Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 22:51 DeepSeek hefur valdið miklum usla frá því gervigreindin var kynnt í síðustu viku. AP/Andy Wong Starfsmenn Microsoft og OpenAI rannsaka hvort að DeepSeek, kínversk gervigreind sem olli usla á mörkuðum vestanhafs í vikunni, byggi á gögnum ChatGPT, gervigreindar OpenAI. Kínverska gervigreindin er sögð standa jafnfætis ChatGPT en á að hafa verið mun ódýrari í þróun og notkun. Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Microsoft að starfsmenn fyrirtækisins hafi í haust greint umfangsmikla nettraffík sem gaf til kynna að menn, sem taldir eru tengjast kínverska fyrirtækinu DeepSeek, hafi sótt mikið af gögnum úr kerfi ChatGPT. Í mjög einföldu máli sagt er hér átt við að nota stóra og vel þjálfaða gervigreind, ef svo má segja, til að kenna minni gervigreind að svara fyrirspurnum og leita upplýsinga. Slíkt er bannað samkvæmt notendaskilmálum gervigreindarinnar. Sjá einnig: Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Microsoft er langstærsti fjárfestirinn í OpenAI og hefur dælt milljörðum dala í fyrirtækið. Hingað til hefur verið talið að ekki sé hægt að framleiða gervigreind eins og ChatGPT án gífurlegs tilkostnaðar í gagnaverum, vefþjónum, öflugum tölvuflögum og fleiru. Kynning DeepSeek á nýrri og ódýrari gervigreind í síðustu viku kollvarpaði þessum þankagangi á mjög skömmum tíma. Bloomberg hefur eftir David Sacks, sem Donald Trump hefur gert að sérstökum ráðgjafa sínum hvað varðar málefni gervigreindar, að nokkuð sterkar vísbendingar bendi til þess að gervigreind DeepSeek hafi verið fædd á gögnum úr kerfi ChatGPT. Kínverjarnir hafi stuðst við gögn úr bandarísku gervigreindinni við þróun gervigreindar þeirra. Mögulega hafi verið notast við sérstaka tækni til að láta DeepSeek gervigreindina læra af ChatGPT. Þetta sagði Sacks í viðtali á Fox í gær en í kjölfarið sendi OpenAI út yfirlýsingu um að ýmsir hópar í Kína væru að reyna að nota þessa tækni til að þróa þeirra eigin útgáfur af gervigreind bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru meðvitaðir um og að skoða vísbendingar um að DeepSeek hafi gert þetta og að meira yrði gefið út þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Sjálfir sakaðir um þjófnað Forsvarsmenn OpenAI hafa lengi sjálfir verið sakaðir um þjófnað enda hefur ChatGPT gervigreindin ítrekað verið þjálfuð með höfundarréttarvörðu efni af internetinu. Fjölmargir rithöfundar, fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa höfða mál gegn OpenAI vegna þessa. Forsvarsmenn DeepSeek hafa enn sem komið er ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið. Gervigreind Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14 Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38 Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bloomberg hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Microsoft að starfsmenn fyrirtækisins hafi í haust greint umfangsmikla nettraffík sem gaf til kynna að menn, sem taldir eru tengjast kínverska fyrirtækinu DeepSeek, hafi sótt mikið af gögnum úr kerfi ChatGPT. Í mjög einföldu máli sagt er hér átt við að nota stóra og vel þjálfaða gervigreind, ef svo má segja, til að kenna minni gervigreind að svara fyrirspurnum og leita upplýsinga. Slíkt er bannað samkvæmt notendaskilmálum gervigreindarinnar. Sjá einnig: Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Microsoft er langstærsti fjárfestirinn í OpenAI og hefur dælt milljörðum dala í fyrirtækið. Hingað til hefur verið talið að ekki sé hægt að framleiða gervigreind eins og ChatGPT án gífurlegs tilkostnaðar í gagnaverum, vefþjónum, öflugum tölvuflögum og fleiru. Kynning DeepSeek á nýrri og ódýrari gervigreind í síðustu viku kollvarpaði þessum þankagangi á mjög skömmum tíma. Bloomberg hefur eftir David Sacks, sem Donald Trump hefur gert að sérstökum ráðgjafa sínum hvað varðar málefni gervigreindar, að nokkuð sterkar vísbendingar bendi til þess að gervigreind DeepSeek hafi verið fædd á gögnum úr kerfi ChatGPT. Kínverjarnir hafi stuðst við gögn úr bandarísku gervigreindinni við þróun gervigreindar þeirra. Mögulega hafi verið notast við sérstaka tækni til að láta DeepSeek gervigreindina læra af ChatGPT. Þetta sagði Sacks í viðtali á Fox í gær en í kjölfarið sendi OpenAI út yfirlýsingu um að ýmsir hópar í Kína væru að reyna að nota þessa tækni til að þróa þeirra eigin útgáfur af gervigreind bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru meðvitaðir um og að skoða vísbendingar um að DeepSeek hafi gert þetta og að meira yrði gefið út þegar frekari upplýsingar lægju fyrir. Sjálfir sakaðir um þjófnað Forsvarsmenn OpenAI hafa lengi sjálfir verið sakaðir um þjófnað enda hefur ChatGPT gervigreindin ítrekað verið þjálfuð með höfundarréttarvörðu efni af internetinu. Fjölmargir rithöfundar, fjölmiðlar og aðrir aðilar hafa höfða mál gegn OpenAI vegna þessa. Forsvarsmenn DeepSeek hafa enn sem komið er ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla vestanhafs um málið.
Gervigreind Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14 Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38 Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. 23. janúar 2025 12:14
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21. janúar 2025 15:38
Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. 3. október 2024 09:57
Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01