Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 12:41 Svipmynd frá UT-verðlaununum 2024 þegar Ísland.is fékk verðlaun fyrir að vera besta stafræna opinbera þjónustan. Átján vinnustaðir og verkefni eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský, sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun afhenda á UTmessunni í Hörpu föstudaginn 7. febrúar. UT-verðlaunin eru veitt fyrir mikilvægt framlag til upplýsingatækni á Íslandi, en þau eru nú veitt í sextánda sinn. Í tilkynningu segir að UT-verðlaun Ský sé með sex verðlaunaflokka og verði sigurvegarinn í hverjum flokki tilkynntur á sérstakri verðlaunahátíð UTmessunnar við lok dags á ráðstefnu- og sýningardegi tæknifólks á föstudeginum. Einnig verði við sama tækifæri veitt heiðursverðlaun Ský til einstaklings fyrir framúrskarandi framlag viðkomandi til upplýsingatækni á Íslandi. Tilnefningar til UT-verðlauna Ský eru eftirfarandi. UT Fjölbreytileikafyrirmynd: Bara tala, Safa Jemai, WomenTechIceland UT Sprotinn: Aftra, Hoobla, Treble Technologies UT Stafræn almenn þjónusta: Abler, Aurbjörg, Noona UT Stafræn opinber þjónusta: Auðkenni, Kosningalausnir RÚV, HS Orka – Auðlindastýring UT Fyrirtækið - minni fyrirtæki, færri en 50 starfsmenn: Laki Power, Stokkur Software, SJÁ, óháð ráðgjöf UT Fyrirtækið - stærri fyrirtæki, fleiri en 50 starfsmenn: Festi, Dominos Pizza á Íslandi, Nova Á vef Ský er að finna gott yfirlit á verðlaunahafa fyrri ára. UT Fjölbreytileikafyrirmynd Flokkur til að vekja athygli á því sem vel er gert og styður fjölbreytileika og gott fordæmi. Bara tala Bara tala býður upp á starfstengt íslenskunám sem styrkir orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðflutta í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað fyrir einu og hálfu ári og stafræna lausnin er nú í notkun hjá yfir 100 íslenskum fyrirtækjum, sveitarfélögum, stéttarfélögum og opinberum stofnunum. Notendur smáforritsins eru nú yfir 7.000 talsins. Samtök atvinnulífsins veittu Bara tala þann heiður að velja lausnina sem Menntasprota ársins 2024 fyrir framúrskarandi nýsköpun í fræðslu. Bara tala býður upp á 130 stafræn námskeið, þar af eru 70 þeirra sérsniðin að hinum ýmsu starfsgreinum, svo sem hjúkrun, umönnun, leikskólakennslu, afgreiðslustörfum, þrifum, fiskvinnslu og hótelstörfum, svo fátt eitt sé nefnt. Lausnin styður innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði með því að bæta íslenskukunnáttu þeirra og auka sjálfstraust í samskiptum. Þessi nálgun hefur jákvæð áhrif á verðmætasköpun í atvinnulífinu, þar sem Bara tala gegnir mikilvægu hlutverki í að stórefla íslenskukennslu sem annað mál á Íslandi. Lausnin rímar vel við úrbótatillögur OECD, þar sem mikilvægi tungumálanáms er undirstrikað fyrir samfélagslega þátttöku og atvinnuþátttöku innflytjenda. Lausnin tryggir að íslenskan verði aðgengileg fyrir fjölbreyttan hóp notenda, óháð tungumálabakgrunni, og styður við það að íslenskan haldi stöðu sinni sem lifandi og hagnýtt tungumál í tækniþróun framtíðar. Safa Jemai Safa hefur komið inn á íslenskan hugbúnaðarmarkað með krafti. Nýsköpunarfyrirtæki hennar Vikonnekt færir íslenskum fyrirtækjum og opinbera stofnunum hugvit og hugbúnaðarþekkingu frá Túnis til að leysa vandamál í samfélaginu með að þróa lausnir með nýtingu gervigreindar. Safa hlaut Nordic Women in Tech verðlaunin 2023 og starfar einnig sem ráðgjafi og mentor í tæknigeiranum. WomenTechIceland WomenTechIceland eru kröftug samtök sem hafa unnið ötullega að því að bæta stöðu kvenna í tækni á Íslandi. Þau hafa verið óþreytandi við að vekja athygli á mikilvægi fjölbreytni í upplýsingatækni með því að varpa ljósi á sögur, rannsóknir