Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2025 22:02 Kristófer Már Marsonsson hefur verið formaður fræðslunefndar Skagafjarðar frá því 2023. Samsett Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. Kennari á leikskólanum Ársölum hefur sagt upp vegna málsins. Kristófer Már segir sjálfsagt að láta reyna á það hvort þátttakan sé brot á siðareglum. Hann leyfi sér að setja á „foreldrahattinn“ utan nefndarfunda. Reið og sár Í opnu bréfi til sveitarstjóra og sveitarstjórnar Skagafjarðar segjast þau upplifa reiði, vonbrigði og sárindi vegna ákvörðunar formannsins sem hefur auk þess að taka þátt í stefnunni tjáð sig um það opinberlega. „Búið er að leggja mikla vinnu í að efla starfsanda og bæta starfsaðstæður í leikskólum Skagafjarðar en með þessari ákvörðun er út um þá vinnu,“ segir í opna bréfinu sem birt hefur verið á fréttasíðunni Feyki. Um er að ræða Kristófer Már Maronsson en hann skrifaði grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann svaraði formanni Félags leikskólakennara sem hafði sagt kæruna aðför að kennurum barna þeirra foreldra sem stæðu að kærunni. Kristófer svaraði honum og sagði það ekki rétt. Stefnan snerist um réttinn til verkfalls og hvernig þeim rétti er beitt. Sýni afstöðu formannsins til leikskólans „Það að einstaklingur í hans stöðu skuli velja að vera einn af þeim fáu sem völdu að stefna KÍ sýnir berlega hver afstaða hans til leikskólans er. Hann hafði val um að láta aðra um að leita til dómstóla í ljósi þess að hann er formaður fræðslunefndar en valdi að taka þátt með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í opnu bréfi félagsfólksins. Þá segir að þessi ákvörðun hans hafi þegar haft þær afleiðingar að kennari við leikskólann Ársölum hafi sagt upp. Í bréfinu segir að fleiri kennarar íhugi nú stöðu sína. „Það verður lítið um faglegt leikskólastarf ef það verða engir kennarar eftir til að kenna börnunum. Mjög erfiðlega hefur gengið að manna leikskólana í Skagafirði. Ef fleiri uppsagnir koma í kjölfar ákvörðunar formanns fræðslunefndar þá myndu þær leiða til þess að leikskólarnir geta ekki haldið öllum deildum opnum með tilheyrandi afleiðingum. Við teljum að ákvörðun hans hljóti að vera brot á siðareglum kjörinna fulltrúa þ.e. að formaður fræðslunefndar skuli hafa valið sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni,“ segir í bréfinu. Þá hvetja þau að lokum sveitarfélagið til að taka afstöðu með kennurum og reyna að koma í veg fyrir meiri skaða. Miður að upplifun starfsfólks sé með þessum hætti Kristófer Már segir sjálfur í skriflegu svari til fréttastofu um málið að hann styðji kjarabaráttu kennara og að staða innan stéttarinnar kalli á breytingar. Hann segir miður að kennarar upplifi þátttöku hans í stefnunni sem árás á sig og þeirra störf. „Ég hef tekið það fram áður að í því felast ekki ásakanir um að KÍ eða kennarar hafi haft nokkurn ásetning um að brjóta lög með verkfallsaðgerðum sínum. Með þátttöku í málsóknarfélaginu eru foreldrar með engu að gera lítið úr starfi leikskólakennara, því starfi sem fer fram á leikskólum eða mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigsins. Það er mjög miður ef það er upplifun starfsfólks. Hver og einn á samt sem áður rétt á sinni eigin upplifun,“ segir Kristófer Már í svari sínu. Heimilt að hafa foreldrahattinn utan funda Hann segir þó eðlilegt að telji starfsfólk traust á milli hans og þeirra nú rofið sé eðlilegt að eiga samtal og það sé eðlilegt að þau láti á það reyna hjá sveitafélaginu hvort þátttaka hans sé brot á siðareglum. „Ég hef ekki skrifað undir neitt sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði í tengslum við málsóknina enda lít ég svo á að mér sé heimilt að hafa foreldrahattinn á utan nefndarfunda og annarra viðburða þar sem ég kem fram sem kjörinn fulltrúi. Mér þótti þó rétt, í ljósi þess að ég starfa í umboði íbúa sveitarfélagsins, að stíga fram og greina frá minni aðkomu að málinu. Heiðarleiki og hreinskilni skipta máli í fari kjörinna fulltrúa. Hver sem er getur lesið pistil sem ég birti á Vísi fyrir helgi og ætla ég ekki að fjalla frekar um hann hér,“ segir Kristófer Már. Hann segist líta svo á að það séu sérhagsmunir þegar einhver skarar eld að eigin köku en það sé honum dulið hverjir hans sérhagsmunir séu í þessu máli. „Í þessu samhengi velti ég einnig fyrir mér hverjir séu almannahagsmunir. Hvort það séu almannahagsmunir að það sé yfir allan vafa hafið að farið sé að lögum eða hvort líta eigi framhjá þeim vafa í ljósi góðs málstaðar og sýna málstaðnum skilyrðislausan stuðning? Þá velti ég einnig fyrir mér almannahagsmunum í tengslum við verkfall í leikskóla og þá sérstaklega fyrir þau börn og fjölskyldur þar sem lítið má út af bregða. Að sjálfsögðu eru einnig almannahagsmunir að samið sé við stéttir sem eru í kjaradeilum og ég vona að samningar náist sem fyrst í kjaradeilu kennara. Ég fór fyrst og fremst í þessa vegferð sem foreldri en vil þó minnast á það að í okkar góða samfélagi eru börn, kennarar og foreldrar og eigi að draga hlutverk mitt sem formanns fræðslunefndar inn í umræðuna þá hlýt ég að eiga að starfa í þágu allra hagaðila. Hvernig sem fer í því dómsmáli sem um ræðir mun ég áfram styðja baráttu kennara fyrir bættum kjörum,“ segir hann að lokum. Svarið í heild sinni má sjá hér að neðan. Ég vil byrja á því að ítreka að ég styð kennara í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Augljóst er að framboð af menntuðum kennurum er langt undir eftirspurn og það kallar á breytingar á ýmsum þáttum, þ.a.m. kjörum. Mér þykir miður að kennarar upplifi það sem árás á sig og sín störf að ég skuli hafa ákveðið að taka þátt í málsóknarfélagi til að láta reyna á lögmæti verkfalls. Ég hef tekið það fram áður að í því felast ekki ásakanir um að KÍ eða kennarar hafi haft nokkurn ásetning um að brjóta lög með verkfallsaðgerðum sínum. Með þátttöku í málsóknarfélaginu eru foreldrar með engu að gera lítið úr starfi leikskólakennara, því starfi sem fer fram á leikskólum eða mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigsins. Það er mjög miður ef það er upplifun starfsfólks. Hver og einn á samt sem áður rétt á sinni eigin upplifun. Ég hef átt frábært samstarf við leikskólakennara og stjórnendur undanfarið ár og er bæði þakklátur fyrir að fá að taka þátt og stoltur af þeim verkefnum sem við höfum unnið að, m.a. sem felur í sér að bæta starfsaðstæður í leikskólunum. Telji starfsfólk að það traust sem ríkt hefur okkar á milli sé nú rofið þætti mér eðlilegt fyrsta skref að eiga samtal þar sem fólki gefst færi á að spyrja hvort annað spjörunum úr. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa sem fjalla um ákvarðanir og störf í þágu sveitarfélagsins þykir mér sjálfsagt að á það sé látið reyna hvort ég hafi gerst brotlegur við þær. Ég hef ekki skrifað undir neitt sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði í tengslum við málsóknina enda lít ég svo á að mér sé heimilt að hafa foreldrahattinn á utan nefndarfunda og annarra viðburða þar sem ég kem fram sem kjörinn fulltrúi. Mér þótti þó rétt, í ljósi þess að ég starfa í umboði íbúa sveitarfélagsins, að stíga fram og greina frá minni aðkomu að málinu. Heiðarleiki og hreinskilni skipta máli í fari kjörinna fulltrúa. Hver sem er getur lesið pistil sem ég birti á Vísi fyrir helgi og ætla ég ekki að fjalla frekar um hann hér. Ég lít á það sem svo að sérhagsmunir séu þegar einhver skarar eld að eigin köku. Það er mér dulið hverjir eru mínir sérhagsmunir í þessu máli. Í þessu samhengi velti ég einnig fyrir mér hverjir séu almannahagsmunir. Hvort það séu almannahagsmunir að það sé yfir allan vafa hafið að farið sé að lögum eða hvort líta eigi framhjá þeim vafa í ljósi góðs málstaðar og sýna málstaðnum skilyrðislausan stuðning? Þá velti ég einnig fyrir mér almannahagsmunum í tengslum við verkfall í leikskóla og þá sérstaklega fyrir þau börn og fjölskyldur þar sem lítið má út af bregða. Að sjálfsögðu eru einnig almannahagsmunir að samið sé við stéttir sem eru í kjaradeilum og ég vona að samningar náist sem fyrst í kjaradeilu kennara. Ég fór fyrst og fremst í þessa vegferð sem foreldri en vil þó minnast á það að í okkar góða samfélagi eru börn, kennarar og foreldrar og eigi að draga hlutverk mitt sem formanns fræðslunefndar inn í umræðuna þá hlýt ég að eiga að starfa í þágu allra hagaðila. Hvernig sem fer í því dómsmáli sem um ræðir mun ég áfram styðja baráttu kennara fyrir bættum kjörum. Uppfært 30.1.2025 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að leikskólastjóri á leikskólanum Ársölum hefði sagt upp störfum. Það rétta er að kennari við leikskólann sagði upp. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Skagafjörður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15 Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Kennari á leikskólanum Ársölum hefur sagt upp vegna málsins. Kristófer Már segir sjálfsagt að láta reyna á það hvort þátttakan sé brot á siðareglum. Hann leyfi sér að setja á „foreldrahattinn“ utan nefndarfunda. Reið og sár Í opnu bréfi til sveitarstjóra og sveitarstjórnar Skagafjarðar segjast þau upplifa reiði, vonbrigði og sárindi vegna ákvörðunar formannsins sem hefur auk þess að taka þátt í stefnunni tjáð sig um það opinberlega. „Búið er að leggja mikla vinnu í að efla starfsanda og bæta starfsaðstæður í leikskólum Skagafjarðar en með þessari ákvörðun er út um þá vinnu,“ segir í opna bréfinu sem birt hefur verið á fréttasíðunni Feyki. Um er að ræða Kristófer Már Maronsson en hann skrifaði grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann svaraði formanni Félags leikskólakennara sem hafði sagt kæruna aðför að kennurum barna þeirra foreldra sem stæðu að kærunni. Kristófer svaraði honum og sagði það ekki rétt. Stefnan snerist um réttinn til verkfalls og hvernig þeim rétti er beitt. Sýni afstöðu formannsins til leikskólans „Það að einstaklingur í hans stöðu skuli velja að vera einn af þeim fáu sem völdu að stefna KÍ sýnir berlega hver afstaða hans til leikskólans er. Hann hafði val um að láta aðra um að leita til dómstóla í ljósi þess að hann er formaður fræðslunefndar en valdi að taka þátt með sérhagsmuni að leiðarljósi,“ segir í opnu bréfi félagsfólksins. Þá segir að þessi ákvörðun hans hafi þegar haft þær afleiðingar að kennari við leikskólann Ársölum hafi sagt upp. Í bréfinu segir að fleiri kennarar íhugi nú stöðu sína. „Það verður lítið um faglegt leikskólastarf ef það verða engir kennarar eftir til að kenna börnunum. Mjög erfiðlega hefur gengið að manna leikskólana í Skagafirði. Ef fleiri uppsagnir koma í kjölfar ákvörðunar formanns fræðslunefndar þá myndu þær leiða til þess að leikskólarnir geta ekki haldið öllum deildum opnum með tilheyrandi afleiðingum. Við teljum að ákvörðun hans hljóti að vera brot á siðareglum kjörinna fulltrúa þ.e. að formaður fræðslunefndar skuli hafa valið sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni,“ segir í bréfinu. Þá hvetja þau að lokum sveitarfélagið til að taka afstöðu með kennurum og reyna að koma í veg fyrir meiri skaða. Miður að upplifun starfsfólks sé með þessum hætti Kristófer Már segir sjálfur í skriflegu svari til fréttastofu um málið að hann styðji kjarabaráttu kennara og að staða innan stéttarinnar kalli á breytingar. Hann segir miður að kennarar upplifi þátttöku hans í stefnunni sem árás á sig og þeirra störf. „Ég hef tekið það fram áður að í því felast ekki ásakanir um að KÍ eða kennarar hafi haft nokkurn ásetning um að brjóta lög með verkfallsaðgerðum sínum. Með þátttöku í málsóknarfélaginu eru foreldrar með engu að gera lítið úr starfi leikskólakennara, því starfi sem fer fram á leikskólum eða mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigsins. Það er mjög miður ef það er upplifun starfsfólks. Hver og einn á samt sem áður rétt á sinni eigin upplifun,“ segir Kristófer Már í svari sínu. Heimilt að hafa foreldrahattinn utan funda Hann segir þó eðlilegt að telji starfsfólk traust á milli hans og þeirra nú rofið sé eðlilegt að eiga samtal og það sé eðlilegt að þau láti á það reyna hjá sveitafélaginu hvort þátttaka hans sé brot á siðareglum. „Ég hef ekki skrifað undir neitt sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði í tengslum við málsóknina enda lít ég svo á að mér sé heimilt að hafa foreldrahattinn á utan nefndarfunda og annarra viðburða þar sem ég kem fram sem kjörinn fulltrúi. Mér þótti þó rétt, í ljósi þess að ég starfa í umboði íbúa sveitarfélagsins, að stíga fram og greina frá minni aðkomu að málinu. Heiðarleiki og hreinskilni skipta máli í fari kjörinna fulltrúa. Hver sem er getur lesið pistil sem ég birti á Vísi fyrir helgi og ætla ég ekki að fjalla frekar um hann hér,“ segir Kristófer Már. Hann segist líta svo á að það séu sérhagsmunir þegar einhver skarar eld að eigin köku en það sé honum dulið hverjir hans sérhagsmunir séu í þessu máli. „Í þessu samhengi velti ég einnig fyrir mér hverjir séu almannahagsmunir. Hvort það séu almannahagsmunir að það sé yfir allan vafa hafið að farið sé að lögum eða hvort líta eigi framhjá þeim vafa í ljósi góðs málstaðar og sýna málstaðnum skilyrðislausan stuðning? Þá velti ég einnig fyrir mér almannahagsmunum í tengslum við verkfall í leikskóla og þá sérstaklega fyrir þau börn og fjölskyldur þar sem lítið má út af bregða. Að sjálfsögðu eru einnig almannahagsmunir að samið sé við stéttir sem eru í kjaradeilum og ég vona að samningar náist sem fyrst í kjaradeilu kennara. Ég fór fyrst og fremst í þessa vegferð sem foreldri en vil þó minnast á það að í okkar góða samfélagi eru börn, kennarar og foreldrar og eigi að draga hlutverk mitt sem formanns fræðslunefndar inn í umræðuna þá hlýt ég að eiga að starfa í þágu allra hagaðila. Hvernig sem fer í því dómsmáli sem um ræðir mun ég áfram styðja baráttu kennara fyrir bættum kjörum,“ segir hann að lokum. Svarið í heild sinni má sjá hér að neðan. Ég vil byrja á því að ítreka að ég styð kennara í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Augljóst er að framboð af menntuðum kennurum er langt undir eftirspurn og það kallar á breytingar á ýmsum þáttum, þ.a.m. kjörum. Mér þykir miður að kennarar upplifi það sem árás á sig og sín störf að ég skuli hafa ákveðið að taka þátt í málsóknarfélagi til að láta reyna á lögmæti verkfalls. Ég hef tekið það fram áður að í því felast ekki ásakanir um að KÍ eða kennarar hafi haft nokkurn ásetning um að brjóta lög með verkfallsaðgerðum sínum. Með þátttöku í málsóknarfélaginu eru foreldrar með engu að gera lítið úr starfi leikskólakennara, því starfi sem fer fram á leikskólum eða mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigsins. Það er mjög miður ef það er upplifun starfsfólks. Hver og einn á samt sem áður rétt á sinni eigin upplifun. Ég hef átt frábært samstarf við leikskólakennara og stjórnendur undanfarið ár og er bæði þakklátur fyrir að fá að taka þátt og stoltur af þeim verkefnum sem við höfum unnið að, m.a. sem felur í sér að bæta starfsaðstæður í leikskólunum. Telji starfsfólk að það traust sem ríkt hefur okkar á milli sé nú rofið þætti mér eðlilegt fyrsta skref að eiga samtal þar sem fólki gefst færi á að spyrja hvort annað spjörunum úr. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa sem fjalla um ákvarðanir og störf í þágu sveitarfélagsins þykir mér sjálfsagt að á það sé látið reyna hvort ég hafi gerst brotlegur við þær. Ég hef ekki skrifað undir neitt sem formaður fræðslunefndar í Skagafirði í tengslum við málsóknina enda lít ég svo á að mér sé heimilt að hafa foreldrahattinn á utan nefndarfunda og annarra viðburða þar sem ég kem fram sem kjörinn fulltrúi. Mér þótti þó rétt, í ljósi þess að ég starfa í umboði íbúa sveitarfélagsins, að stíga fram og greina frá minni aðkomu að málinu. Heiðarleiki og hreinskilni skipta máli í fari kjörinna fulltrúa. Hver sem er getur lesið pistil sem ég birti á Vísi fyrir helgi og ætla ég ekki að fjalla frekar um hann hér. Ég lít á það sem svo að sérhagsmunir séu þegar einhver skarar eld að eigin köku. Það er mér dulið hverjir eru mínir sérhagsmunir í þessu máli. Í þessu samhengi velti ég einnig fyrir mér hverjir séu almannahagsmunir. Hvort það séu almannahagsmunir að það sé yfir allan vafa hafið að farið sé að lögum eða hvort líta eigi framhjá þeim vafa í ljósi góðs málstaðar og sýna málstaðnum skilyrðislausan stuðning? Þá velti ég einnig fyrir mér almannahagsmunum í tengslum við verkfall í leikskóla og þá sérstaklega fyrir þau börn og fjölskyldur þar sem lítið má út af bregða. Að sjálfsögðu eru einnig almannahagsmunir að samið sé við stéttir sem eru í kjaradeilum og ég vona að samningar náist sem fyrst í kjaradeilu kennara. Ég fór fyrst og fremst í þessa vegferð sem foreldri en vil þó minnast á það að í okkar góða samfélagi eru börn, kennarar og foreldrar og eigi að draga hlutverk mitt sem formanns fræðslunefndar inn í umræðuna þá hlýt ég að eiga að starfa í þágu allra hagaðila. Hvernig sem fer í því dómsmáli sem um ræðir mun ég áfram styðja baráttu kennara fyrir bættum kjörum. Uppfært 30.1.2025 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að leikskólastjóri á leikskólanum Ársölum hefði sagt upp störfum. Það rétta er að kennari við leikskólann sagði upp.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Skagafjörður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15 Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga á morgun. Samningsaðilar hafa verið að störfum og átt samskipti síðustu daga að sögn Ástráðs en enginn formlegur fundur farið fram síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. janúar 2025 17:15
Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag Aðalmeðferð í máli foreldra gegn Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Um er að ræða foreldra barna á fjórum leikskólum, sem segja börnum hafa verið mismunað með hinum afmörkuðu aðgerðum. 29. janúar 2025 12:49