Kröfu foreldranna vísað frá Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2025 15:08 Farið yfir dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Berghildur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15. Foreldrar barna á fjórum leikskólum sem kennarar lögðu niður störf í stofnuðu málsóknarfélag og stefndu Kennarasambandi Íslands og Félagi leikskólakennara til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar væru í raun löglegar. Foreldrarnir gerðu einnig kröfu um viðurkenningu óskiptrar bótaskyldu KÍ og FL gagnvart félagsmönnum málsóknarfélagsins vegna miska. Félögin tvo voru sýknuð af þeirri kröfu. Í dóminum segir að rétt þyki að málskostnaður falli niður á milli aðila málsins. Félagsdóms að skera úr um Að sögn Gísla Guðna Hall, lögmanns Kennarasambands Íslands í málinu, var málinu vísað frá á þeim forsendum að það væri Félagsdóms að skera úr um lögmæti verkfalla, ekki héraðsdóms. Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar. Félagsdómur hefur komið að yfirstandandi kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómurinn féllst ekki á kröfur SÍS um að verkföll væru ólögmæt þar sem engin eiginleg kröfugerð lægi fyrir í deilunni. Verkföll skella að óbreyttu á á mánudag Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram í gær. Verði tillagan ekki samþykkt munu verkföll skella á í fjölda skóla, þar á meðal leikskólunum fjórum, á mánudag. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvenær, hvar og hversu lengi verkföll verði í gildi náist ekki að semja fyrir mánudag. Aðalmeðferð málsins fór fram á miðvikudag og málið fékk flýtimeðferð vegna þess skamma tíma sem til stefnu var, áður en verkföll hæfust á ný. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15. Foreldrar barna á fjórum leikskólum sem kennarar lögðu niður störf í stofnuðu málsóknarfélag og stefndu Kennarasambandi Íslands og Félagi leikskólakennara til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar væru í raun löglegar. Foreldrarnir gerðu einnig kröfu um viðurkenningu óskiptrar bótaskyldu KÍ og FL gagnvart félagsmönnum málsóknarfélagsins vegna miska. Félögin tvo voru sýknuð af þeirri kröfu. Í dóminum segir að rétt þyki að málskostnaður falli niður á milli aðila málsins. Félagsdóms að skera úr um Að sögn Gísla Guðna Hall, lögmanns Kennarasambands Íslands í málinu, var málinu vísað frá á þeim forsendum að það væri Félagsdóms að skera úr um lögmæti verkfalla, ekki héraðsdóms. Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar. Félagsdómur hefur komið að yfirstandandi kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómurinn féllst ekki á kröfur SÍS um að verkföll væru ólögmæt þar sem engin eiginleg kröfugerð lægi fyrir í deilunni. Verkföll skella að óbreyttu á á mánudag Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram í gær. Verði tillagan ekki samþykkt munu verkföll skella á í fjölda skóla, þar á meðal leikskólunum fjórum, á mánudag. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvenær, hvar og hversu lengi verkföll verði í gildi náist ekki að semja fyrir mánudag. Aðalmeðferð málsins fór fram á miðvikudag og málið fékk flýtimeðferð vegna þess skamma tíma sem til stefnu var, áður en verkföll hæfust á ný. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02