og fyrirmyndir sem hvetja konur og jaðarsetta hópa til þátttöku. WomenTechIceland hafa með framlagi sínu ekki aðeins byggt upp sterkt samfélag heldur einnig lagt grunn að virkri nýsköpun og margbreytilegum árangri í upplýsingatækni á Íslandi. UT Sprotinn Flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 1-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli. Aftra Markmið Aftra hefur verið að gera netöryggi skiljanlegra – ekki bara fyrir tæknifólk, heldur stjórnendur sem bera ábyrgð á rekstri. Árangurinn sýnir að þessi nálgun skiptir máli. Aftra er nú í notkun í sex löndum og hjálpar fyrirtækjum og stjórnendum þeirra að taka stjórn á eigin öryggi. Með skýrari yfirsýn og aðgengilegri upplýsingum geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir og styrkt varnir sínar áður en ógnir verða að veruleika. Við hjá Aftra erum fyrst og fremst stolt af því að hafa náð að tala til stjórnenda og fyrirtækja sem áður sáu netöryggi sem flókið og óaðgengilegt. Hoobla Hoobla hefur, frá stofnun sinni árið 2021, verið leiðandi í nýsköpun sem mætir þörfum á íslenskum vinnumarkaði. Hoobla er veflægur hugbúnaður sem veitir fyrirtækjum og opinberum aðilum greiðan aðgang að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í tímabundin verkefni og hlutastörf. Með notkun sérhannaðra reiknirita og lærdómshegðunar, notendavænni og skilvirkri hönnun parar Hoobla sjálfvirkt saman verkefni við hæfa sérfræðinga, auðveldar skráningu verkefna, tilboðsferli og samningagerð. Stuðlar þannig að sveigjanleika og hagræðingu í rekstri, þar sem fyrirtæki geta skalað starfsmannafjöldann upp og niður, lágmarkað fastan starfsmannakostnað, aukið viðbragðshraða sinn og aukið samkeppnisfærni. Árið 2024 náði Hoobla framúrskarandi árangri: Yfir 300 fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustuna, endurtekin viðskipti aukast stöðugt og Hoobla hefur sannað sig sem ómissandi stoð fyrir atvinnulífið. Treble Technologies Treble Technologies sérhæfir sig í þróun á hljóðhermunarhugbúnaði (e. sound simulation software). Lausnir fyrirtækisins gera viðskiptavinum kleift að herma og hanna hljóð í hvers kyns þrívíddarmódelum, sem er sérstaklega gagnlegt við hönnun bygginga, bíla og tæknivara. Tækni Treble er einnig nýtt til þjálfunar gervigreindar, til dæmis þjálfun raddstýringa, snjallhátalara og talgreiningar. Meðal viðskiptavina sem nýta sér lausnir Treble eru nokkrir af stóru tæknirisunum, bifreiðaframleiðendur, hátalaraframleiðendur og verkfræðistofur. UT Stafræn almenn þjónusta Flokkur ætlaður lausnum á almenna markaðnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk. Abler Abler (áður Sportabler) er ein útbreiddasta lausn landsins, nýtt af um 70% íslensku þjóðarinnar. Kerfið styður skráningar og viðburði íþróttafélaga, allt frá hverfafélögum til landsliða. Abler var stofnað á Íslandi með það að markmiði að styðja við þýðingarmikið starf íþróttahreyfingarinnar og bæta starfsumhverfi hennar. Einfaldleiki, notendavæni og útvíkkun hugbúnaðarins hafa stuðlað að útbreiðslu í fjölbreytta starfsemi, svo sem starfsemi líkamsræktarstöðva, skóla, og félagsstarfs fyrir alla aldurshópa. Margir foreldrar og skipuleggjendur íþrótta- og tómstundastarfs eiga erfitt með að ímynda sér tímann fyrir Abler. Aurbjörg Aurbjörg einfaldar flókin fjármálaferli með stafrænum lausnum sem nýtast öllum. Nýjasta lausnin, Lánskjaravaktin, er fyrst sinnar tegundar á Íslandi. Hún vaktar húsnæðislánamarkaðinn og gerir notendum kleift að fylgjast með betri kjörum, endurfjármagna lánin sín og bæta fjárhagslega stöðu sína. Þjónustan sparar notendum tíma og peninga, auk þess að draga úr fjárhagslegri óvissu. Aurbjörg býður einnig óháðan samanburð á ýmiss konar fjármálaþjónustu heimilanna, m.a. húsnæðislánum, rafmagni, og sparnaðarreikningum. Samanburðurinn er ókeypis, tryggir gagnsæi og eykur samkeppni, svo neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir. Markmið Aurbjargar er að veita Íslendingum aðgengilegar upplýsingar, bæta fjárhagsstöðu, lífskjör og efla fjármálalæsi, óháð aldri eða bakgrunni. Noona Noona byrjaði árið 2019 sem kerfi til að bóka tíma hjá ýmsum þjónustufyrirtækjum. Í dag er Noona orðin einskonar miðstöð tímabókana á netinu, þar sem hægt er að bóna nánast hvað sem er. Þar má finna klippistofur, dýralækna, bílaverkstæði, snyrtistofur, kírópraktora, ýmsar opinberar þjónustur og miklu fleira. Kerfið er snjallt og einfalt í notkun og sparar notendum talsverðan tíma og höfuðverk við að leita að lausum tímum hjá hinum og þessum sérfræðingum. UT Stafræn opinber þjónusta Flokkur ætlaður lausnum á opinbera markaðnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk. Auðkenni Auðkenni hefur verið leiðandi í innleiðingu rafrænna skilríkja á Íslandi og stuðlað að byltingu í stafrænum lausnum hér á landi. Framúrskarandi árangur fyrirtækisins hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi. Ný kynslóð rafrænna skilríkja, Auðkennisappið, eykur aðgengi og einfaldar skráningarferlið með sjálfsafgreiðslu. Einstaklingar með íslenskt vegabréf geta nú skráð sig í appið án þess að þurfa að mæta í eigin persónu á afgreiðslustað. Með þessu stóra skrefi er notendaupplifun enn betri og skilríkin aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Kosningalausnir RÚV RÚV miðlar hljóði, mynd og texta í aðdraganda kosninga og gegnir þannig lýðræðislegu hlutverki sínu. Niðurstöður kosninga eru birtar í rauntíma á sjónrænan og notendavænan hátt. Með fjölbreyttri framsetningu og gagnvirkum lausnum getur fólk lesið í kosningaúrslit og greiningar. Kosningalausir RÚV auðvelda skilning á framboðum, niðurstöðum og þróun kosninga sem styrkir lýðræðisvitund almennings. Um árabil hefur RÚV greint frá áreiðanlegum kosninganiðurstöðum áður en úrslit hafa verið kunngjörð orðinberlega. Undanfarin ár hafa verið stigin stór framfaraskref í framsetningu og miðlun þessara upplýsinga. HS Orka – Auðlindastýring Deild auðlindastýringar HS Orku hefur þróað sjálfvirkt viðvörunarkerfi fyrir eldgos, það fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Hugbúnaðurinn les inn gögn sem send eru á hverri mínútu frá þrýsti- og hitamæli sem staðsettur er á 850 metra dýpi í holu SV-12 í Svartsengi. Næst greinir hugbúnaðurinn gögnin og ef þrýstimerkið bendir til þess að kvika sé á hreyfingu eru sjálfvirk viðvörunarskilaboð send til Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfið hefur reynst afgerandi í því að upplýsa Veðurstofuna og Almannavarnir um yfirvofandi eldgos og er kerfið nýtt þar við ákvarðanir um rýmingar. UT Fyrirtækið - minni fyrirtæki (færri en 50 starfsmenn) Flokkur fyrir minni fyrirtæki sem nýta sér upplýsingatækni í sinni starfsemi og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti á árinu á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðarljósi. Laki Power Laki Power hefur þróað lausn sem eykur rekstraröryggi og nýtingu háspennulína. Lausnin samanstendur af tækjum sem eru sett á háspennulínur og hugbúnaði sem tekur við gögnum og myndefni frá tækjunum í rauntíma. Hugbúnaðurinn metur flutningsgetu línunnar auk þess að greina möguleg vandamál sem geta leitt til skerðingar í orkuflutningi svo sem ísingu og seltu en getur einnig varað við öðrum hættum eins og skógareldum. Lausnir Laka Power eru nú þegar í notkun hjá nokkrum af stærstu raforkufyrirtækjum heims. Að auki er Laki Power að þróa hleðslustöðvar fyrir dróna á háspennulínum með einkaleyfisvarinni orkunámstækni. Stokkur Software Stokkur hefur verið leiðandi afl í þróun stafrænna lausna á Íslandi í 17 ár, með áherslu á gæði og notendavæna hönnun. Fyrirtækið hefur skapað yfir 60 vinsælar hugbúnaðarlausnir sem hafa haft afgerandi áhrif á tækniþróun í íslensku samfélagi. Þar má nefna vinsæl öpp eins og Leggja, Alfreð, Aur, Dominos, Lottó, Lyfju og Strætó/Klappið. Með tækniþekkingu og framsýni hefur Stokkur sett mark sitt á stafræna þjónustu á Íslandi. Árið 2024 vinnur fyrirtækið að fjórum nýjum verkefnum, auk stöðugra endurbóta á núverandi lausnum, með áherslu á framúrskarandi gæði, öryggi og framsækna nýsköpun. SJÁ, óháð ráðgjöf Sjá er leiðandi á sviði rannsókna og úttekta á notendahegðun og aðgengismálum á vefnum. Sjá hefur frá árinu 2001 unnið að notendarannsóknum og er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Sjá sérhæfir sig í að prófa vefi, lausnir og viðmót með notendum, kasta ljósi á notendavandamál, bæta úr þeim og um leið upplifun notenda. Árlega vinnur Sjá auk þess að fjölbreyttum stefnumótunar- og þarfagreiningarverkefnum en þjónusta og ráðgjöf Sjá byggir alfarið á notendamiðaðri nálgun. Viðskiptavinir Sjá koma úr opinbera og einkageiranum en síðastliðið ár kom Sjá að verkefnum með fjölda stofnana, ráðuneyta, sveitarfélaga, fjármálafyrirtækja og félagasamtaka. UT Fyrirtækið - stærri fyrirtæki (fleiri en 50 starfsmenn) Flokkur fyrir stór fyrirtæki sem nýta sér upplýsingatækni í sinni starfsemi og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti á árinu á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðarljósi. Festi Festi hefur lagt áherslu á að nýta snjallar lausnir til að bæta enn frekar þjónustu hjá félögum samstæðunnar og einfalda daglegt líf viðskiptavina. Snjallverslun Krónunnar gerir stórum hluta landsmanna kleift að fá vörur sendar heim, auk þess sem viðskiptavinir geta skannað og skundað í verslunum með Krónuappinu og sleppt biðröðum. N1 kortið er nú aðgengilegt í N1 appinu, þar sem einnig má panta og greiða fyrir þjónustu á einfaldan hátt. Netverslun ELKO er ein stærsta netverslun landsins en þar má t.d. nálgast verðsögu vara og bóka myndsímtal við starfsfólk. Í Lyfjuappinu geta viðskiptavinir pantað lyf heim á skjótan og öruggan hátt. Þessi stafræna vegferð er einn af lykilþáttunum í framtíðarþróun Festi. Domino‘s Pizza á Íslandi Domino‘s Pizza á Íslandi kemur að uppbyggingu á rekstri Domino‘s í Danmörku og Svíþjóð. Mikilvægur þáttur í þeirri vegferð er að nýta reynslu og þróaðar lausnir Domino‘s á Íslandi til að ná sama árangri. Haustið 2024 var gefinn út nýr vefur fyrir danskan markað, sem byggir sömu lausn og Domino‘s á Íslandi hefur byggt velgengni sína á. Nýtt app verður einnig gefið út snemma árs 2025 og áformað að taka sömu lausnir upp í Svíþjóð á árinu. Nýju lausnirnar byggja ekki aðeins á sömu hönnun og þær íslensku heldur nýta þær sama bakendakerfi og kóðagrunn, sem felur í sér mikið hagræði fyrir alla aðila. Nova Nova býður þér inn á stærsta skemmtistað í heimi, internetið! Fyrirtækið vill skora á markaðinn, reglurnar, gömlu risaeðlurnar og vill vera fyrst inn í framtíðina með snjallari lausnir. Nova leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og að viðskiptavinir fái mest fyrir peninginn. Nova kúltúrinn er lykilþáttur í hugmyndafræðinni sem hvetur stöðugt til nýrra aðferða við að framkvæma hlutina með nýjungum sem skapa virði fyrir viðskiptavini og samfélagið með stafrænum lausnum, sem og uppbyggingu innviða. 2024 var viðburðaríkt þar sem nýjungar bættust við sem styrktu stærsta vildarklúbb á Íslandi og ánægja viðskiptavina jókst. Eldri fjarskiptakerfi voru lögð niður, til að ryðja rúms fyrir frekari uppbyggingu sem styrkja Nova og íslenskt samfélag til framtíðar. Upplýsingatækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Í tilkynningu segir að UT-verðlaun Ský sé með sex verðlaunaflokka og verði sigurvegarinn í hverjum flokki tilkynntur á sérstakri verðlaunahátíð UTmessunnar við lok dags á ráðstefnu- og sýningardegi tæknifólks á föstudeginum. Einnig verði við sama tækifæri veitt heiðursverðlaun Ský til einstaklings fyrir framúrskarandi framlag viðkomandi til upplýsingatækni á Íslandi. Tilnefningar til UT-verðlauna Ský eru eftirfarandi. UT Fjölbreytileikafyrirmynd: Bara tala, Safa Jemai, WomenTechIceland UT Sprotinn: Aftra, Hoobla, Treble Technologies UT Stafræn almenn þjónusta: Abler, Aurbjörg, Noona UT Stafræn opinber þjónusta: Auðkenni, Kosningalausnir RÚV, HS Orka – Auðlindastýring UT Fyrirtækið - minni fyrirtæki, færri en 50 starfsmenn: Laki Power, Stokkur Software, SJÁ, óháð ráðgjöf UT Fyrirtækið - stærri fyrirtæki, fleiri en 50 starfsmenn: Festi, Dominos Pizza á Íslandi, Nova Á vef Ský er að finna gott yfirlit á verðlaunahafa fyrri ára. UT Fjölbreytileikafyrirmynd Flokkur til að vekja athygli á því sem vel er gert og styður fjölbreytileika og gott fordæmi. Bara tala Bara tala býður upp á starfstengt íslenskunám sem styrkir orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðflutta í að tala íslensku. Fyrirtækið var stofnað fyrir einu og hálfu ári og stafræna lausnin er nú í notkun hjá yfir 100 íslenskum fyrirtækjum, sveitarfélögum, stéttarfélögum og opinberum stofnunum. Notendur smáforritsins eru nú yfir 7.000 talsins. Samtök atvinnulífsins veittu Bara tala þann heiður að velja lausnina sem Menntasprota ársins 2024 fyrir framúrskarandi nýsköpun í fræðslu. Bara tala býður upp á 130 stafræn námskeið, þar af eru 70 þeirra sérsniðin að hinum ýmsu starfsgreinum, svo sem hjúkrun, umönnun, leikskólakennslu, afgreiðslustörfum, þrifum, fiskvinnslu og hótelstörfum, svo fátt eitt sé nefnt. Lausnin styður innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði með því að bæta íslenskukunnáttu þeirra og auka sjálfstraust í samskiptum. Þessi nálgun hefur jákvæð áhrif á verðmætasköpun í atvinnulífinu, þar sem Bara tala gegnir mikilvægu hlutverki í að stórefla íslenskukennslu sem annað mál á Íslandi. Lausnin rímar vel við úrbótatillögur OECD, þar sem mikilvægi tungumálanáms er undirstrikað fyrir samfélagslega þátttöku og atvinnuþátttöku innflytjenda. Lausnin tryggir að íslenskan verði aðgengileg fyrir fjölbreyttan hóp notenda, óháð tungumálabakgrunni, og styður við það að íslenskan haldi stöðu sinni sem lifandi og hagnýtt tungumál í tækniþróun framtíðar. Safa Jemai Safa hefur komið inn á íslenskan hugbúnaðarmarkað með krafti. Nýsköpunarfyrirtæki hennar Vikonnekt færir íslenskum fyrirtækjum og opinbera stofnunum hugvit og hugbúnaðarþekkingu frá Túnis til að leysa vandamál í samfélaginu með að þróa lausnir með nýtingu gervigreindar. Safa hlaut Nordic Women in Tech verðlaunin 2023 og starfar einnig sem ráðgjafi og mentor í tæknigeiranum. WomenTechIceland WomenTechIceland eru kröftug samtök sem hafa unnið ötullega að því að bæta stöðu kvenna í tækni á Íslandi. Þau hafa verið óþreytandi við að vekja athygli á mikilvægi fjölbreytni í upplýsingatækni með því að varpa ljósi á sögur, rannsóknir og fyrirmyndir sem hvetja konur og jaðarsetta hópa til þátttöku. WomenTechIceland hafa með framlagi sínu ekki aðeins byggt upp sterkt samfélag heldur einnig lagt grunn að virkri nýsköpun og margbreytilegum árangri í upplýsingatækni á Íslandi. UT Sprotinn Flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 1-6 ár og eru að bjóða lausnir sem hafa vakið athygli. Aftra Markmið Aftra hefur verið að gera netöryggi skiljanlegra – ekki bara fyrir tæknifólk, heldur stjórnendur sem bera ábyrgð á rekstri. Árangurinn sýnir að þessi nálgun skiptir máli. Aftra er nú í notkun í sex löndum og hjálpar fyrirtækjum og stjórnendum þeirra að taka stjórn á eigin öryggi. Með skýrari yfirsýn og aðgengilegri upplýsingum geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir og styrkt varnir sínar áður en ógnir verða að veruleika. Við hjá Aftra erum fyrst og fremst stolt af því að hafa náð að tala til stjórnenda og fyrirtækja sem áður sáu netöryggi sem flókið og óaðgengilegt. Hoobla Hoobla hefur, frá stofnun sinni árið 2021, verið leiðandi í nýsköpun sem mætir þörfum á íslenskum vinnumarkaði. Hoobla er veflægur hugbúnaður sem veitir fyrirtækjum og opinberum aðilum greiðan aðgang að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í tímabundin verkefni og hlutastörf. Með notkun sérhannaðra reiknirita og lærdómshegðunar, notendavænni og skilvirkri hönnun parar Hoobla sjálfvirkt saman verkefni við hæfa sérfræðinga, auðveldar skráningu verkefna, tilboðsferli og samningagerð. Stuðlar þannig að sveigjanleika og hagræðingu í rekstri, þar sem fyrirtæki geta skalað starfsmannafjöldann upp og niður, lágmarkað fastan starfsmannakostnað, aukið viðbragðshraða sinn og aukið samkeppnisfærni. Árið 2024 náði Hoobla framúrskarandi árangri: Yfir 300 fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustuna, endurtekin viðskipti aukast stöðugt og Hoobla hefur sannað sig sem ómissandi stoð fyrir atvinnulífið. Treble Technologies Treble Technologies sérhæfir sig í þróun á hljóðhermunarhugbúnaði (e. sound simulation software). Lausnir fyrirtækisins gera viðskiptavinum kleift að herma og hanna hljóð í hvers kyns þrívíddarmódelum, sem er sérstaklega gagnlegt við hönnun bygginga, bíla og tæknivara. Tækni Treble er einnig nýtt til þjálfunar gervigreindar, til dæmis þjálfun raddstýringa, snjallhátalara og talgreiningar. Meðal viðskiptavina sem nýta sér lausnir Treble eru nokkrir af stóru tæknirisunum, bifreiðaframleiðendur, hátalaraframleiðendur og verkfræðistofur. UT Stafræn almenn þjónusta Flokkur ætlaður lausnum á almenna markaðnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk. Abler Abler (áður Sportabler) er ein útbreiddasta lausn landsins, nýtt af um 70% íslensku þjóðarinnar. Kerfið styður skráningar og viðburði íþróttafélaga, allt frá hverfafélögum til landsliða. Abler var stofnað á Íslandi með það að markmiði að styðja við þýðingarmikið starf íþróttahreyfingarinnar og bæta starfsumhverfi hennar. Einfaldleiki, notendavæni og útvíkkun hugbúnaðarins hafa stuðlað að útbreiðslu í fjölbreytta starfsemi, svo sem starfsemi líkamsræktarstöðva, skóla, og félagsstarfs fyrir alla aldurshópa. Margir foreldrar og skipuleggjendur íþrótta- og tómstundastarfs eiga erfitt með að ímynda sér tímann fyrir Abler. Aurbjörg Aurbjörg einfaldar flókin fjármálaferli með stafrænum lausnum sem nýtast öllum. Nýjasta lausnin, Lánskjaravaktin, er fyrst sinnar tegundar á Íslandi. Hún vaktar húsnæðislánamarkaðinn og gerir notendum kleift að fylgjast með betri kjörum, endurfjármagna lánin sín og bæta fjárhagslega stöðu sína. Þjónustan sparar notendum tíma og peninga, auk þess að draga úr fjárhagslegri óvissu. Aurbjörg býður einnig óháðan samanburð á ýmiss konar fjármálaþjónustu heimilanna, m.a. húsnæðislánum, rafmagni, og sparnaðarreikningum. Samanburðurinn er ókeypis, tryggir gagnsæi og eykur samkeppni, svo neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir. Markmið Aurbjargar er að veita Íslendingum aðgengilegar upplýsingar, bæta fjárhagsstöðu, lífskjör og efla fjármálalæsi, óháð aldri eða bakgrunni. Noona Noona byrjaði árið 2019 sem kerfi til að bóka tíma hjá ýmsum þjónustufyrirtækjum. Í dag er Noona orðin einskonar miðstöð tímabókana á netinu, þar sem hægt er að bóna nánast hvað sem er. Þar má finna klippistofur, dýralækna, bílaverkstæði, snyrtistofur, kírópraktora, ýmsar opinberar þjónustur og miklu fleira. Kerfið er snjallt og einfalt í notkun og sparar notendum talsverðan tíma og höfuðverk við að leita að lausum tímum hjá hinum og þessum sérfræðingum. UT Stafræn opinber þjónusta Flokkur ætlaður lausnum á opinbera markaðnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk. Auðkenni Auðkenni hefur verið leiðandi í innleiðingu rafrænna skilríkja á Íslandi og stuðlað að byltingu í stafrænum lausnum hér á landi. Framúrskarandi árangur fyrirtækisins hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi. Ný kynslóð rafrænna skilríkja, Auðkennisappið, eykur aðgengi og einfaldar skráningarferlið með sjálfsafgreiðslu. Einstaklingar með íslenskt vegabréf geta nú skráð sig í appið án þess að þurfa að mæta í eigin persónu á afgreiðslustað. Með þessu stóra skrefi er notendaupplifun enn betri og skilríkin aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Kosningalausnir RÚV RÚV miðlar hljóði, mynd og texta í aðdraganda kosninga og gegnir þannig lýðræðislegu hlutverki sínu. Niðurstöður kosninga eru birtar í rauntíma á sjónrænan og notendavænan hátt. Með fjölbreyttri framsetningu og gagnvirkum lausnum getur fólk lesið í kosningaúrslit og greiningar. Kosningalausir RÚV auðvelda skilning á framboðum, niðurstöðum og þróun kosninga sem styrkir lýðræðisvitund almennings. Um árabil hefur RÚV greint frá áreiðanlegum kosninganiðurstöðum áður en úrslit hafa verið kunngjörð orðinberlega. Undanfarin ár hafa verið stigin stór framfaraskref í framsetningu og miðlun þessara upplýsinga. HS Orka – Auðlindastýring Deild auðlindastýringar HS Orku hefur þróað sjálfvirkt viðvörunarkerfi fyrir eldgos, það fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Hugbúnaðurinn les inn gögn sem send eru á hverri mínútu frá þrýsti- og hitamæli sem staðsettur er á 850 metra dýpi í holu SV-12 í Svartsengi. Næst greinir hugbúnaðurinn gögnin og ef þrýstimerkið bendir til þess að kvika sé á hreyfingu eru sjálfvirk viðvörunarskilaboð send til Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfið hefur reynst afgerandi í því að upplýsa Veðurstofuna og Almannavarnir um yfirvofandi eldgos og er kerfið nýtt þar við ákvarðanir um rýmingar. UT Fyrirtækið - minni fyrirtæki (færri en 50 starfsmenn) Flokkur fyrir minni fyrirtæki sem nýta sér upplýsingatækni í sinni starfsemi og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti á árinu á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðarljósi. Laki Power Laki Power hefur þróað lausn sem eykur rekstraröryggi og nýtingu háspennulína. Lausnin samanstendur af tækjum sem eru sett á háspennulínur og hugbúnaði sem tekur við gögnum og myndefni frá tækjunum í rauntíma. Hugbúnaðurinn metur flutningsgetu línunnar auk þess að greina möguleg vandamál sem geta leitt til skerðingar í orkuflutningi svo sem ísingu og seltu en getur einnig varað við öðrum hættum eins og skógareldum. Lausnir Laka Power eru nú þegar í notkun hjá nokkrum af stærstu raforkufyrirtækjum heims. Að auki er Laki Power að þróa hleðslustöðvar fyrir dróna á háspennulínum með einkaleyfisvarinni orkunámstækni. Stokkur Software Stokkur hefur verið leiðandi afl í þróun stafrænna lausna á Íslandi í 17 ár, með áherslu á gæði og notendavæna hönnun. Fyrirtækið hefur skapað yfir 60 vinsælar hugbúnaðarlausnir sem hafa haft afgerandi áhrif á tækniþróun í íslensku samfélagi. Þar má nefna vinsæl öpp eins og Leggja, Alfreð, Aur, Dominos, Lottó, Lyfju og Strætó/Klappið. Með tækniþekkingu og framsýni hefur Stokkur sett mark sitt á stafræna þjónustu á Íslandi. Árið 2024 vinnur fyrirtækið að fjórum nýjum verkefnum, auk stöðugra endurbóta á núverandi lausnum, með áherslu á framúrskarandi gæði, öryggi og framsækna nýsköpun. SJÁ, óháð ráðgjöf Sjá er leiðandi á sviði rannsókna og úttekta á notendahegðun og aðgengismálum á vefnum. Sjá hefur frá árinu 2001 unnið að notendarannsóknum og er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Sjá sérhæfir sig í að prófa vefi, lausnir og viðmót með notendum, kasta ljósi á notendavandamál, bæta úr þeim og um leið upplifun notenda. Árlega vinnur Sjá auk þess að fjölbreyttum stefnumótunar- og þarfagreiningarverkefnum en þjónusta og ráðgjöf Sjá byggir alfarið á notendamiðaðri nálgun. Viðskiptavinir Sjá koma úr opinbera og einkageiranum en síðastliðið ár kom Sjá að verkefnum með fjölda stofnana, ráðuneyta, sveitarfélaga, fjármálafyrirtækja og félagasamtaka. UT Fyrirtækið - stærri fyrirtæki (fleiri en 50 starfsmenn) Flokkur fyrir stór fyrirtæki sem nýta sér upplýsingatækni í sinni starfsemi og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti á árinu á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðarljósi. Festi Festi hefur lagt áherslu á að nýta snjallar lausnir til að bæta enn frekar þjónustu hjá félögum samstæðunnar og einfalda daglegt líf viðskiptavina. Snjallverslun Krónunnar gerir stórum hluta landsmanna kleift að fá vörur sendar heim, auk þess sem viðskiptavinir geta skannað og skundað í verslunum með Krónuappinu og sleppt biðröðum. N1 kortið er nú aðgengilegt í N1 appinu, þar sem einnig má panta og greiða fyrir þjónustu á einfaldan hátt. Netverslun ELKO er ein stærsta netverslun landsins en þar má t.d. nálgast verðsögu vara og bóka myndsímtal við starfsfólk. Í Lyfjuappinu geta viðskiptavinir pantað lyf heim á skjótan og öruggan hátt. Þessi stafræna vegferð er einn af lykilþáttunum í framtíðarþróun Festi. Domino‘s Pizza á Íslandi Domino‘s Pizza á Íslandi kemur að uppbyggingu á rekstri Domino‘s í Danmörku og Svíþjóð. Mikilvægur þáttur í þeirri vegferð er að nýta reynslu og þróaðar lausnir Domino‘s á Íslandi til að ná sama árangri. Haustið 2024 var gefinn út nýr vefur fyrir danskan markað, sem byggir sömu lausn og Domino‘s á Íslandi hefur byggt velgengni sína á. Nýtt app verður einnig gefið út snemma árs 2025 og áformað að taka sömu lausnir upp í Svíþjóð á árinu. Nýju lausnirnar byggja ekki aðeins á sömu hönnun og þær íslensku heldur nýta þær sama bakendakerfi og kóðagrunn, sem felur í sér mikið hagræði fyrir alla aðila. Nova Nova býður þér inn á stærsta skemmtistað í heimi, internetið! Fyrirtækið vill skora á markaðinn, reglurnar, gömlu risaeðlurnar og vill vera fyrst inn í framtíðina með snjallari lausnir. Nova leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og að viðskiptavinir fái mest fyrir peninginn. Nova kúltúrinn er lykilþáttur í hugmyndafræðinni sem hvetur stöðugt til nýrra aðferða við að framkvæma hlutina með nýjungum sem skapa virði fyrir viðskiptavini og samfélagið með stafrænum lausnum, sem og uppbyggingu innviða. 2024 var viðburðaríkt þar sem nýjungar bættust við sem styrktu stærsta vildarklúbb á Íslandi og ánægja viðskiptavina jókst. Eldri fjarskiptakerfi voru lögð niður, til að ryðja rúms fyrir frekari uppbyggingu sem styrkja Nova og íslenskt samfélag til framtíðar.
Upplýsingatækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira