Kennarar svara umboðsmanni barna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 18:07 Salvör Nordal er umboðsmaður barna og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Einar og Anton Brink Kennarasamband Íslands furðar sig á því að umboðsmanni barna sé tíðrætt um það að verkfallsaðgerðir kennara mismuni börnum en ekki um þá staðreynd að nánast enginn leikskóli uppfylli kröfur landslaga um mönnun kennara. Þetta segja kennarar í yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands nú síðdegis. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði fyrr í dag stöðuna í kjaradeilu kennara valda miklum vonbrigðum og það sé þungbært að aðgerðir kennara, hefjist þær á mánudag að nýju, bitni aftur á sömu leikskólabörnunum og það gerði í síðustu verkfallsaðgerðum. „Umboðsmaður barna hefur látið vinnudeilu KÍ til sín taka, nú síðast með yfirlýsingu á vefsíðu sinni, sem var birt samdægurs og fram fór málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem málsóknarfélag krefst þess að verkföll, sem umboðsmaður tiltekur, verði dæmd ólögmæt. Hvort tímasetning birtingar yfirlýsingarinnar er tilviljun, skal ósagt látið,“ segir í tilkynningu kennara. Umboðsmaður átti sig ekki á heildarsamhenginu Þá segja þau umboðsmanni tíðrætt um rétt barns til menntunar og að hann sé stjórnarskrárvarinn. „Það virðist þó eins og hún horfi ekki á heildarsamhengið. Hún átti sig ekki á því að ef laun kennara eru ekki samkeppnishæf og standist ekki samanburð við aðra sérfræðinga – þá verði enn frekari atgervisflótti úr greininni. Hvers virði verða réttindi barna þá? Eða metur hún réttindi barna þannig að kennarar verði þvingaðir til vinnu gegn vilja sínum og án kjarasamnings?“ spyrja þau í tilkynningu sinni. Þau segja ástæðu til að staldra við þegar staðan sé þannig á leikskólum landsins að nánast engin þeirra uppfylli kröfur í lögum um mönnun. „Það er eins og umboðsmanni barna sé alveg sama um það, allavega er hún ítrekað búin að tjá sig opinberlega án þess að víkja að því orði. Hún hefur heldur ekki vikið orði að því að ríkinu og sveitarfélögum beri að efna samningsloforð við kennara frá árinu 2016, sem er megintilefni verkfallsaðgerða,“ segir að lokum. Sáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara klukkan 16 í dag. Deiluaðilar hafa til klukkan 13 á laugardag til að svara en þá hefur sáttasemjari boðað til annars fundar. Samþykki deiluaðilar tillöguna verður verkföllum aflýst og tillagan sent í atkvæðagreiðslu. Réttindi barna Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði fyrr í dag stöðuna í kjaradeilu kennara valda miklum vonbrigðum og það sé þungbært að aðgerðir kennara, hefjist þær á mánudag að nýju, bitni aftur á sömu leikskólabörnunum og það gerði í síðustu verkfallsaðgerðum. „Umboðsmaður barna hefur látið vinnudeilu KÍ til sín taka, nú síðast með yfirlýsingu á vefsíðu sinni, sem var birt samdægurs og fram fór málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem málsóknarfélag krefst þess að verkföll, sem umboðsmaður tiltekur, verði dæmd ólögmæt. Hvort tímasetning birtingar yfirlýsingarinnar er tilviljun, skal ósagt látið,“ segir í tilkynningu kennara. Umboðsmaður átti sig ekki á heildarsamhenginu Þá segja þau umboðsmanni tíðrætt um rétt barns til menntunar og að hann sé stjórnarskrárvarinn. „Það virðist þó eins og hún horfi ekki á heildarsamhengið. Hún átti sig ekki á því að ef laun kennara eru ekki samkeppnishæf og standist ekki samanburð við aðra sérfræðinga – þá verði enn frekari atgervisflótti úr greininni. Hvers virði verða réttindi barna þá? Eða metur hún réttindi barna þannig að kennarar verði þvingaðir til vinnu gegn vilja sínum og án kjarasamnings?“ spyrja þau í tilkynningu sinni. Þau segja ástæðu til að staldra við þegar staðan sé þannig á leikskólum landsins að nánast engin þeirra uppfylli kröfur í lögum um mönnun. „Það er eins og umboðsmanni barna sé alveg sama um það, allavega er hún ítrekað búin að tjá sig opinberlega án þess að víkja að því orði. Hún hefur heldur ekki vikið orði að því að ríkinu og sveitarfélögum beri að efna samningsloforð við kennara frá árinu 2016, sem er megintilefni verkfallsaðgerða,“ segir að lokum. Sáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara klukkan 16 í dag. Deiluaðilar hafa til klukkan 13 á laugardag til að svara en þá hefur sáttasemjari boðað til annars fundar. Samþykki deiluaðilar tillöguna verður verkföllum aflýst og tillagan sent í atkvæðagreiðslu.
Réttindi barna Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira