Leggur fram innanhússtillögu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2025 11:53 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í dag. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari leggur fram innanhússtillögu í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög á fundi í Karphúsinu klukkan fjögur í dag. Ekki þarf að setja innanhússtillögu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna en samninganefndir beggja aðila þurfa að fallast á hana innan tiltekins tíma. Ástráður Haraldsson ríkissáttsemjari mun leggja fram innanhússtillögu að kjarasamningi til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög klukkan fjögur í dag. Samninganefndir deiluaðila fá einn til tvo sólahringa til að taka afstöðu til tillögunnar. Fallist nefndirnar á kjarasamninginn fer hann í almenna atkvæðagreiðslu sem þarf að ljúka þann 14. febrúar. Tekur undir áhyggjur en aðgerðir séu nauðsynlegar Umboðsmaður barna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfallsaðgerða kennara sem hefjast um mánaðamótin í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum takist ekki að semja á næstu dögum. Fram kemur að staða viðræðna valdi miklum vonbrigðum. Umboðsmaður hefur miklar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að börn eru skólaskyld og hafi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins í kjaradeilunni tekur undir með umboðsmanni. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg er formaður Skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins. Þau hittast á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Búist er við tíðindum á fundinum.Vísir „Við deilum áhyggjum umboðsmanns. En við þurfum svo það sé hlustað á okkur að beita aðgerðum eins og verkföllum,“ segir Þorsteinn. Umboðsmaður segir í yfirlýsingunni sérlega þungbært að verkfallsaðgerðir bitni aftur á fjórum leikskólum sem voru í verkfalli í fyrra. Þorsteinn segir að það sé tilkomið vegna frestunar á verkföllum. „Þetta eru bara lögin um verkföll. Það er einbeittur vilji hjá Kennarasambandinu að við náum samningum áður en verkföll skella á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekkert stórt bil milli aðila,“ segir hann. Ekkert samkomulag um mat á réttindum eða viðmiðunarhópum Þorsteinn segir að krafan sé að vinna í átt að samkomulagi sem var gert fyrir níu árum um að samræma laun kennara við hinn almenna vinnumarkað. „Við erum að tala um að fara að saman í vegferð sem snýst um það að jafna laun milli markaða eins og lofað var 2016. Við viljum búta fílinn niður á næstu fimm til sex árum,“ segir hann. Aðspurður um til hvaða almennra sérfræðilauna sé horft til svarar Þorsteinn: „Við erum ekki búin að finna þessa viðmiðunarhópa. Við teljum okkur vita hvaða hópa við getum miðað okkur við. Við erum bara að miða við tölur hagstofunnar,“ segir hann. Hann segir að enn unnið að því að verðmeta réttindi kennara. „Við höfum heyrt ráðmenn eða aðra sem tjá sig fjálglega í fjölmiðlum benda á að það séu gæði á opinbera markaðnum sem séu umfram almenna markaðinn. Við erum sammála því. Það þarf þá að verðmeta þau gæði. Því miður höfum við ekki náð almennilegu samkomulagi um matið,“ segir hann. Segir meðallaun kennara níu prósentum lægri en meðallaun í landinu Þorsteinn bendir á að kennaralaun séu mun lægri en meðallaun í landinu samkvæmt Hagstofunni. Þar kemur fram að 2023 voru regluleg meðallaun í landinu 724 þúsund krónur á mánuði. Heildarmeðallaun þ.e. með yfirvinnu og álagi voru 935 þúsund krónur. „Almenn meðallaun í landinu öllu samkvæmt Hagstofunni eru níu prósentum hærri en meðallaun okkar félagsmanna,“ segir hann. Þorsteinn segir vonbrigði að kjaradeilan sé ekki komin lengra. „Ég myndi vilja sjá samningaviðræðurnar á betri stað í dag en þær eru. En það er algjörlega ljóst á þessum tímapunkti að báðir aðilar hafa slakað eitthvað til. Við erum sannarlega hjá Kennarasambandi Íslands að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamótin,“ segir Þorsteinn. Kjaramál Stéttarfélög Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttsemjari mun leggja fram innanhússtillögu að kjarasamningi til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög klukkan fjögur í dag. Samninganefndir deiluaðila fá einn til tvo sólahringa til að taka afstöðu til tillögunnar. Fallist nefndirnar á kjarasamninginn fer hann í almenna atkvæðagreiðslu sem þarf að ljúka þann 14. febrúar. Tekur undir áhyggjur en aðgerðir séu nauðsynlegar Umboðsmaður barna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna boðaðra verkfallsaðgerða kennara sem hefjast um mánaðamótin í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum takist ekki að semja á næstu dögum. Fram kemur að staða viðræðna valdi miklum vonbrigðum. Umboðsmaður hefur miklar áhyggjur af börnum í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að börn eru skólaskyld og hafi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins í kjaradeilunni tekur undir með umboðsmanni. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg er formaður Skólastjórafélags Íslands og situr í samninganefnd Kennarasambandsins. Þau hittast á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Búist er við tíðindum á fundinum.Vísir „Við deilum áhyggjum umboðsmanns. En við þurfum svo það sé hlustað á okkur að beita aðgerðum eins og verkföllum,“ segir Þorsteinn. Umboðsmaður segir í yfirlýsingunni sérlega þungbært að verkfallsaðgerðir bitni aftur á fjórum leikskólum sem voru í verkfalli í fyrra. Þorsteinn segir að það sé tilkomið vegna frestunar á verkföllum. „Þetta eru bara lögin um verkföll. Það er einbeittur vilji hjá Kennarasambandinu að við náum samningum áður en verkföll skella á. Ég vil leyfa mér að fullyrða að það sé ekkert stórt bil milli aðila,“ segir hann. Ekkert samkomulag um mat á réttindum eða viðmiðunarhópum Þorsteinn segir að krafan sé að vinna í átt að samkomulagi sem var gert fyrir níu árum um að samræma laun kennara við hinn almenna vinnumarkað. „Við erum að tala um að fara að saman í vegferð sem snýst um það að jafna laun milli markaða eins og lofað var 2016. Við viljum búta fílinn niður á næstu fimm til sex árum,“ segir hann. Aðspurður um til hvaða almennra sérfræðilauna sé horft til svarar Þorsteinn: „Við erum ekki búin að finna þessa viðmiðunarhópa. Við teljum okkur vita hvaða hópa við getum miðað okkur við. Við erum bara að miða við tölur hagstofunnar,“ segir hann. Hann segir að enn unnið að því að verðmeta réttindi kennara. „Við höfum heyrt ráðmenn eða aðra sem tjá sig fjálglega í fjölmiðlum benda á að það séu gæði á opinbera markaðnum sem séu umfram almenna markaðinn. Við erum sammála því. Það þarf þá að verðmeta þau gæði. Því miður höfum við ekki náð almennilegu samkomulagi um matið,“ segir hann. Segir meðallaun kennara níu prósentum lægri en meðallaun í landinu Þorsteinn bendir á að kennaralaun séu mun lægri en meðallaun í landinu samkvæmt Hagstofunni. Þar kemur fram að 2023 voru regluleg meðallaun í landinu 724 þúsund krónur á mánuði. Heildarmeðallaun þ.e. með yfirvinnu og álagi voru 935 þúsund krónur. „Almenn meðallaun í landinu öllu samkvæmt Hagstofunni eru níu prósentum hærri en meðallaun okkar félagsmanna,“ segir hann. Þorsteinn segir vonbrigði að kjaradeilan sé ekki komin lengra. „Ég myndi vilja sjá samningaviðræðurnar á betri stað í dag en þær eru. En það er algjörlega ljóst á þessum tímapunkti að báðir aðilar hafa slakað eitthvað til. Við erum sannarlega hjá Kennarasambandi Íslands að reyna að ná samkomulagi fyrir mánaðamótin,“ segir Þorsteinn.
Kjaramál Stéttarfélög Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira