Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar 28. janúar 2025 12:32 Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Coda Terminal Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttara og öflugra samfélagi, þar sem ný verkefni og fyrirtæki hafa skapað verðmæti og bætt lífsgæði íbúa. Vegna þessara verkefna hefur verið hægt að ráðast í milljarða fjárfestingar í innviðum á seinustu árum svo sem fimleikahúsi, byggingu nýrra atvinnu- og íbúðahverfa, leikskóla, félagsþjónustu, leikvöllum og fl. Enn meira er fram undan svo sem nýr miðbær, stækkun á grunnskóla, frekari stækkun hafnarinnar, betri fráveita og lengi má áfram telja. Markmiðið er ætíð að sækja velferð fyrir íbúa á grundvelli verðmætasköpunar. Carbfix Nú stendur samfélagið enn á ný frammi fyrir verkefni sem kann að tryggja enn frekari sókn. Það verkefni var kynnt á vel sóttum íbúafundi í gær. Er þar um að ræða næsta skref í samstarfi við fyrirtækið Carbfix, sem undanfarin 12 ár hefur unnið að einu af stærstu loftslagsverkefnum landsins hér á Hellisheiði í Ölfusi. Verkefnið felst í því að binda koldíoxíð og breyta því í stein með því að dæla því niður í jörðina án skaða fyrir náttúruna. Þannig er vandinn greyptur í stein án vandkvæða. Okkur hér í Ölfusi er vel kunnugt um árangur þessa verkefnis enda hafa ekki komið upp neinir vankantar gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni í þann rúma áratug sem samstarfið hefur staðið. Nú liggur fyrir sú spurning hvort stækka eigi verkefnið með því að taka á móti koldíoxíði frá fyrirtækjum í Evrópu sem vilja nýta sér íslenskt hugvit til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Sveitarfélagið er í einstakri stöðu til að meta slíka möguleika, enda verið virkur þátttakandi í því frá því að það hófst árið 2012. Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Efnahagsleg uppbygging og ábyrgð Samhliða þessum jákvæðu þróunartækifærum fylgja eðlilega spurningar og í sumum tilvikum áhyggjur. Þeir sem búa í sveitarfélaginu hafa fullan rétt á að fá ítarlegar upplýsingar um áhrif og ávinning af slíkum verkefnum. Sveitarfélagið hefur því lagt mikla áherslu á gegnsætt og heiðarlegt ferli þar sem íbúar eru upplýstir um allar hliðar mála og fá tækifæri til að koma að umræðunni og hafa á henni skoðun. Til að hefja vinnslu málsins var því haldin íbúafundur í gær þar sem málið var kynnt, spurningum svarað og tekið við ábendingum. Þar var um að ræða fyrsta skrefið og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægi upplýstrar umræðu Aðkoma íbúa að ákvarðanatöku er lykilatriði í verkefnum sem þessum. Með því að tryggja opið samtal og samráð má taka ákvarðanir sem stuðla að farsælli framtíð samfélagsins. Umræða um verkefni eins og stækkun Carbfix snýst ekki eingöngu um tæknileg atriði heldur einnig um siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á fjölmargar spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið: Hvaða áhrif mun frekari þróun hafa á umhverfið? Hvernig er tryggt að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin? Hefur þetta skaðleg áhrif á aðra starfsemi? Hvað þýðir það fyrir atvinnulífið að taka á móti koldíoxíði frá öðrum löndum? Spurningarnar eru margar og spyrjendur eiga rétt á heiðarlegum svörum, og sveitarfélagið mun tryggja að þær verði ræddar á opnum og upplýstum vettvangi. Það eru íbúar sem skapa samfélagið og tryggja að það dafni. Með sameiginlegu átaki er hægt að nýta þau tækifæri sem felast í verkefnum eins og þessu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, án þess að fórna þeirri einstöku náttúru og lífsgæðum sem gera Ölfus að því sem það er í dag. Að öðrum kosti eiga þau ekki að koma til framkvæmda. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun