Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Lögreglan var vopnuð skotvopnum þegar forseti Úkraínu kom hingað til lands og hitti forsætisráðherra Norðurlandanna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira