Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2025 13:24 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir engin vandamál hafa komið upp gagnvart náttúru eða sveitarfélaginu á þeim tólf árum sem Carbfix hefur dælt niður koltvísýringi við Hellisheiðarvirkjun. Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir að hugmynd um kolefnisförgunarstöð Carbfix í sveitarfélaginu verði metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Enginr vankantar hafi komið upp varðandi starfsemi Carbfix á Hellisheiði síðasta áratuginn. Kynningarfundur um kolefnisförgunarstöðina var haldin í Þorlákshöfn í gær. Þar kynntu framkvæmdastjóri Carbfix og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hugmyndir fyrirtækisins um að taka á móti koltvísýringi frá evrópskum iðnfyrirtækjum og binda hann í jarðlög með tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í sveitarfélaginu. Verkefnið er af sama meiði og er til umsagnar í Hafnarfirði en þar hefur það mætt háværri andspyrnu fólks sem hefur fundið því flest til foráttu. Elliði skrifar í aðsendri grein á Vísi í dag að Ölfuss sé í einstrarki stöðu til meta möguleikann á umfangsmeiri starfsemi Carbfix þar sem sveitarfélagið hafi verið virkur þátttakandi í því frá upphafi á Hellisheiði. „Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi,“ skrifar Elliði. Fá íbúa að borðinu strax í upphafi Carbfix hefur dælt koltvísýringi í jörðu við Hellisheiðarvirkjun frá 2012 og segir Elliði að engir vankantar hafi komið upp gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni á þeim tíma. Mikilvægt sé að varpa ljósi á hvaða áhrif verkefnið kunni að hafa á umhverfið og hvernig tryggt verði að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin. Kynningarfundurinn hafi verið fyrsta skrefið í að upplýsa íbúa um verkefnið og engar ákvarðanir hafa enn verið teknar. Viljayfirlýsing á milli sveitarfélagsins, Carbfix, Veitna og hafnarstjórnar Þorlákshafnar verður tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Ölfuss á fimmtudag. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum í gær að viljayfirlýsingin hefði verið unnin í samstarfi við minnihlutann í bæjarstjórn sem hafi meðal annars lagt áherslu á að sveitarfélagið stæði að upplýsingagjöf um verkefnið og að íbúar gætu kallað eftir íbúakosningu. Verkefnið væri á algeru frumstigi og bæjarstjórnin hefði lært margt af svonefndu Heidelberg-máli en íbúar Ölfuss höfnuðu áformum um mölunarverksmiðju á vegum fyrirtækisins í íbúakosningu í vetur. Nú séu íbúar fengnir strax að borðinu og vel verði staðið að allri upplýsingagjöf. Hún sagði ekkert óeðlilegt við að fólk hefði efasemdir um verkefni af svo stórum skala og allir hefðu fylgst vel með umræðunni um Carbfix í Hafnarfirði. „Það sem auðvitað mun ráða afstöðu íbúa hér er hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila sem fyrir eru. Það á allt eftir að koma í ljós,“ sagði Ása Berglind. Sýnt fram á gagnsemi í að binda koltvísýring Bæði í Hafnarfirði og í Ölfusi er ætlunin að taka á móti koltvísýringi á fljótandi formi í móttökustöðvum. Hann yrði svo fluttur með leiðslum til niðurdælingarborholna þar sem honum yrði dælt niður í jarðlög þar sem hann binst nær varanlega. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarferlum í Evrópu þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun, en ekki bruna á jarðefnaeldsneyti. Í Hafnarfirði hafa sumir íbúar haldið því fram að til standi að dæla niður „mengun“ frá útlöndum. Koltvísýringurinn er þó ekki hættulegur mönnum að öðru leyti en vegna þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hann veldur ef hann sleppur út í andrúmsloftið. Ása Berglind sagði að það lægi fyrir að Carbfix hefði sýnt fram á gagnsemi sína í að binda kolefni sem væri nauðsynleg aðgerð til þess að taka á loftslagsvandanum. Carbfix geri ráð fyrir að því sem verður dælt niður verði 99 prósent hreinn koltvísýringur og að snefilefni sem kunni að vera í vökvanum hafi valdi ekki skaða. Staðsetning fyrir förgunar- og móttökustöðina í Ölfusi liggur ekki fyrir. Upplýsingafulltrúi Carbfix sagði við Vísi í síðustu viku að nær hvaða svæði sem er kæmi til greina fyrir borholurnar utan vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Móttökustöðin þyrfti annað hvort að vera við höfnina í Þorlákshöfn eða mögulega fyrir utan bæinn. Coda Terminal Loftslagsmál Ölfus Skipulag Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Kynningarfundur um kolefnisförgunarstöðina var haldin í Þorlákshöfn í gær. Þar kynntu framkvæmdastjóri Carbfix og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hugmyndir fyrirtækisins um að taka á móti koltvísýringi frá evrópskum iðnfyrirtækjum og binda hann í jarðlög með tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í sveitarfélaginu. Verkefnið er af sama meiði og er til umsagnar í Hafnarfirði en þar hefur það mætt háværri andspyrnu fólks sem hefur fundið því flest til foráttu. Elliði skrifar í aðsendri grein á Vísi í dag að Ölfuss sé í einstrarki stöðu til meta möguleikann á umfangsmeiri starfsemi Carbfix þar sem sveitarfélagið hafi verið virkur þátttakandi í því frá upphafi á Hellisheiði. „Þeir möguleikar verða metnir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi,“ skrifar Elliði. Fá íbúa að borðinu strax í upphafi Carbfix hefur dælt koltvísýringi í jörðu við Hellisheiðarvirkjun frá 2012 og segir Elliði að engir vankantar hafi komið upp gagnvart sveitarfélaginu eða náttúrunni á þeim tíma. Mikilvægt sé að varpa ljósi á hvaða áhrif verkefnið kunni að hafa á umhverfið og hvernig tryggt verði að vatnsból og önnur náttúruverðmæti verði varin. Kynningarfundurinn hafi verið fyrsta skrefið í að upplýsa íbúa um verkefnið og engar ákvarðanir hafa enn verið teknar. Viljayfirlýsing á milli sveitarfélagsins, Carbfix, Veitna og hafnarstjórnar Þorlákshafnar verður tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Ölfuss á fimmtudag. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í kvöldfréttum í gær að viljayfirlýsingin hefði verið unnin í samstarfi við minnihlutann í bæjarstjórn sem hafi meðal annars lagt áherslu á að sveitarfélagið stæði að upplýsingagjöf um verkefnið og að íbúar gætu kallað eftir íbúakosningu. Verkefnið væri á algeru frumstigi og bæjarstjórnin hefði lært margt af svonefndu Heidelberg-máli en íbúar Ölfuss höfnuðu áformum um mölunarverksmiðju á vegum fyrirtækisins í íbúakosningu í vetur. Nú séu íbúar fengnir strax að borðinu og vel verði staðið að allri upplýsingagjöf. Hún sagði ekkert óeðlilegt við að fólk hefði efasemdir um verkefni af svo stórum skala og allir hefðu fylgst vel með umræðunni um Carbfix í Hafnarfirði. „Það sem auðvitað mun ráða afstöðu íbúa hér er hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila sem fyrir eru. Það á allt eftir að koma í ljós,“ sagði Ása Berglind. Sýnt fram á gagnsemi í að binda koltvísýring Bæði í Hafnarfirði og í Ölfusi er ætlunin að taka á móti koltvísýringi á fljótandi formi í móttökustöðvum. Hann yrði svo fluttur með leiðslum til niðurdælingarborholna þar sem honum yrði dælt niður í jarðlög þar sem hann binst nær varanlega. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarferlum í Evrópu þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun, en ekki bruna á jarðefnaeldsneyti. Í Hafnarfirði hafa sumir íbúar haldið því fram að til standi að dæla niður „mengun“ frá útlöndum. Koltvísýringurinn er þó ekki hættulegur mönnum að öðru leyti en vegna þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hann veldur ef hann sleppur út í andrúmsloftið. Ása Berglind sagði að það lægi fyrir að Carbfix hefði sýnt fram á gagnsemi sína í að binda kolefni sem væri nauðsynleg aðgerð til þess að taka á loftslagsvandanum. Carbfix geri ráð fyrir að því sem verður dælt niður verði 99 prósent hreinn koltvísýringur og að snefilefni sem kunni að vera í vökvanum hafi valdi ekki skaða. Staðsetning fyrir förgunar- og móttökustöðina í Ölfusi liggur ekki fyrir. Upplýsingafulltrúi Carbfix sagði við Vísi í síðustu viku að nær hvaða svæði sem er kæmi til greina fyrir borholurnar utan vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Móttökustöðin þyrfti annað hvort að vera við höfnina í Þorlákshöfn eða mögulega fyrir utan bæinn.
Coda Terminal Loftslagsmál Ölfus Skipulag Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira