmannahöfn í gær um mál Grænlands og öryggismál á Eystrasalti. Mette sagði í færslu á samfélagsmiðlum um fundinn í gær að samstaða Norðurlandanna hafi aldrei verið eins mikilvæg á tímum sem þessum. Upplýst um efni fundarins Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra var Kristrún upplýst um fundinn samdægurs. Hún var svo upplýst um efni fundarins í kjölfarið. Í svari forsætisráðuneytisins til Vísis vegna málsins segir að forsætisráðherra Danmerkur hafi boðið til óformlegs fundar með skömmum fyrirvara þar sem nokkrir leiðtogar Norðurlanda voru á leið til minningarathafnar í Auschwitz sem fram fer í dag. Áttatíu ár eru nú frá frelsun þeirra. „Utanríkisráðherra verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda á minningarathöfninni. Forsætisráðherra var látinn vita af fundinum. Þar var fjallað um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum og hefur forsætisráðherra verið upplýstur um efni fundarins.“ Segir ennfremur í svari ráðuneytisins að Kristrún hafi í síðustu viku átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Sá fundur hafi verið um öryggis- og varnarmál. Áhyggjuefni Ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta í Grænland hefur valdið mikilli óvissu í samskiptum Danmerkur og Bandaríkjanna. Þá hafa öryggismál í Eystrasaltinu verið í algleymingi vegna skuggaskipa Rússlands sem klippt hafa á sæstrengi. Meðal þeirra sem vekja athygli á fjarveru Kristrúnar er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem reglulega skrifar um alþjóða- og öryggismál á bloggsíðu sinni. Hann segir það furðu sæta að ríkisstjórn Íslands steinþegi um stigmögnun í samskiptum Dana og Bandaríkjamanna vegna Grænlands. „Það sem vekur athygli íslensks lesanda þegar danski forsætisráðherrann talar um mikilvægi samstöðu og nánari samvinnu bandamanna og vina á óvissum örlagatímum er að íslenskur forsætisráðherra situr ekki við kvöldverðarborðið. Var Kristrúnu Frostadóttur ekki boðið til þessa óformlega samráðsfundar norrænna forystumanna? Eða þáði hún ekki boðið? Það er áhyggjuefni hvert sem svarið við þessum spurningum er.“ Frétt uppfærð 14:25.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá aðstoðarmanni Kristrúnar. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ísland var eina Norðurlandið sem ekki átti fulltrúa á fundinum sem Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðaði til með skyndi í Kaupmannahöfn í gær um mál Grænlands og öryggismál á Eystrasalti. Mette sagði í færslu á samfélagsmiðlum um fundinn í gær að samstaða Norðurlandanna hafi aldrei verið eins mikilvæg á tímum sem þessum. Upplýst um efni fundarins Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra var Kristrún upplýst um fundinn samdægurs. Hún var svo upplýst um efni fundarins í kjölfarið. Í svari forsætisráðuneytisins til Vísis vegna málsins segir að forsætisráðherra Danmerkur hafi boðið til óformlegs fundar með skömmum fyrirvara þar sem nokkrir leiðtogar Norðurlanda voru á leið til minningarathafnar í Auschwitz sem fram fer í dag. Áttatíu ár eru nú frá frelsun þeirra. „Utanríkisráðherra verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda á minningarathöfninni. Forsætisráðherra var látinn vita af fundinum. Þar var fjallað um öryggismál í Eystrasalti og í Úkraínu eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum og hefur forsætisráðherra verið upplýstur um efni fundarins.“ Segir ennfremur í svari ráðuneytisins að Kristrún hafi í síðustu viku átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. Sá fundur hafi verið um öryggis- og varnarmál. Áhyggjuefni Ásælni Donald Trump Bandaríkjaforseta í Grænland hefur valdið mikilli óvissu í samskiptum Danmerkur og Bandaríkjanna. Þá hafa öryggismál í Eystrasaltinu verið í algleymingi vegna skuggaskipa Rússlands sem klippt hafa á sæstrengi. Meðal þeirra sem vekja athygli á fjarveru Kristrúnar er Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra sem reglulega skrifar um alþjóða- og öryggismál á bloggsíðu sinni. Hann segir það furðu sæta að ríkisstjórn Íslands steinþegi um stigmögnun í samskiptum Dana og Bandaríkjamanna vegna Grænlands. „Það sem vekur athygli íslensks lesanda þegar danski forsætisráðherrann talar um mikilvægi samstöðu og nánari samvinnu bandamanna og vina á óvissum örlagatímum er að íslenskur forsætisráðherra situr ekki við kvöldverðarborðið. Var Kristrúnu Frostadóttur ekki boðið til þessa óformlega samráðsfundar norrænna forystumanna? Eða þáði hún ekki boðið? Það er áhyggjuefni hvert sem svarið við þessum spurningum er.“ Frétt uppfærð 14:25.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá aðstoðarmanni Kristrúnar.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira