Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 17:54 Bogi Nils er forstjóri Icelandair. Vísir/Ívar Fannar Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna. „Við náðum verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi í öllum einingum. Þróun einingatekna er að snúast við og náðum við að draga úr áhrifum ýmissa kostnaðarhækkana með áherslu á umbætur í rekstri. Rekstrarniðurstaða ársins í heild var í takt við afkomuspá sem við gáfum út í október síðastliðinn en við gerum ráð fyrir að sú jákvæða þróun sem við sáum í fjórða ársfjórðungi muni halda áfram á komandi mánuðum. Horfur fyrir árið 2025 eru góðar og bókunarstaðan nú er sterkari en á sama tíma í fyrra. Við áætlum að auka flugframboð um 8% á árinu, með áherslu á vöxt utan háannar sem gerir okkur kleift að nýta innviði betur og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri ferðamöguleika en nokkru sinni áður,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að einingatekjur á fjórðungnum jukust um 1,5 prósent aðallega vegna bættrar sætanýtingar og að einingakostnaður lækkaði um 3 prósent, vegna hagræðingar í rekstri og lægri eldsneytiskostnaðar. Þá kemur einnig fram að á fjórða ársfjórðungi hafi verið metfjöldi farþega og að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið 4,7 milljónir. Sem sé níu prósenta aukning frá árinu á undan. Tap ársins var 2,5 milljarður króna samanborið við 1,5 milljarðs króna hagnað í fyrra en áframhaldandi góð afkoma í leiguflugi og jákvæður viðsnúningur á fraktstarfsemi. Stundvísari í fyrra en árið áður Þá kemur fram að stundvísi batnaði töluvert eða um 5,6 prósentustig. Fyrsta Airbus vél í sögu félagsins var afhent í desember. „Á árinu 2024 náðum við góðum árangri í rekstri leiðakerfisins sem endurspeglaðist meðal annars í framúrskarandi stundvísi en félagið var útnefnt eitt af stundvísustu flugfélögum í Evrópu yfir sumarmánuðina. Við náðum jafnframt viðsnúningi í rekstri fraktstarfsemi okkar og leiguflugið hélt áfram að skila góðri afkomu,“ segir Bogi. Í tilkynningu kemur einnig fram að sterkt sjóðsstreymi frá rekstri 30,5 milljarðar á árinu, jókst um 828 milljónir króna og að lausafjárstaða var sterk í lok árs eða 48 milljarðar króna. EBIT afkoma árið 2025 er áætluð 5,5 til 8 milljarðar króna. „Til þess að bæta árangur og afkomu félagsins til lengri tíma, hófum við yfirgripsmikla umbreytingarvegferð snemma á árinu 2024. Í lok ársins höfðum við þegar ráðist í hagræðingarverkefni sem munu skila yfir 20 milljónum dala á ársgrundvelli. Við gerum ráð fyrir að vegferðin muni skila samtals 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok árs 2025 í kjölfar frekari umbóta á þessu ári,“ segir Bogi. Vefútsending 31. janúar 2025 Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2024 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 31. janúar 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews Fréttir af flugi Icelandair Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
„Við náðum verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi í öllum einingum. Þróun einingatekna er að snúast við og náðum við að draga úr áhrifum ýmissa kostnaðarhækkana með áherslu á umbætur í rekstri. Rekstrarniðurstaða ársins í heild var í takt við afkomuspá sem við gáfum út í október síðastliðinn en við gerum ráð fyrir að sú jákvæða þróun sem við sáum í fjórða ársfjórðungi muni halda áfram á komandi mánuðum. Horfur fyrir árið 2025 eru góðar og bókunarstaðan nú er sterkari en á sama tíma í fyrra. Við áætlum að auka flugframboð um 8% á árinu, með áherslu á vöxt utan háannar sem gerir okkur kleift að nýta innviði betur og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri ferðamöguleika en nokkru sinni áður,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að einingatekjur á fjórðungnum jukust um 1,5 prósent aðallega vegna bættrar sætanýtingar og að einingakostnaður lækkaði um 3 prósent, vegna hagræðingar í rekstri og lægri eldsneytiskostnaðar. Þá kemur einnig fram að á fjórða ársfjórðungi hafi verið metfjöldi farþega og að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið 4,7 milljónir. Sem sé níu prósenta aukning frá árinu á undan. Tap ársins var 2,5 milljarður króna samanborið við 1,5 milljarðs króna hagnað í fyrra en áframhaldandi góð afkoma í leiguflugi og jákvæður viðsnúningur á fraktstarfsemi. Stundvísari í fyrra en árið áður Þá kemur fram að stundvísi batnaði töluvert eða um 5,6 prósentustig. Fyrsta Airbus vél í sögu félagsins var afhent í desember. „Á árinu 2024 náðum við góðum árangri í rekstri leiðakerfisins sem endurspeglaðist meðal annars í framúrskarandi stundvísi en félagið var útnefnt eitt af stundvísustu flugfélögum í Evrópu yfir sumarmánuðina. Við náðum jafnframt viðsnúningi í rekstri fraktstarfsemi okkar og leiguflugið hélt áfram að skila góðri afkomu,“ segir Bogi. Í tilkynningu kemur einnig fram að sterkt sjóðsstreymi frá rekstri 30,5 milljarðar á árinu, jókst um 828 milljónir króna og að lausafjárstaða var sterk í lok árs eða 48 milljarðar króna. EBIT afkoma árið 2025 er áætluð 5,5 til 8 milljarðar króna. „Til þess að bæta árangur og afkomu félagsins til lengri tíma, hófum við yfirgripsmikla umbreytingarvegferð snemma á árinu 2024. Í lok ársins höfðum við þegar ráðist í hagræðingarverkefni sem munu skila yfir 20 milljónum dala á ársgrundvelli. Við gerum ráð fyrir að vegferðin muni skila samtals 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok árs 2025 í kjölfar frekari umbóta á þessu ári,“ segir Bogi. Vefútsending 31. janúar 2025 Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2024 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 31. janúar 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews
Fréttir af flugi Icelandair Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira