Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Samúel Karl Ólason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 27. janúar 2025 19:26 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Arnar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokkinn ekki geta endurgreitt greiðslur úr ríkissjóði sem hann hefur fengið undanfarin ár, þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaleg skilyrði um skráningu sem stjórnmálaflokkur. Verði flokknum gert að endurgreiða peningana muni flokkurinn fara í þrot. Í ljós hefur komið að fimm stjórnmálaflokkar hafa á undanförnum árum fengið greiðslur sem þeir áttu ekki að fá samkvæmt lögum. Flokkur fólksins er þó sá eini sem hefur ekki enn breytt skráningu í samræmi við lög. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið geta haft mikil pólitísk áhrif. Sérstaklega ef Flokki fólksins verði gert að endurgreiða peningana. „Það er nú illhugsanlegt að sjá það fyrir sér að ríkisstjórnarflokkur færi á einhverskonar kennitöluflakk og stofnaði nýjan flokk á grundvelli gjaldþrota hreyfingar,“ sagði Eiríkur í fréttum Stöðvar 2. „Það yrði allavega pólitískt mjög erfitt og erfitt fyrir samstarfsflokkana líka að verja slíkt. Manni virðist á mörgu sem fram hefur komið að þarna hafi sannarlega verið ofgreitt fé og hingað til hefur það verið þannig að ofgreiði ríkið fé, þá beri fólki að endurgreiða það.“ „Allir bótaþegar í landinu hafa fengið að upplifa eitthvað slíkt, eða margir þeirra.“ Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið og viðtal við Ingu Sæland, þar sem hún segir að Flokkur fólksins færi í þrot ef þeim verður gert að greiða peningana til baka. Þar á eftir má sjá ummæli Eiríks. Algjör úlfakreppa Eiríkur segir að verði niðurstaðan sú að flokknum beri að endurgreiða þetta og þau neita því, sé í sjálfu sér ekkert sem neinn getur gert. Hins vegar geti mögulega verið hægt að semja um að greiðslur til einhverra ára en til þess þurfi samningsvilja hjá leiðtogum Flokks fólksins. „Pólitískt myndi þetta setja ríkisstjórnina í algjöra úlfakreppu. Það á fyrstu metrum í starfi hennar,“ sagði Eiríkur. Hann sagði mál sem þetta geta undið upp á sig og orðið illviðráðanleg í stjórnmálalegu tilliti. Eiríkur telur að það hjálpi Flokki fólksins mjög að fleiri flokkar hafi ranglega fengið greiðslur á undanförnum árum. „Það er auðvitað samt smá munur á því hvort þetta sé bara eitthvað tímabundið mál, sem var þarna fyrsta árið eftir að þessi nýju lög taka gildi eða hvort að staðan sé viðvarandi. Mér finnst það breyta ansi miklu varðandi pólitíska stöðu en varðandi endurgreiðslurnar yrðu allir jafnt krafðir um þær, hvort sem það væri til skemmri eða lengri tíma.“ Óþægilegt mál á fyrstu metrunum Eiríkur sagði tilfinningu hans á þá leið að ansi mörg vandræðamál hafi skotið upp kollinum hjá Flokki fólksins á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. „Fréttaflutningur hefur verið ansi mikill í kringum vandræðagang hjá honum [Flokki fólksins]. Eðli samsteypustjórna er þannig að þegar einn stjórnarflokkurinn lendir í vandræðum, þá færist það auðvitað yfir á alla ríkisstjórnina. Forystumenn samstarfsflokkanna, og alveg sér í lagi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að taka á slíku máli og ræða það almennilega og hreint út við þjóðina.“ „Það þýðir ekkert að fara undan í flæmingi í þeim efnum.“ Eiríkur sagði stjórnmálaöfl hafa komist í kringum allskonar hindranir í gegnum árin en þetta mál snerist í raun um viðmót og hvernig svona máli væri mætt. „Ef að fólk ætlar að læsast í einhverri afneitun þá er það erfitt. En um leið og stjórnmálaflokkar sýna skilning og samstarfsvilja og biðjast jafnvel afsökunar á einhverjum yfirsjónum, er vel hægt að vinna sig út úr slíkum málum. Það eru viðbrögðin sem ráða þessu en ekki bara eðli máls,“ sagði Eiríkur. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Í ljós hefur komið að fimm stjórnmálaflokkar hafa á undanförnum árum fengið greiðslur sem þeir áttu ekki að fá samkvæmt lögum. Flokkur fólksins er þó sá eini sem hefur ekki enn breytt skráningu í samræmi við lög. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið geta haft mikil pólitísk áhrif. Sérstaklega ef Flokki fólksins verði gert að endurgreiða peningana. „Það er nú illhugsanlegt að sjá það fyrir sér að ríkisstjórnarflokkur færi á einhverskonar kennitöluflakk og stofnaði nýjan flokk á grundvelli gjaldþrota hreyfingar,“ sagði Eiríkur í fréttum Stöðvar 2. „Það yrði allavega pólitískt mjög erfitt og erfitt fyrir samstarfsflokkana líka að verja slíkt. Manni virðist á mörgu sem fram hefur komið að þarna hafi sannarlega verið ofgreitt fé og hingað til hefur það verið þannig að ofgreiði ríkið fé, þá beri fólki að endurgreiða það.“ „Allir bótaþegar í landinu hafa fengið að upplifa eitthvað slíkt, eða margir þeirra.“ Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið og viðtal við Ingu Sæland, þar sem hún segir að Flokkur fólksins færi í þrot ef þeim verður gert að greiða peningana til baka. Þar á eftir má sjá ummæli Eiríks. Algjör úlfakreppa Eiríkur segir að verði niðurstaðan sú að flokknum beri að endurgreiða þetta og þau neita því, sé í sjálfu sér ekkert sem neinn getur gert. Hins vegar geti mögulega verið hægt að semja um að greiðslur til einhverra ára en til þess þurfi samningsvilja hjá leiðtogum Flokks fólksins. „Pólitískt myndi þetta setja ríkisstjórnina í algjöra úlfakreppu. Það á fyrstu metrum í starfi hennar,“ sagði Eiríkur. Hann sagði mál sem þetta geta undið upp á sig og orðið illviðráðanleg í stjórnmálalegu tilliti. Eiríkur telur að það hjálpi Flokki fólksins mjög að fleiri flokkar hafi ranglega fengið greiðslur á undanförnum árum. „Það er auðvitað samt smá munur á því hvort þetta sé bara eitthvað tímabundið mál, sem var þarna fyrsta árið eftir að þessi nýju lög taka gildi eða hvort að staðan sé viðvarandi. Mér finnst það breyta ansi miklu varðandi pólitíska stöðu en varðandi endurgreiðslurnar yrðu allir jafnt krafðir um þær, hvort sem það væri til skemmri eða lengri tíma.“ Óþægilegt mál á fyrstu metrunum Eiríkur sagði tilfinningu hans á þá leið að ansi mörg vandræðamál hafi skotið upp kollinum hjá Flokki fólksins á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. „Fréttaflutningur hefur verið ansi mikill í kringum vandræðagang hjá honum [Flokki fólksins]. Eðli samsteypustjórna er þannig að þegar einn stjórnarflokkurinn lendir í vandræðum, þá færist það auðvitað yfir á alla ríkisstjórnina. Forystumenn samstarfsflokkanna, og alveg sér í lagi forsætisráðherra getur ekki vikið sér undan því að taka á slíku máli og ræða það almennilega og hreint út við þjóðina.“ „Það þýðir ekkert að fara undan í flæmingi í þeim efnum.“ Eiríkur sagði stjórnmálaöfl hafa komist í kringum allskonar hindranir í gegnum árin en þetta mál snerist í raun um viðmót og hvernig svona máli væri mætt. „Ef að fólk ætlar að læsast í einhverri afneitun þá er það erfitt. En um leið og stjórnmálaflokkar sýna skilning og samstarfsvilja og biðjast jafnvel afsökunar á einhverjum yfirsjónum, er vel hægt að vinna sig út úr slíkum málum. Það eru viðbrögðin sem ráða þessu en ekki bara eðli máls,“ sagði Eiríkur.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
„Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31
„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27