Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 21:59 Arne Slot ræðir við Andy Robertson og Jarell Quansah. EPA-EFE/Koen van Weel Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld. Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira
Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira