Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 30. janúar 2025 07:31 Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun