Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2025 08:30 Dómarinn Lina Lehtovaara sést skoða skjáinn í leik norska kvennalandsliðsins. Norska knattspyrnusambandið við ekki hætta með myndbandsdómgæslu sem er orðin stór hluti af alþjóðlegum fótbolta. Getty/Harriet Lander Norsku félögin kusu það að hætta að nota myndbandsdómgæslu í norska fótboltanum en norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að hlusta á félögin. Þetta hefur auðvitað kallað á hörð viðbrögð. Sum félög eru það ósátt með ákvörðun stjórnar knattspyrnusambandsins að þau íhuga að fara lengra með málið. „Þrátt fyrir sannfærandi rök fyrir því að hætta með VAR, ekki síst með framlagi frá félögum sjálfum í umræðuna, þá hefur stjórnin tekið þá einróma ákvörðun að það besta fyrir norska fótboltann sé að halda áfram með VAR en þróa það enn frekar,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundi í gær. NRK fjallar um málið. „Við getum ekki hætt með þetta verkefni núna eftir að svo margir hafa fjárfest í því. Við höfum bara tveggja ára reynslu á myndbandsdómgæslu og þetta er orðinn mikilvægur hluti af alþjóðlegum leikjum bæði félagsliða og landsliða,“ sagði Klaveness. Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins.Getty/Trond Tandberg Félögin kusu með nítján atkvæðum gegn þrettán að hætta með myndbandsdómgæslu en stuðningsmenn margra félaga mótmæltu VAR á mörgum leikjum síðasta sumar. Það þurfti að aflýsa einum eftir að ógrynni af fiskibollum var hent inn á völlinn. „Toppliðin 32 hafa með lýðræðislegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að þau vilji ekki hafa VAR. Til hvers að vera með lýðræðislega kosningu ef að það er síðan horft fram hjá niðurstöðunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, talsmaður samtaka stuðningsmannafélaga í norskum fótbolta, í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Norska knattspyrnusambandið hefur haft stuðningsmennina að fíflum. Þau báðu stuðningsmennina um að nota sínar lýðræðislegu leiðir. Það var mikill meirihluti á móti VAR. Klaveness sagði það í sumar að framlag félaganna myndi hafa mikil áhrif. Það er augljóslega ekki raunin,“ sagði Sandvik. „Ég er mjög hissa á þessu. Ég bjóst við að norska sambandið myndi standa við sín orð síðan í sumar. Það var kannski barnalegt af mér. Mér finnst eins og við séum ekki tekin alvarlega,“ sagði Sandvik. Norski boltinn Tengdar fréttir Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32 Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00 Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Sum félög eru það ósátt með ákvörðun stjórnar knattspyrnusambandsins að þau íhuga að fara lengra með málið. „Þrátt fyrir sannfærandi rök fyrir því að hætta með VAR, ekki síst með framlagi frá félögum sjálfum í umræðuna, þá hefur stjórnin tekið þá einróma ákvörðun að það besta fyrir norska fótboltann sé að halda áfram með VAR en þróa það enn frekar,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundi í gær. NRK fjallar um málið. „Við getum ekki hætt með þetta verkefni núna eftir að svo margir hafa fjárfest í því. Við höfum bara tveggja ára reynslu á myndbandsdómgæslu og þetta er orðinn mikilvægur hluti af alþjóðlegum leikjum bæði félagsliða og landsliða,“ sagði Klaveness. Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins.Getty/Trond Tandberg Félögin kusu með nítján atkvæðum gegn þrettán að hætta með myndbandsdómgæslu en stuðningsmenn margra félaga mótmæltu VAR á mörgum leikjum síðasta sumar. Það þurfti að aflýsa einum eftir að ógrynni af fiskibollum var hent inn á völlinn. „Toppliðin 32 hafa með lýðræðislegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að þau vilji ekki hafa VAR. Til hvers að vera með lýðræðislega kosningu ef að það er síðan horft fram hjá niðurstöðunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, talsmaður samtaka stuðningsmannafélaga í norskum fótbolta, í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Norska knattspyrnusambandið hefur haft stuðningsmennina að fíflum. Þau báðu stuðningsmennina um að nota sínar lýðræðislegu leiðir. Það var mikill meirihluti á móti VAR. Klaveness sagði það í sumar að framlag félaganna myndi hafa mikil áhrif. Það er augljóslega ekki raunin,“ sagði Sandvik. „Ég er mjög hissa á þessu. Ég bjóst við að norska sambandið myndi standa við sín orð síðan í sumar. Það var kannski barnalegt af mér. Mér finnst eins og við séum ekki tekin alvarlega,“ sagði Sandvik.
Norski boltinn Tengdar fréttir Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32 Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00 Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32
Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00
Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti